Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 19
SIGRÚN STEFÁNSDÖTTIR RITSTJÓRI:
Hvað viðkemur tilfinningum, þá er ekkert til
í mínum augum, sem er ókarlmannlegt eða
ókvenlegt, og því er erfitt fyrir mig að gefa
beint svar við þessari spurningu. Aftur á móti
finnst mér það mjög mannleg viðbrögð að
gráta, þegar á móti blæs í lífinu, og ég held, að
það hjálpi bæði konum og körlum að geta
grátið, þegar þannig stendur á. Hins vegar eru
ótímabær tár mér ekki að skapi, og gildir
það um bæði kynin.
ELLÝ VILHJÁLMSDÓTTIR SÖNGKONA:
Mér skilst, að endur fyrir löngu hafi tárin
hrotiðsem högl af hvörmum sumra karlmanna
og þótti ekkert athugavert við það. En það
voru nú líka högl. Svo gráta þeir eins og vit-
lausir í ýmsum óþerum og hristast af ekka-
sogum, það þykir bara fínt, og svona er hægt
að halda áfram góða stund. En án gamans;
ef þeir geta ekki grátið höglum, þá eiga þeir
að sleppa því að gráta.
KARL GUÐMUNDSSON LEIKARI:
Líf mannsins hefst með gráti. Gráti barn ekki
þegar eftir fæðingu, hvort heldur er svein-
eða meybarn, er óttast, að eitthvað sé að og
reynt að flengja í það grátinn.
Börn gráta, bæði kynin, ef fæðuþörf þeirra
er ekki fullnægt, og eins gráta þau, kenni
þau til, líkamlega eða andlega. Nokkuð
snemma fer þó að bera á misræmi í afstöðu
hinna fullorðnu gagnvart gráti barns eftir
því, hvoru kyninu það tilheyrir. Vill þar halla
nokkuð á piltana (piltbörnin). ,,Þú ætlar þó
ekki að fara að grenja eins og stelpa”, heyrast
uppalendurnir stundum segja. Karlmenn eru
jafnan aldir upp við að harka af sér og gráta
ekki, nema rík ástæða sé til. Þeim er gert að
herða sig fyrir lífsbaráttuna.
Hetjum (karlkyns — orðið samt kvenkyns)
leyfist þó að gráta, ef tilefnið réttlætir það:
Kristur grætur yfir syndum mannanna. Heil-
agur Tómas erkibiskup grét, þá er hann kvaddi
söfnuð sinn í Kantaraborg í jólaræðunni rétt
fyrir píslardauða sinn 1170. Söfnuðurinn,
sennilega karlar að mestu, grét einnig. Árni
lögmaður Oddsson er sagður hafa grátið við
undirritun hollustueiðanna frægu í Kópavogi
1662. Nú orðið virðist minna um, að karlmenn
gráti við samningagerðir, ef dæma má af Ijós-
myndum í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum.
Ekki tel ég æskilegt, að menn gráti eða
temji sér vol og víl, hvort heldur í hlut eiga
karlar eða konur, síst í viðurvist annarra
viðkvæmra manna. Hitt munu þó margir fall-
ast á, að grátur sé mikil svalalind hrjáðu
hjarta, samanber kvæðið fræga um Tárið eftir
Kristján Fjallaskáld, sem oft er sungið í
réttum og á öðrum stemningarþrungnum
stundum. Ef til vill yrði heimurinn betri og
hætti að vera harðhnjóskulegur, ef karlmenn
hans brytu odd af oflæti sínu, legðu drambið
og dreissið til hliðar, syngju af auðmjúku hjarta
,,Þú sæla heimsins..." ...og grétu hraustlega.
GUÐMUNDUR HAUKURJÓNSSON KENN-
ARI:
Við búum í svonefndu menningarsamfélagi,
og búum þar við flókið og margslungið
samfélagskerfi, þar sem maðurinn sem kyn-
stofn hefur lokað sig inni og á engan veginn
áfturkvæmt til frelsis. Hann getur í hæsta lagi
breytt kerfinu lítillega.
Til að halda sálarheill er a.m.k. eitt ráð til: Að
samlagast kerfinu — taka þátt í því og þar með
láta það stjórna sér, lúta boðum þess og bönn-
um, siðferðislegum og lagalegum.
Við verðum að standast freistingaflóðið,
og í streitu hversdagsins myndast spenna innra
rneð okkur, sem við höfum þörf fyrir að leysa
úr læðingi, og það er hægt að gera á ýmsa
vegu t.d. með því að dansa, trimma, njóta
ásta, hlæja, gráta o.s.frv. Þetta á að sjálf-
sögðu allt jafnt við um karla og konur,
gráturinn líka, þó ef til vill þurfi meira til að
græta karl.
Jafnframt þessari spennu og þörfinni fyrir að
veita henni útrás höfum við þörf fyrir að láta
gott af okkur leiða og einnig þörf fyrir þá
hlýju, sem góðvild annarra veitir okkur.
Gagnvart andstreymi lífsins er eðlilegast að
standa keikur og berjast, en þeg,. sorgir og
vonbrigði steðja að og ekkert er hægt að gera
til að bæta úr, er eðlilegt að veita tilfinningum
sínum útrás með tárum. Gagnvart þeirri blá-
köldu staðreynd sem dauðinn er, stöndum
við bjargarlaus og smá — og þá er gráturinn.
næsturguði.
Ég finn því ekkert athugavert við að fólk
(karlar og konur) gráti, þó mér finnist viðkunn-
anlegra, að það beri ekki sorgir sínar á torg.
16. TBL. VIKAN 19