Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 28
MARI ÞAD SEM Á UNDAN ER KOMID: Marianne d'Asselnat dóttir enskrar aðalskonu og fransks aðals- manns, sem tekin voru af lífi í frönsku byltingunni, elst upp hjá móðursystur sinni íEnglandi, geng- ur í hjónaband 17 ára viku eftir andlát móðursystur sinnar, drepur eiginmann sinn í einvígi í brceði yfir því, að hann hafði lagt brúð- kaupsnótt þeirra undir í spilum, flýrí dauðans ofboði til Erakklands, lendir í klóm strandþjófa á strönd Bretagne skagans, tapar meydómn- um í ástaleik við flóttamanninn Jean Le Bru, tekst að flýja frá strandþjófunum á œvintýralegan hátt, heldur til Parísar að leita œtt- ingja sinna, lendir í fangelsi og kemst naumlega hjá því að verða drepin af samföngum stnum, en Fouché lögreglustjðri kemur henni til hjálpar og leysir hana úr haldi. Morvan foringi strandþjófanna er fangi Fouchés, og Marianne verður brátt Ijóst, að Fouché vill nota sér aðstöðu hennar tilþess að láta hann njósna fyrir sig. Hann útvegar henni starf sem lagskona madame Talleyrands. Húsmóðir hennar tek- ur henni opnum örmum, og fimm mínútum eftir að þær hittast í fyrsta sinn, er hún búin aðpanta alklæðn- að á Marianne hjá fremsta tísku- frömuði Partsar. M. Gossec, sem er frægur tónlistarmaður og stjórnandi tónlistarskóla í París, hlustar á Marianne syngja, verður yfir sig hrifinn af rödd hennar, býðst til að kenna henni raddbeitingu og spátr henni miklum frama á sviði söng/islar. ■ Hann er reigingslegur, lítill náungi í hvítum línsterkju- bornum fötum og andlit hans minnir á vængstífðan engil. Ég furðaði mig á því, hversu virðulega madame Talleyrand ávarpaði hann. Mér er sagt, að jafnvel furstinn sjálfur, fari varlega í sakirnar þegar yfirmatsveinninn er annars vegar. ,,Ég ætla ekki að reyna að lýsa allri viðhöfninni, en borðbúnaður- inn var úr ekta silfri og alls staðar voru blóm, ýmist írisar eða gular rósir og hljómsveitarroenn léku Mozart á meðan á borðhaldinu stóð. Aðalskemmtun kvöldsins var þegar hafin, þegar furstafrúin bað mig um að finna sig undir því yfirskyni, að ég ætti að sækja handa henni sjal. Ég þykist vita að hún hafi gert þetta af góðscmi einni saman, því að hún þurfti ekki á sjalinu að halda...” Marianne stansaði sem snöggvast og lokaði augunum. Hvernig átti hún að lýsa tilfinningum sínum er hún gekk inn i viðhafnarstofuna, sem varöll uppljómuð? Hvernig gat hún lýst þeirri blindandi ofbirtu, sem stafaði af konunum, er voru margar hverjar ungar og fallegar, í satínkjólum skreyttum demöntum og með litauðuga hárskúfa, en tignarlegir einkennisbúningar mynduðu bakgrunninn. Þarna voru margir liðsforingjar viðstaddir og einkennisbúningar þeirra voru skrautlegir. Þeir minntu Marianne á spjótsriddarana, sem hún hafði séð í Rue Montorgueil. Henni fannst hún næstum því heyra Gracchus- Hannibal Pioche segja af sínu einfalda stolti. ,,Bíðið þangað til þér sjáið allt hitt!” Það virtist með ólíkindum, að raunverulegir her- menn skyldu geta verið svona skrautlega klæddir. Þarna voru einkennisbúningar i bláum, rauð- um og grænum lit, allir gullbrydd- aðir. Og guð minn góður, möttull- inn, sem blái húsarinn bar á hægri öxl sér, hann var raunverulega faldaður safalaskinni. „Furstafrúin var í flauelskjól bláum eins og meyjardoppa og það stirndi á bróderingarnar,” hélt Marianne áfram, ,,Ég stóð fyrir aftan stólinn hennar og var niður- lút, svo að fólk sæi ekki glýjuna í augum mér. En freistingin varð mér um megn. Eftir skamma stund uppgötvaði ég, að gestirnir virtust hafa litla löngun til þess að ræða við húsfreyjuna. Þeir heilsuðu henni kurteislega, en eftir á mynduðu þeir Iitla hópa hér og þar. Aðeins ein kona settist hjá madame Talleyr- and. Þetta var hnellin kona, stutt til hnésins og með mikinn barm hulinn sítrónugulu satíni. Það kom mér á óvart þegar hún faðmaði mig að sér, Eftir lýsingum að dæma var þetta engin önnur en madame Sainte Croix og ég lét í Ijós þakklæti mitt við hana. Ég held að henni hafi geðjast vel að framkomu minni. En von bráðar beindi hún athygli furstafrúarinnar frá mér og ég gat haldið áfram að virða fyrir mér veislugestina. ” ,,f litlum sófa rétt hjá sátu tvær konur, sem virtust áhrifamiklar. Önnur var lágvaxin, dökk yfirlitum og grönn. Þykkir, dökkir lokkar hennar ollu því, að mér fannst hún 28 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.