Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 39

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 39
' x ' ' * FREKJAN VIÐ Mér cr í minni, þcgar ég þurfti að taka leigubíl citt sinn á síðastliðnu hausti, og leigu- bílstjórinnhófþegarsamræðurí léttum tóni: —Jæja, þetta ætlar að verða sæmilegur dagur í dag, enginn drepinn ennþá! Þetta var einmitt á því tíma- bili í haust, þegar ægileg hol- skefla árekstra og slysa reið yfir, holskefla, sem í öllum sínum óhugnaði gerði þó það gagn að ýta við fólki og fá það til að thuga alvarlega, hvarvið erum stödd í þessum málum. Fjölmiðlar unnu mikið gagn með rækilegri umfjöllun vanda- málsins og eiga áreiðanlega stærsta þáttinn í því að vekja al- menning til alvarlegrar um- hugsunar. Mest áhrif hefur vafalaust haft heimsókn sjón- varpsins á slysadeild og viðtöl við fólk, sem lent hafði I um- ferðarslysum og ekki beðið þess bætur. Það var ýmist varanlega lamað eða bæklað og hafði orðið að gjörbreyta öllum framtíðar- áformum og lífsvenjum. Lengi á eftir mátti greina áhrif alls þessa í umferðinni. Menn sýndu áberandi meiri gætni og tillitssemi, umferðin varð tvið hægari, og það varð algeng sjón að sjá bíla stansa við gangbrautir til að hleypa gangandi vegfarendum yfir. Glannalegur framúrakstur sást varla, en brosandi afslappað andlit á bak við stýrið varð þeim mun algengari sjón. Ár- angurinn lét ekki á sér standa, stórslysunum fækkaði niður I hreintekki neittí langan ttma. En manneskjan er fljót að gleyma. Þegar ég var á leið vestur eftir Hringbrautinni t gær og nálgaðist gangbrautina við Gamla Garð, hugðist vegfar- andi sttga út á gangbrautina, en hrökk til baka, því ógurlegt flaut gall við- frá aðvtfandi bifreið, sem hafði þó yfrið nóg svigrúm til að hægja á sér og hleypa vegfaranda yfir, eins og hann átti fullan rétt á. Þetta grófa dæmi er aðeins eitt af mörgum, þótt ég hirði ekki um að nefna fleiri hér. Lesendur geta sjálfir litið í kringum sig og séð með eigin augum, hvernig óþolinmæðin, tillitsleysið og frekjan hafa aftur tekið völdin í umferðinni. Af hverju liggur öllum svona voðalega a? Af hverju eru btl- stjórar svona óskaplega geð- vondir? Skyldi veðráttan hafa svona slæm áhrif? Eða þurfum við að sjá afleiðingar rudda- skaparins og óaðgæslunnar með vissu millibili til að minna okkur á, hvaða ábyrgð við berum hvert gagnvart öðru? K.H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.