Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 29
hafa arabískt yfirbragð. Hún var í fallegum kjól með svörtum og Ijósrauðum knipplingum. I barmi sér bar hún glitrandi rúbínstein og sömuleiðis í hárinu. Hin var einnig dökk, en hárið skollitað og andlits- fallið austurlenskt, dálítið flatt, kinnbeinin há, en augun tinnu- svört. Augun ljómuðu af Hfsfjöri og gáfum. Þó hún væri kannski einum of horuð, þá bjó vöxtur hennar yfir vissum þokka. Hún var I kjól úr purpurarauðu silki og með gulli skreyttan vefjarhött. Það var ekki laust við, að hún minnti á heiðið skurðgoð. ,,Ég heyrði það á samræðum furstafrúarinnar og vinkonu hennar að litla, dökkleita konan væri mad- amejunot hertogaynjan af Abrant- es og að rúbínsteinunum, sem hún bar hefði ,Junot rænt I Portúgal ekki alls fyrir löngu.” Hin konan var greifynja Metternich, en maður hennar er sendiherra Austurríkis, sem þurfti að skunda heim til Vínarborgar eftir orustuna við Wagram og skildi eftir konu slna, nánast sem glsl. Eftir þvl, sem madame Sainte Croix sagði, en hún þóttist vera mjög hneyksluð, þá byggist vinskapur þessara tveggja kvenna ekki á öðru en sameigin- legum áhuga þeirra á eiginmanni hinnar síðarnefndu, en sú fyrr- J. BENZONI C Opera Mundi Paris nefnda fékk augastað á honum slðastliðið sumar. Hér tók Marianne sér stutta hvlld og leiðrétti lltilsháttar villu. Hafði Fouché raunverulega áhuga á svona lítilsigldum gróusögum og hlaut hann ekki að þekkja þær jafnvel og hún? En allt I einu, þá varengan veginn leiðinlegt að segja frá þessu, nema hvað hún var orðin allsyfjuð. Aftur stakk hún fjöður- stafnum I blekbyttuna og hélt áfram. ,,Eftir þetta beindist athygli kvennanna að mjög fallegri, Ijós- hærðri konu I rauðbláum kjól úr mússullni og með gimsteinum prýtt höfuðdjásn. Umhverfis stólinn hennar hafði safnast smáhópur. Þetta var hertogaynjan Anne de Courlande, en yngsta dóttir hennar Dorothée giftist nýlega frænda furstans af Benevento, Edmond de Périgord greifa. Hvorugri þeirra virtist geðjast að henni. Furstinn hafði hins vegar meiri mætur á þess- um útlendingi og vék sér að heita mátti aldrei frá stólnum hennar. Konurnar tvær lækkuðu nú róm- inn og ég heyrði ekki hvað þær sögðu. Hið eina, sem ég heyrði, var brot úr samræðum almenns eðlis. ,,Keisarinn lokar sig inni I Trianon...Frá þvl hann skildi hefur hann ekki yfirgefið þann stað, nema þá sjaldan að hann fer til Malmaison...Aumingja Jóseflna er óhuggandi. Madame de Rémusat segir, að hún gráti stanslaust og hún þori ekki að skilja hana eftir eina... Hinn frægi geldingur Crescentini syngur hvert kvöld fyrir Napóleon. Tónlist er hið eina, sem nær að hugga hann.. Heldurðu að hann muni kvænast systur sarsins?...Hef- urðu heyrt að liðsforingi Junots olli miklu hneyksli I gær I Palais-Royal, er hann reyndi að táldraga tlsku- vörusala.. Konungur og drottning Bavaríu cru stödd I Parls. Þau búa ásamt Joseph konungi að Hótel Marbeuf...Eldiviðarkubbur féll nú ofan I glæðurnar og Marianne glaðvaknaði. Hún hlaut að hafa dottað á meðan hún var að hripa þetta niður. Fjöðurstafurinn hafði fallið úr hendi hennar og á blaðinu var stór blekklessa. Hún leit á klukkuna, sem stóð uppi á arin- hillunni og sá að klukkan var orðin tvö. Tónlistin var hljóðnuð, en enn mátti heyra lágværar raddir I fjar- begð. Vistspilararnir hlutu enn að sitja fyrir spilum slnum. Marianne þekkti það af reynslu, að tíminn er ekki til fyrir þá, sem eru haldnir spilaflkn. Sjálf mátti hún ekki sjá spil og hún hafði heldur kosið að draga sig I hlé, en að eiga það á hættu að þurfa að taka slag. Hún reis á fætur með erfiðis- munum, geispaði og teygði úr sér. Guð minn góður hvað hún var syfj- uð. Þetta gekk ekki lengur, rúmið var einum of freistandi. Hún leit ólundarlega á hálfgerða skýrsluna, en hún var of þreytt til þess að halda áfram. Skyndilega tók hún þó aftur upp pennann og skrifaði. 16. TBl. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.