Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 33
kvöld, þá hallast ég einna helst að
því. Þú verður að latra að hafa stjórn
á skapi þínu. Það gagnar þer ekkert
að öskra svona hér í París, né í
nokkru öðru siðuðu þjóðfélagi. Or
þvi að þú ert svona hörundsár, þá
hefðirðu átt að ganga í klaustur,
barnið mitt, en ckki hjónaband.”
,,Ég átti því miður ekki annarra
kosta völ,” sagði stúlkan bitur.
,,Þú neyddir frænda þinn upp á
mig, vitandi það að ég elskaði
annan mann.”
,Já, annan sem þú hefur aldrei
séð og hafði víst ekki of mikið
dálæti á þér. Ef Adam Czartoriski
fursti hefði verið ákafur í að
kvænast þér, þá hefði hann líklega
feynt að bera sig eftir björginni,
ha?”
,,En hvað þú hefur gaman að því
að kvelja fólk. Ég hata þig! ”
,,Nei, það gerir þú ckki. Stund-
um held ég, að þú elskir mig
meira en þig sjálfa grunar. Allur
t>essi æsingur ber töluverðan keim
af afbrýðisemi. Og farðu nú ekki
að setja þig á háan hest aftur.
Stilltu þig, brostu og leyfðu mér
að segja þér svolítið. Ég þekki
engan I þessum heimi, sem ekki
bæði elskar og virðir móður þína.
Hún er bókstaflega fædd til ásta.
Vertu því einS og allir aðrir.
Þessi heimur er á hverfanda hveli
°g gættu þess að duttlungakast þitt
verði ekki stráið, sem brýtur bak
úlfaldans.”
Kjökrið byrjaði á ný. Marianne
hlustaði og gat ekki slitið sig frá
Þessu. Hún hafði rétt tíma til þess
að skjóta sér inn í skugga stigans,
þegar dyrunum var hrundið upp á
gátt og furstinn birtist. Hann kom
fram á ganginn, virtist hika andar-
'ak, en vppti síðan öxlum og gekk í
hurtu. Taktfast pikkið I stafnum
hans og óreglulegt fótatakið á tígul-
sreinslagða gólfinu dó fljótt út. En
■nni I herberginu var Dorothée de
Pcrigord enn grátandi.
Aftur var Marianne á báðum átt-
um. Það sem hún hafði hlerað var
einkamál, sem henni kom ekkert
v‘ð, en hún hafði samúð með þess-
ari litlu, dapureygu stúlku og
óskaði þess, að hún gæti hjálpað
henni. Ekkert var skiljanlegra en að
stúlkan skyldi vera hncyksluð út af
þessu sambandi móður hennar og
furstans. Slík ástarævintýri voru
kannski smámunir einir í heimi
heldra fólksins, en samrýmdust
ekki siðgæðisvitund hciðvirðrar
rnanneskju.
Marianne stundi og lagði af stað
UÞP stigann. Hún fann raunveru-
'ega til með þessari stúlku, scm grét
harna inni. Dorothée bar heita ást
1 brjósti sér, sem í meinum var
hundin og leið áreiðanlega vítis-
kvalir eins og hún sjálf hafði gert,
en það var ekkert sem hún gat gert
fyrir hana. Það var því bcst fyrir
hana að fara upp í herbergi til sín
og gleyma þessu atviki. Ekkert í
heiminum fengi Marianne til þess
að skýra Fouché frá þessu. Er hún
var komin hálfa leið upp stigann
heýrði hún stúlkuna segja.
,,Ég hata þetta andstyggilega
land! Hér skilur mig enginn...
cnginn. Ef aðeins ein m'anneskja..”
I þctta sinn talaði stúlkan þýsku
og í rödd hennar var sambland af
reiði og sársauka. Marianne gat nú
ekki lengur stillt sig um að koma
henni til hjálpar. Áður en hún vissi
af var hún komin að dyrunum,
hratt þeim upp og gekk inn í
herbergið. Það var stórt og hús-
gögnin úr mahóní, en gluggatjöld-
in voru dökkgræn. Dorothée gekk
fram og aftur með krosslagðar
hendur og kinnar hcnnar voru tár-
votar. Hún staðnæmdist og horfði
á Marianne, sem muldraði blíðri
röddu.
,,Ef það er eitthvað, sem ég get
gert fyrir yður þá látið mig...”
Hún sagði þetta á þýsku. Stór
augu hertogaynjunnar urðu enn
stærri.
,,Þér talið mitt mál? En hver eruð
þér?"
I ramhald í næsta blaði
V V ^ — . • •. _ , . - ---
-V'----------- ~ '
Rjómaísterta -
eftirréttur
eða kaff ibrauð ?
Þér getið valið
Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst
12 manna Emmess ísterta, sem er með tveim
tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó
raunin. Annar botninn er undir isnum, en hinn
ofan á. ísinn er með vanillubragði og ispraut-
aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkállað
kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu.
Reglulegar isterlur eru hins vegar bráð-
skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og
fallegt borðskraut i senn. Þær henta vel við
ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi i barna-
afmælum.
Rjóma-ístertur
kosta: ómannaterta kr. 400 —
9 manna terta kr. 490.—
12mannaterta kr. 670.—
ómannakaffiterta kr. 455.—
12 mannakaffiterta kr. 800.—
®Emm m
ess LtJ
16. TÐL. VIKAN 33