Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 13
til framkvœmda um allt land að
liðnum tíu árum frá útgáfu lag-
anna. Rapist þýðir nauðgari. Eg
býst við því, að það yrði óhægt
um vik fyrir fólk úti á landsbyggð-
inni að starfa með Modelsamtök-
unum, þar sem starfsemi þeirra fer
því nær öll fram á höfuðborgar-
svæðtnu.
Á BÁGT MEÐ AÐ ÞEGJA.
Kaeri Póstur!
Ég þakka þér allt gamalt og gott
í Vikunni. Ég vona, að þetta bréf
iendi ekki í ruslakörfunni frægu.
Ég á við mjög mikið vandamál að
stríða. Ég get nefnilega ekki þagað
í tímum í skólanum.
Hvað heldur þú, að ég sé gömul?
Hvað lestu úr skriftinni?
Þakka þér fyrirfram svarið.
Halla.
Ja, nú er úr vöndu að ráða. Þú
gætir reynt að fylgjast svolítið betur
með t kennslustundunum, lesa
undir ttmana og reyna að fá áhuga
á starfinu í skólanum. Ef það reyn-
ist ekki vœnlegt til árangurs, skaltu
fara fram á það við kennarana
þtna, að þú fáir að sitja ein við
borð uppi við töflu og snúa baki
í bekkjarsystkini þín. Þú ert á mtð-
skólaaldri, og úr skriftinni les ég
óstöðuglyndi og eirðarleysi.
ER 7,5 NÓGU HÁTT?
Komdu nú sxll og blessaður,
og hvernig líður þér herra Póstur?
Mér líður vel, og þér vonandi
líka. Ég kaupi Vikuna í lausasölu,
og mér finnst hún alveg stórkost-
leg, sérstaklega Pósturinn.
Ég ætla að biðja þig að svara
nokkrum spurningum. Þú þarft
ekki að gera það, nema þú viljir.
1. Hvað þarf maður að vera gam-
all til að fá linsur?
2. Getur sjónin versnað af reyk-
ingum?
3. Hvað er hægt að gera við
neglur, sem klofna mikið?
4. Telur þú gott að fá minnst
7.5 í einkunn upp úr barnaskóla?
5. Hvaða félag telur þú vera best
í fimleikum?
Og svo þetta. Hvcrnig fara saman
tvíburastelpa og meyjarstrákur? En
tveir tvíburar? „, .
Hin i astarhug.
P.S. Ég bið að heilsa öllum, sem
vinna að Vikunni.
Póstinum líður takkbærtlega
miðað við veðráttuna, en hann vill
leiðréttaþann misski/ning, að hann
eigi allan heiðurinn af Vikunni.
Hann dreifist á marga aðila, ■ en
kveðjum þínum og þakklæti er hér
með komið tilskila.
Og þá er að svara spurningum
þínum. Þú skalt rœða um linsurn-
ar við augnlækni, og í leiðinni
geturðu spurt hann, hvort reykingar
hafi einhver áhrif á sjónina. Eg hej
aldrei heyrt þess getið, að svo sé, en
þori ekkerl að fullyrða um málið.
Ef neglurnar á þér klofna, skaltu
taka inn kalktöflur. Hafðu gjarna
samráð við heimilislækninn um
það. Pósturinn telur það bara
allgott, ef engin einkunn er lægri
en 7.5 á vorprófi í 12 ára bekk.
Annars eru námshæfileikar fólks svo
misjafr/ir, að það er ákaflega afstætt
að tala um gððar og slæmar eink-
unnir. Eg tek ekki afstöðu til þess,
hvert sé besta fimleikafélagið. Slíkt
væri h/utdrægni, sem Pósturinn vill
ekki gera sig sekan um. Tvíburi og
meyja eiga ekki sem best saman,
en tveir tvíburar sæmilega.
Hrönn Ægisdóttir, Bugðu/æk 10,
Reykjavík, vill skrifast á við krakka
á aldrinum 13—17 ára, helst
búsetta utan höfuðborgarsvæðisins.
Berglind Ósk Agnarsdóttir, Hlíð-
argötu 26, Fáskrúðsfirði, vill skrifast
á við stelpur og stráka á aldrinum
10—12 ára.
Gabnella Elisabeth Þorbergsdóttir,
Bröttuhlíð 10, Seyðisfirði, Gréta
Garðarsdóttir, Bröttuhlíð 8, Seyð-
isfirði, Ragnheiður Jónsdóttir,
Hafnargötu 32 B, Seyðisfirði og
Emelía og Ingunn Ástvaldsdætur,
Túngötu 8, Seyðisfirði vilja skrifast
á við stráka og stelpur á aldrinum
14—lóára.
Kolbrún Gunnarsdóttir, Só/ey Hall-
dórsdóttir, Ragnheiður Árnadóttir,
Margrét A. Kristjánsdóttir og
Sigríður Skúladóttir, Héraðsskólan-
um Núpi, Dýrafirði vilja eignast
pennavini á aldrinum 15—16 ára.
GEFJUN AKUREYRI
dralorf
BAYER
Úrva/s trefjaefni
Til
hamingju
meö
ferminguna
og til hamingju á ferðum þínum í
framtíðinni, meö góðan svefnpoka, sem
veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viörar
Til hamingju með svefnpoka
frá Gefjun
4/ >L*
/K nr nr nr r
16. TBL. VIKAN 13