Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 40
POKURINN VEGINN NIEÐ KROSSMARKI. Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi síðastliðiö haust. Mér fannst ég vera staddur í kjallaraíbúö, sem gengið er inn í af gangstéttinni, og gengið niður tvær til þrjár tröppur I forstofuna. Inn af forstofunni er svefn- herþergi, og þar var hjónarúm með hvítum rúmfötum. Mér fannst allt í einu vera staddar hjá mér í herberginu þrjár stúlkur og vildu þær láta vel að mér, en mér stóð stuggur af þeim, bandaöi þeim frá mér og tókst að losna við þær þannig. Síðan háttaöi ég og lagðist í rúmið. Þá fannst mér eitthvað loðið koma við lærið á mér. Ég fálmaði eftir því og kom þá í Ijós nýlega gotinn kettlingur, Ijótur. Ég fleygði honum frá mér, og ætlaði síðan aftur að fara að sofa, en fór þá sömu leið. I þriðja skiptiö ætlaði ég aö f er að sofa, en þá endurtók þetta sig enn einu sinni, svo ég svipti af mér sænginni. Sá ég þá, að allt rúmið var undirlagt af kattarhreiðrum. Ég stökk á fætur og var allt í einu alklæddur og í gúmmístígvélum. Ég fór í forstofuna, og var þá svo mikið vatn í henni, aö ég óð upp fyrir stígvélin. Ég klæddi mig úr vinstra stígvélinu og hellti úr því í forstofunni. Úr stígvélinu kom fyrst vatn, síðan þrjár steinvölur, þá þrír tíukrónupeningar, og síðast skólabækur ásamt hvítri sálmabók. Þá var barið að dyrum og útidyrahurðin opnuð, og úti fyrir stóð mikilúðlegur maður, sem mér stóð stuggur af, og bað hann mig að tala einslega við sig. Einhvern veginn fannst mér ég ekki geta komist hjá því og játti honum. Gekk ég síðan með honum, en hann var alltaf lítið eitt á eftir mér. Þegar við höfðum gengið þannig nokkra stund, komum við á bersvæöi, þar sem ég kannaðist ekkert við mig. Þar voru einstaka tré á stangli. Mér varð þá litið aftur fyrir mig til að gá að fylgdarmanni mínum, og sá ég þá, að hann sat á herðum annars manns og hélt heljarmiklu bjargi yfir höföi mér. Með honum var hópur manna, sem mynduðu hálfhring um mig. (Þetta gerðist allt með leifturhraða eftir að ég leit viö.). Um leið og ég leit við sagði maðurinn: Þannig ætla ég að ganga frá þér. Hann lét bjargið detta ofan á mig, en ég tók við því með hægri hendinni og bægði því þannig frá. Þá varð maðurinn ægilegur ásýndum, og mér flaug strax í hug, að þetta væri skrattinn sjálfur, svo ég setti krossmark á hann. Við það afskræmdist hann og datt dauður niður. Þá ætluðu hinir að ráðast á mig, en ég setti krossmark á þá alla, og þeir féllu allir eins og ég hefði skotið þá. Varð ég nú rólegur, stakk höndunum ( vasa og gekk heim. Ég vona, að þetta verði birt sem allra fyrst og ráöið. Með fyrirfram þökk, D.D. Stúlkurnar þrjár eru fyrir hættu, kettling- arnir fyrir slæmum féiagsskap. Hvoru tveggja tekst þér að iosna úr, og einhvern veginn finnst draumráðanda, að þessi draumtákn séu þegar komin fram, jafnvel þig hafi dreymt þau, eftir að atburðirnir, sem þau tákna, gerðust. Gangan með mikiiúðiega manninum er hörð barátta, sem þú verður aö heyja, við sjá/fan þig, umhverfið og þína nánustu. Draumráðanda virðist sem þú munir standa með pálmann i höndunum, þegar ö/i kuri koma tii grafar, en ekki hefur þetta veri léttbær timi, sem fór i hönd hjá þér, þegar þig dreymdi drauminn. Nú er hins vegar farið að síga á seinni hluta hans, og þér ætti að vera óhætt að iíta ögn bjartari augum tii framt/ðarinnar. Draumráðandi vonar, að þú sért ekki búinn að bíða óskaplega iengi eftir svari, en minnsti biðtími, sem bréfritarar geta reiknað með, er fjórar vikur. Það stafar af hinum ianga vinns/utíma b/aðsins og er ekkert hægt við því að gera. viltu þá gera svo vel að lesa úr þessu hrafnasparki mfnu? Kveðja, Skvetta. Draumurinn bendir tii þess, að vissara sé fyrir þig að gæta vel að heiisufari þínu næstu vikur. Þú færð iíkiega einhverja umgangspest, og ef þú ferð ekki varlega fyrst á eftir, er hætt við, aö þér sláið niður sem kaiiað er. Draumráðandi ies ekki úr skrift, en þú skalt framvegis skrifa Spánn og önnur /andaheiti með upphafsstaf. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu. í draumnum fannst mér ég vera úti á Spáni. Það var steikjandi hiti, svo að ég fór ( sjóinn. Mér fannst hann verða allur ein froða, þegar ég var komin út í. Og allt ( einu varð hann svo heitur, að ég þoldi ekki við og drattaðist því upp úr. Vinkona mín var þarna samtímis mér. Mér fannst ég fara til hennar og segja: Þetta er nú bara alveg eins og í heitu pottunum ( Reykjavík. Þá brosti hún. Um kvöldið fannst mér við ætla f diskótek, en þá átti ég ekkert til að fara (. Ég bað vinkonu mína aö lána mér föt. Ég vaknaöi við það, að ég var aö leita að blússu í fataskápnum hennar, en hún átti ósköpin öll af fatnaöi. Les draumráðandi úr skrift? Ef svo er. SUNDKENNSLA. Kæri draumráðandi! Ég ætla að senda þér draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu, í þeirri veiku von, að þú sjáir þér fært að ráða hann og birta hann í ' þínum vinsæla þætti. Mig dreymdi, að ég væri í sundtíma í skólanum, og var ég að stinga mér, en þegar ég var komin niður í vatnið, gat ég ekkert synt, heldur sökk ég bara í bólakaf. Mér fannst eins og sundkennarinn bjarg- aði mér og bæri mig inn í sundlaugarbygg- inguna, en þegar ég vaknaði til meðvitund- ar, var ég bara alveg máttlaus. Ég fór samt ekkert til læknis, þegar ég kom heim. Svo vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráöninguna. ??? Lík/ega stendur þér einhver stuggur af sundkennslunni, ert vatnshrædd og óörugg i sundt/mum. i þessum draumi hefur undirmeðvitundþin iíkiega verið að verki tii þess þú eigir auðveldara með að sigrast á þessum ótta. MIE ÍDREYMÐI 40 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.