Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 32
hún var gædd vissri siðfágun og viljastyrk. En er hún kastaði til höfðinu eins og börn gera, þegar þau er ákveðin í þvi að sýna að þau séu hvorki hrædd né vansxl, virtist hún vera dálítið hofmóðug. Marianne hafði lítið tekið eftir eiginmanni hennar, nema hvað hann var snotur, ungur maður í einkennisbúningi húsara. Kennarinn monsieur Fercoc, sem hafði rabbað við hana um stund, minntist svona undir rós á samband Talleyrands og hertogaynjunnar af Courlande, móður Dorothée. Hann hafði bent henni á hina Ijóshærðu hertogaynju þar sem hún sat ásamt þrem öðrum konum, er voru komn- ar af Iéttasta skeiði, en skorti þó ekki dramblætið, sem minnti dálít- ið á hirðina að Versölum. Allar þrjár höfðu þær verið hjákonur Talleyrands og höfðu enn mikið dálæti á honum. Trygglyndi þeirra gagnvart þeim manni átti sér engin takmörk. „Orlaganornirnar þrjár,” hafði Marianne hugsað af ómeðvitaðri grimmd sautján ára stúlku, sem gcrði sér ekki grein fyrir því, að þær voru að reyna að halda dauða- haldi í dvínandi fegurð sína. En það var of margt fólk í herberginu til þess að hún gæti virt þær nánar fyrir sér. Fyrir innan dyrnar var Talleyr- and enn að reyna að blíðka stúlk- una. ,,Ég er alveg undrandi á þér Dorothée. Ég hélt ekki að þú leptir upp hverja þá slúðursögu, sem gengur manna á milli í París. I augum þessara kjaftakerlinga þýðir vinátta milli manns og konu aðeins eitt. ” ,,Hvers vegna ertu að skrökva að mér?” sagði unga stúlkan bál- reið. ,,Þú veist mæta vel, að þetta er ekki slúðursaga, heldur heilagur sannleikur. Víst er ýmislegt skrafað, en þetta veit ég. Ég skammast mín niður fyrir tær, þegar ég sé þessar kjaftaskjóður stinga saman nefjum og horfa'svo fyrst á mig, en síðan á móður mína. Og þetta ætla ég ekki að líða. Ég er af Courlande- ættinni.” Síðustu orðin nálguðust öskur. Marianne stóð grafkyrr í dimmum ganginum og hún heyrði furstann ræskja sig, en þegar hann tók til máls tók hún eftir því að rödd hans var ísköld. ,,Ef þú ert svona mikið gefin fyrir kjaftasögur, barnið mitt, þá ættirðu að leggja þig eftir gömlum orðsveimi, er varðar forvera þinn, Jcna Biren, sem var gerður af hertoga að Courlande með einu pennastriki sarsins. Er það rétt, að hann hafi verið hestasveinn? Ef marka má talsmáta þinn hér í FERMINGAR- Á FATNAÐUR Stúlkur og Piltar Dragtir 5 litir Kassabuxur Skyrtur Kúrekastígvél mikið Slaufur Blússur úrval Skór Bolir Flauelsföt 5 litir Terelynbuxur Kápur Stakir jakkar Tískuverslun fólks á öllum aldri. 32 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.