Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU KANARÍEYINGUR Á ÍSLANDI Maria Theresa er fædd og uppalin á Kanaríeyjum, paradís skammdegisþreyttra norðurlandabúa, og hún var orðin hálffullorðin manneskja, þegar hún sá snjó fyrst. En á meðan íslendingar streyma suður til föðurlands Mariu Theresu, öslar hún snjóinn og leðjuna hér uppi á Fróni, þar sem hún heldur heimili fyrir eiginmanninn, Pál Heiðar útvarpsmann, og börn þeirra þrjú, milli þess sem hún vinnur hjúkrunarstörf á Landakoti. í næstu Viku birtist viðtal við Mariu Theresu. TIKKANDI KÖNGULÓIN Dodie var hrædd við köngulær, eins og svo margar litlar stúlkur. Hún var líka hrædd við móður sína. Og í afkimum hugans, þar sem hugmyndaflugið og raunveruleikinn blönduðust í eitt, magnaðist og margfaldaðist skelfingin við ófreskjuna dularfullu.... Þetta er aðeins örlítill forsmekkur að sögu eftir Diana Copper, sem birtist í tveimur næstu blöðum. Sagan er sérstæð og spennandi og nefnist því dularfulla nafni „Tikkandi köngulóin”. FEDDI FER AÐ MÁLA Vikan ætlar að gera tilraun til að lýsa að einhverju leyti helstu aðferðum við þau verk, sem margir húsbyggj- endur vinna gjarnan sjálfir til að létta á kostnaði við húsbyggingu sína. Aðalpersónan er Feddi fúskari, sem er að basla við byggingu, en nýtur þar vináttu Þorra þrautgóða, sem gefur alltaf holl og góð ráð, en Feddi bregst á ýmsan hátt við. í næsta blaði er dálítil lýsing á málningastússi Fedda fúskara, en ráðlegging- um Þorra geta allir treyst, því hann er fagmaður. Með bréf upp á það. FALLEGUR OG EINFALDUR SÓFI Sófi meðfram heilum vegg getur farið ljómandi vel hvar sem er, og í næstu Viku birtist mynd og vinnulýsing af einum slíkum. Hann er eins einfaldur og ódýr og hugsast getur, búinn til úr kassa smíðuðum úr spónaplötum, og ekki veitir nú af að nýta allar mögulegar hugmyndir að ódýrum hlutum nú á þessum síðustu og verstu tímum. Þetta er tilvalið húsgagn fyrir ungt fólk, sem er að byrja að búa. MUNUR MANNA OG DÝRA Allir þekkja þá sögu, að vagga mannkynsins hafi verið í aldingarðinum Eden, þar sem fyrsta konan var sköpuð úr rifi fyrsta karlmannsins. En líffræðilega séð er maðurinn ennþá sama hópdýrið og lifði á söfnun og veiðum fyrir milliónum ára. Líffræðilega er heldur enginn munur á hugsanaferli manna og dýra. Þó er mikill munur á manninum og dýrunum. Um þetta er lítils háttar fjallað í grein í næsta blaði. VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti ölafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Otlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí.ágúst. 16. tbl. 38. árg. 15. apríl 1976 Verð kr. 250. VIÐTÖL: 2 Islenskir myndlistarmenn: Ramminn um Veturliða. 18 Sjö svara spurningunni: Erókarl- mannlegtaðgráta? 24 Af heilum hug. Viðtal við Ingi- björgu Haraldsdóttur, sem bú- sett hefur verið á Kúbu undan- farinár. 34 Babbl: Platan er eins og ég er I dag. Einar Vilberg hressilega vaknaðurafdvalanum. SÖGUR: 16 Dibs. Ellefti hluti framhaldssögu eftir Virginia M. Axline. Sögulok 20 Glæsileg bráð. Sakamálasaga eftirRichard Laymon. 28 Marianne. 21. hluti framhalds- sögu eftirJulietteBenzoni. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 27 Tæknifyriralla. 30 Stjörnuspá. 34 BabblíumsjáSmáraValgeirsson- 36 Lestrarhesturinní umsjá Herdísar Egilsdóttur. Pönnukakan 2. hluti 38 Á fleygiferð í umsjá Árna Bjarna- sonar. FordGranada. 39 Meðal annarra orða: Frekjan við stýrið. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar I umsjá DrafnarFarestveit. ÝMISLEGT:__________________ 6 íslandsmeistarar .1 11. sinn á 20 árum. 14 Rauðhetta og úlfynjan I Kópa- vogi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.