Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 18
SJO 5IMR/I SPURNINGUNNI Svo er margt sinnið sem skinnið, segir máltækið, og satt að segja áttum við von á mörgum ólíkum svörum, þegar við bárum spurninguna: Er HENNÝ HERMANNS DANSKENNARI: Því skyldi karlmaður ekki gráta eins og kona! Mér finnst kynið ekki skipta máli í þessu sam- bandi, enda er fyrsta hljóð, sem við gefum frá okkur á lífsleiðinni, grátur. Mér finnst sem sagt mannlegt að gráta, en auðvitað finnst mér ekki viðeigandi, að fólk gráti í tíma og ótíma. ókarlmannlegt að gráta? upp við sjö manns, þrjá karla og fjórar konur, en raunin varð önnur. Svipuð eða sama hugsun kom fram í flestum svörunum. SIGRÍÐUR RAGNA SIGURÐARDÓTTIR KENNARI: Nei, ekki finnst mér ókarlmannlegt að gráta. Hins vegar grunar mig, að mörgum karlmönnum finnist það ekki karlmennsku sinni samboðið að láta tilfinningar sínar í Ijós með gráti. Ég tel, að kvenfólk líti á það sem dyggð, að karlmenn hafi tilfinningar og geti grátið. þótt orðuð væri með ýmsu móti, svo að svörin urðu hin margbreytilegustu, þrátt fyrir nokkuð samdóma álit. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON SÖNG- STJÓRI: Það er undir tilefninu komið. Sumir gráta af óhemjuskap við minnsta tilefni. Ekki er alltaf viðeigandi að sýna tilfinningar sínar. Hugur einn veit, hvað býr hjarta nær, en mér finnst ekkert ókarlmannlegt við hljóð tár, sem spretta fram úr djúpi sannra tilfinninga, hvort sem því veldur gleði eða hryggð. Sá sem aldrei hefur grátið, hlýtur að mínum dómi annað hvort að vera tilfinningalega sljór, eða fremur fátækur af andlegri reynslu. 18 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.