Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 35
— Þá geri ég aðra plötu fyrir jól, það er á hreinu. Arinars er þetta alveg mitt mál, því að viö sömdum bara um þessa einu plötu í byrjun. Síðan verður að semja aftur um næstu plötu, ef áfram- hald verður á samvinnu hjá okkur Steinari. Ég kann betur við svona samninga heldur en bindandi samninga um einhvern ákveðinn fjölda af plötum á ákveðnum tíma, það eru að mínu áliti streitusamn- ingar. Miklu betra að geta bara komið, þegar maöur er tilbúinn meðefnið. — Hvernig er svo samið í dag? — Ég held, að þessir samningar hjá plötuútgefendum hér séu allir mjög svipaöir. Þetta lætur nærri að vera á milli 10—20%, sem kemur ( minn hlut, þegar á heild- ina er litið. Mér finnst það ekki ósanngjarnt, því útgefandinn legg- urfram alltfjármagnogtekur einnig alla áhættu. En auðvitað ættu menn að gefa út sjálfir, þaö væri í rauninni eina rétta leiðin. — Hefurðu hugleitt þaö, hvað sjálfan þig snertir? — Nei, ég hef hvorki getu né vilja til að standa (svoleiöis hlutum. Ég vil bara vinna við aö semja músík og flytja hana, ekki standa ( papptrsvinnu og hlaupum. Þaö fer að mínu áliti ekki saman. — Svo við snúum okkur aö öðru. Ég heyrði, að þú hefðir einhvern tíma sótt um inngöngu í tónlistarskólann, hvað kom út úr því? — Ekkert, mér var blátt áfram og einfaldlega hafnað. — Á hvaða forsendum? — Ja, eiginlega engum for- sendum. Þeir sögðu bara, að þetta borgaði sig ekki fyrir mig, ég skildi barafara í einkatíma. Bara rugl. En ég er ekki sá eini, sem oröið hefur fyrir þessu. Ég held, aö Bjögga Gísla (Paradís) hafi líka verið hafnað, þegar hann sótti um. Annars er ég bara feginn að hafa sloppið við skólann. Ástæðan er sú, að menn eru almennt mjög óhressir yfir ýmsu fyrirkomulagi varðandi kennslu í skólanum. Þetta er allt mjög staðlað, bara prógramm, sem menn eru settir inn í, og þú mátt ekkert gera nema eftir námsskrá. — Lítiðstílaðuppá persónulega sköpunargáfu? — Já, þetta er eins og að læra að lesa Litlu gulu hænuna. — Hvað liggur nú fyrir hjá þér? — Ég vinn núna að því að fylgja plötunni eftir. Er að æfa nokkur lög af henni með hljómsveitinni Mexicó og kem svo eitthvað fram á dansleikjum hjá þeim á næstunni. Nú, og svo er verið að spekúlera í sjónvarpsþætti líka, að vísu ekki endanlega búið að ganga frá hlutunum, en er af verður, þá verður þar eingöngu flutt efni af plötunni. — Hver af hjálparkokkunum finnst þér koma best út á plötunni? — Mér finnst allir þessir strákar standa sig vel og ekki ástæða til að nefna einn frekar öðrum. Að vísu er Þórður Árnason í leiðtogahlut- verki á plötunni sem gítarleikari, og þess vegna ber mest á honum. Geiri á trommunum finnst mér hafa staðið sig mjög vel. Og sömu sögu er að segja um alla hljóm- borðsleikarana, Magga Kjartans, Kobba Magg og Lalla í Eik. Pálmi er alveg fantagóður bassaleikari. Þetta er allt gott lið, sem aðstoðaði mig við plötuna, það er ekki annaö hægt að segja. — Hvað finnst þér um útgáfu- fyrirtækið Steina h.f? — Það er langhressasta útgáfu- fyrirtækið hérlendis um þessar mundir, á því er enginn vafi. — Var þér boðinn samningur, eða komstu þér sjálfur á fram- færi? — Þetta vildi þannig til, að Sigurjón „Kútur" Sighvatsson, einn af eigendum Hljóðrita h.f. í Hafnarfirði kom til mín og bað mig um spólu með lögum eftir mig. Hann kom svo þessu á framfæri við Steinar Berg. Þá var ég eiginlega búinn að draga mig í hlé, samdi náttúrulega alltaf, en var ekkert í bransanum. — Hvaða augum Iftur þú á bransann í dag? — Þetta virðist nú aðeins vera að glæðast aftur og miklu meira að gerast en til dæmis fyrir ári, mikið fjör í plötuútgáfu. Að mínu áliti er þetta einn af þessum kippum, sem alltaf koma, en svo eru dauðir tímar inn á milli. — Álíturðu, að það sé jákvæð þróun hjá okkur í bransanum núna? — Já, þetta er allt frekar upp á við. Klúbbastarfsemi alls konar er í miklum uppgangi. Þetta helst að mínu áliti í hendur. Ef góð músík er send á markaðinn, þá er allt jákvætt, og fólkið fær áhuga. — Hvaða plata var að þínu áliti best þeirra, sem komu út á síðasta ári? — Mér dettur helst í hug að nefna Spilverkið og plötuna hans Gunna Þórðar. Það voru að mínu viti hvort tveggja plötur, sem sköruðu framúr. Einhvern veginn hef ég aldrei getað fellt mig við íslenska texta við popptónlist, finnst það einhvern veginn ekki vera neitt popp, nema textarnir séu enskir. — Hver er draumurinn í dag? — Komast út, losna af skerinu. — Eitthvað búið að undirbúa? — Nei, ekki beint. Auðveldasta leiðin er einfaldlega að senda þetta í stóru fyrirtækin og sjá svo til, hvað þeir segja. Það er eitthvað veriö að pæla í CBS í Hollandi, en þar lætur Steinar pressa sínar plötur. — Erþað Amerika eða England, sem þig dreymir um? — Ég hef einhvern veginn aldrei verið hrifin af Englandi og þar- lensku poppi. Ég held, að mín músik sé miklu nær því að vera amerísk en ensk. — En Norðurlöndin? — Það er auðvitað opinn mögu- leiki. En plötusalan þar er enginn ofsi og upplögin ekki svo miklu stærri en hér heima. Það má kannski segja, að maður væri nær markinu, ef hægt væri að komast inn á markað þar. — Þú mundir sem sagt ekki slá hendinni á móti neinu ( því sambandi? — Nei, alls ekki. Svo má líka geta þess að það er mikill plús að vera íslendingur. Þetta er lítið þekkt land og vekur forvitni hjá fólki erlendis, þó ekki sé nema nafnið eitt, og það hefur mikið að segja. Ég er viss um, að þetta hefur mikið að segja í sambandi við auglýsingar og þess háttar. — Útsettir þú sjálfur lögin á plötunni? — Þetta er auðvitað mikið til hrein og bein hópvinna mín og þeirra, sem spiluðu undir á plöt- unni. Annars var ég í flestum tilvikum með ákveðna grunnhug- mynd um hvert lag, en oft breyttist þetta mikið í meðförum. Ég held, að þetta verði að skrifast á okkur alla sameinginlega. — En ef þú fengir nú samning erlendis og um leið vissan mann, sem ætti að útsetja og þú fengir litlu eða engu að ráða? — Ég veit það ekki, það færi auðvitað algerlega aftir því, hvern- ig náungi þettaværi. Enmaðuryrði sennilega að sætta sig við slíkt. — Efþúferðútíplötu fyrirjólin, yrði hún þá tekin upp hér heima? — Já, þaðhugsa ég. Mérfinnst allt benda til þess, ef þeir eru að fá hingað24ra rása græjur í Firðinum, sem mér skilst að verði seinnipart sumars. Að vísu verða þeir að nota 16 rása borðið eitthvað áfram, en þóerþaðstækkun um helming. En þegar þetta 24ra rása stúdíó verður orðið að raunveruleika, þá fer mann að langa til að búa þarna suður frá. — Að lokum Einar, hvað viltu segja sjálfur um plötuna þína „Starlight"? — Ég vil bara segja þetta: Platan er eins og ég er í dag.s.valg. 16. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.