Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 25
— I skólamálum varð einnig gerbylting
fyrir nokkrum árum, þegar farið var að setja á
stofn nýja tegund af heimavistarskólum fyrir
unglinga á aldrinum tólf til sautján ára. Krakk-
arnir dveljast í þessum skólum alla vikuna,
en fara heim til sín um helgar. Þetta eru glæsi-
legar byggingar, sem hafa þotið upp eins og
gorkúlur úti um allt land og setja orðið
ákveðinn svip á landslagið. Fyrirhugað er, að
I framtíðinni muni allir kúbanskir unglingar
sækja heimavistarskólana og þeir verði eina
skólaformið á þessu skólastigi. Þessir nýju
skólar eru vinnustaðir um leið, þannig að
krakkarnir eru hálfan daginn við nám og hálfan
daginn við störf, til dæmis landbúnaðar-
vinnu. Til sveita eru þessir skólar hluti land-
búnaðaráætlana og eiga að skila ákveðinni
framleiðslu, til dæmis ávöxtum eða grænmeti,
og í framtíðinni eiga þeir að geta borið sig
sjálfir fjárhagslega. Auk þess hafa þeir mikið
uppeldisgildi, því að kúbanir lifa að miklu
leyti á landbúnaði — matvælaframleiðslu —
og það er því ákaflega mikilvægt, að fólk
alist upp við slík störf, svo það þekki og
kunni þau verk, sem eru undirstaða þjóðar-
búskapsins. Byltingin ímyndar sér mann
framtíðarinnar, nýja manninn, eins og hann er
kallaður, vel menntaðan, án þess að vera þessi
gamaldags menntamannatýpa, sem ekkert veit
um alþýðuna og hennar líf og telur sig langt
yfir hana hafinn. Þess í stað á nýi maðurinn
að fá alhliða menntun, bæði starfsmenntun og
bókmenntun.
— Hefur orðið mikil breyting á lífskjörum
á þeim árum, sem þú hefur dvalist á Kúbu?
— Já, gífurleg. Það hefur orðið svo mikið
segja, hvað þeim býr ibrjósti.
stökk fram á við síðan 1970. Ég held það stafi
fyrst og fremst af því, að fyrstu árin eftir bylt-
ingu var farið að veita fjármagni í ótal margt
nýtt, sem ekki fór að bera sig fyrr en eftir
svo og svo mörg ár. Margar áætlanir voru
einmitt miðaðar við 1970, og upp úr því fór
kúbanska þjóðin að sjá verulegan árangur
erfiðis síns.
— Finnst þér almenningur taka virkan þátt í
þessu starfi?
— Alveg af lífi og sál. Að vísu er alltaf eitt-
hvað af fólki, sérstaklega gömlu fólki, sem
skilur þetta ekki og er með nöldur, en yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur þátt í
uppbyggingunni af heilum hug, og það er
óskaplega gaman að vera þarna og eiga svo-
lítinn hlut að máli. Eldmóðurinn er svo mikill
í fólki og áhugi á öllum sköpuðum hlutum.
— En hvernig eru viðhorfin til menningar-
mála? Fylgjast kúbanir með menningarlífi
erlendis?
— Ja, þeir gera það þó nokkuð. Annars
er aðalatriðið hjá þeim núna að uppgötva
sína eigin menningu, þvi að kúbanir eru nátt-
úrlega þjóð, sem var eiginlega rúin menn-
ingu sinni allar götur þangað til hún gerði
byltingu og varpaði af sér okinu. Síðan hafa
kúbanir verið eins og í leit að sjálfum sér
menningarlega, í leit að uppruna sínum og að
reyna að finna, hvað þeim finnst í raun og veru
gott, því að þótt eitthvað sé nýkomið frá
Róm, París eða London er ekki víst, að það eigi
endilega við á Kúbu. Þess vegna hafa kúbanir
lagt einna mest upp úr því að hafa sem best og
nánast menningarlegt samband við rómönsku
Ameríku og ekki einungis hana, heldur einnig
enskumælandi þjóðirnar í kringum sig, til
dæmis á Jamaica og hinum eylöndunum í
karabíska hafinu.
— Eru kúbanir ekki óskaplega blönduð þjóð
að uppruna?
— Jú, þeir eru það, og að litarhætti
er þjóðin á öllum skalanum, alveg frá náfölu
fólki og upp í kolsvart fólk.
— Eru einhverjir kynþáttafordómar ríkjandi?
— Fyrir byltingu var algengt, að banda-
ríkjamenn ættu klúbba, gistihús og baðstrend-
ur, sem þeir meinuðu svertingjum aðgang að.
Auðvitað smitaði þetta út frá sér, og viss
hluti fyrrverandi millistéttar, sem var undir
mjög sterkum áhrifum frá bandaríkjamönnum,
hefur í sér einhverja kynþáttafordóma. En það
er afskaplega lítið áberandi, og búið er að
útrýma fordómum eins og hægt er af stjórnar-
innar hálfu.
— En er jafnrétti milli kynja?
— Þar er háð hörð barátta. Kúbanir byggja
að miklu leyti á spönskum hefðum, sem eru
heldur óhagstæðar til að koma á jafnrétti
kynjanna. Þessar spænskættuðu hefðir hafa til
dæmis í för með sér „hanahyggju" eins og
einhver ágætur maður þýddi machismo á
íslensku, en í því felst alger karladýrkun;
karlinn er miðdepill alls, um hann snýst allt,
hann er konungur á heimilinu, og konan og
börnin verða að snúast í kringum hann eins og
þrælar. í raun er þetta bara form af þræla-
haldi. Þennan hugsunarhátt er óskaplega erfitt
að kveða niður, því að hann hefur gegnsýrt
fólk, svo að margar konur eru ekkert betri en
karlar að þessu leyti. En frá því byltingin
sigraði hefur farið fram markviss barátta fyrir
jafnrétti kynjanna, og árangurinn er býsna
góður á þessum stutta tíma. 8. mars 1975
gekk t.d. í gildi fjölskyldulöggjöf, þar sem
ákvæði eru um fullt jafnrétti, bæði á heimilum
og utan þeirra. Þessi löggjöf er sú fyrsta
sinnar tegundar í heiminum.
— Finnst þér mikið um sovésk áhrif á Kúbu?
— Ég held það séu svo til engin sovésk
menningaráhrif á Kúbu. Þetta eru of gerólíkar
menningarheildir til að um slík áhrif verði að
ræða. Hitt er svo annað, að sovétmenn hafa
veitt kúbönum mikla aðstoð við uppbygging-
una á eynni, og á Kúbu er mikið af sovéskum
tæknimönnum og alls konar sérfræðingum,
sem vinna við uppbygginguna.
— Geturðu lýst því fyrir mér, hvernig vinnu-
staðir eru skipulagðir almennt? Eða er það
kannski mjög misjafnt?
— Það er ekkert misjafnt að því leyti, að
algerlega er búið að útrýma einkaframtakinu
og ríkið sér um allan rekstur. Um skipulag
einstakra vinnustaða get ég tekið dæmi af
leikhúsinu, þar sem ég hef starfað, en því er
stjórnað á svipaðan hátt og öðrum vinnu-
stöðum. Öll leikhús í landinu heyra' undir
svokallað menningarráð, sem er yfirstjórn
þeirra. Síðan hefur hver leikhópur eða leikhús
sína stjórn og starfsmannafélag, sem ræður
ansi miklu um starfsemina. Starfsmannafélag-
ið er aðeins eitt í hverju leikhúsi, og í því eru
allir starfsmenn leikhússins, hvort sem um er
að ræða leikstjóra, ræstingafólk, saumakonu
eða Ijósamann. Starfsmannafélög allra leik-
húsa á Kúbu mynda svo eitt stéttarfélag
ásamt starfsfólki útvarps, sjónvarps og kvik-
myndafólks.
16. TBL. VIKAN 25