Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 20
— Af hverju ferðu ekki hrað- brautina? Hvað ertu að gera hérna úti á eyðimörkinni? — Jaa, sagði hún og hló svolítið óstyrkum hlátri. — Það sem ég ætla mér er kannski ekki alveg rétt — ja, ekki alveg löglegt. — Ekki það? — Ég ætla að stela nokkrum kaktusplöntum á verndaða svxðinu. — Ha? Hann hló. — Það er snið- ugt. Ertu þá að leita þér að kakt- usum? — Já, einmitt. — Ég vona, að þú farir ekki að aka mjög hratt fyrir það. Konan hló svolítið. — Það eru viðurlög við þessu. -— Já, auðvitað! — Meira að segja ströng viður- lög. — Ég er tilbúinn til að hjálpa þér, ef þú vilt. — Ég er ekki með nema eina skóflu með mér. — Já, ég sá hana aftur í, þegar ég setti pokann þar. Hann leit hlsejandi á hana, og honum fannst einkennilegt, að þessi kona skyldi vera á leiðinni að stela kaktus- plöntum úti í eyðimörkinni. — Ég hef svo sem séð sitt af hverju um dagana, en aldrei kaktusþjóf. Hann hló og fannst hann fyndinn. Hún hló ekki með honum. — Nú sérðu að minnsta kosti einn, sagði hún. Þau sátu þögul nokkra stund. Hann gat ekki hætt að hugsa um kaktusþjófnaðinn og skellti við og við upp úr. Hann furðaði sig á því, hvernig nokkur manneskja Hann sá strax, aö hún var ekki venjuleg bráð. Og hann réði það ekki af útliti hennar einu saman. Venjuleg kona hefði aldrei þorað að taka karlmann upp í bíl sinn úti á miðri eyðimörk. Loksins! Nú var komið að því, hann vissi það. Hann fann það á sér. þar sem hann gekk afturábak meðfram vegkantinum og veifaði bílnum. Sólarglampinn á bílrúð- unni blindaði hann. svo hannt.sá ekki ökumanninn fyrr en á síðustu stundu. Kona. Já. greinilega. Hún mvndi áreiðanlega ekki nema staðar. En svo sá hann hemlaljósin, og bílnum var ekið aftur á bak í áttina til hans. Konan, sem ók, opnaði dyrnar. — Má bjóða þér far? — Já, gjatnan. Hann stökk inn í bílinn og kastaði bakpokanum sínum I aftursætið. Þegar hann skellti bílhurðinni aftut, fann hann svalt loftið í loftkældum bílnum streyma á móti sér, og honum féll það vel. — Drottinn minn, hvað ég er feginn að þú skyldir stansa, sagði hann. — Þú bjargaðir lífi mínu. — Hvernig í ósköpunum gastu lent hérna úti á þessari evðimörk? spurði hún um leið og hún ók af stað. — Það er nú saga að segja því. — Segðu mér. Hann kunni vel við Iéttan tón- inn í rödd hennar og þótti gaman að heyra óróleikann, sem fólst bak við glaðværðina. — Ég hitti strák, sem tók mig upp I. Hinum megin við Blithe. Og einmitt, þegar við ókum yfir þessa.. þessa eyðimörk, eins og þú kallar það, stöðvaði hann bílinn og bað mig að fara út og athuga, hvort það væri nóg loft í dekkjunum. Ég fór auðvitað út undireins, og hann ók af stað. Þegar hann hafði ekið svolítinn spöl, henti hann bakpokanum mínum út. Einkenni- legur náungi. Finnst þér það ekki líka? — Jú, eiginlega finnst mér það. En nú á tímum veit maður aldrei, hverju maður á von á. — Svo er sagt. Hann leit á hana. Hún var í stígvélum og gallabuxum og upp- lituðum bláum bol, en það var stíll yfir henni. Það sást á mörgu, að hún varengin almúgakona. Hún talaði þannig, hárgreiðslan bar vott um það, svo og fullkomin sól- brúnkan. — Það sem ég ekki skil, hélt hann áfram, er hvers vegna I ósköp- unum hann fór að taka mig upp í bílinn. — Hann hefur kannski verið einmana. — En af hverju fleygði hann mér þá út allt I einu? — Kannski hefur honum þótt þú leiðinlegur. Og kannski hefur hann bara allt I einu farið að langa til að vera einmana aftur. — Hvernig sem á það er litið, var þetta illa gert af honum. Finnst þér það ekki?. — Jú, það finnst mér. Hvert ætlarðu? — Til Tuscon. — Fínt. Ég fer líka í þá átt. a (ri2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.