Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 17
Framhaldssaga
eftir
Virginia M.
Axline.
SÖCULOK
Frásögn af barni í leit að sjálfu sér.
— Ég held ég viti ekki, hvernig
ég á að svara þessari spurningu,
Dibs, sagði ég.
— En það er satt, að sumt fólk
trúir og sumt ekki?
— Já, það lítur út fyrir það.
— Amma trúir. En pabbi og
mamma trúa ckki á neina kirkju.
Ogjake trúði. Hann sagði mér það.
— Ég held hver og einn verði
að gera það upp við sig sjálfur,
hvort hann trúir eða ekki, sagði ég.
— Hver og einn verður að taka
ákvörðun um það sjálfur.
— Hvernig ætli guð sé? sagði
Dibs. — Amma sagði mér einu
sinni, að guðværi faðir vor á himn-
um. Faðir er annað orð um pabba.
Ég vil ekki, að guð líkist pabba.
Því að stundum finnst mér eins og
pabba þyki ekki vsent um mig. Og
ef ég tryði á guð eins og amma,
vildi ég, að honum þætti vænt um
mig. En amma segir, að pabba þyki
mjög vænt um mig. En ef honum
þykir það, hvers vegna vcit ég það
þá ekki? Ömmu þykir vænt um
mig, og mér þykir vænt um hana,
og það veit ég, því að ég finn það
langt, langt inni i mér.
Hann horfði á mig, hrukkaði
ennið og hugsaði — rcyndi að
skilja.
— Það er erfitt að skilja svona
nokkuð, sagði hann loks eftir langa
þögn. Svo gckk hann út að glugg-
anum og horfði á kirkjuna.
— Þetta er guðs hús, sagði hann
hátíðlega. — Amma scgir, að guð
sé kserleikur. Og Jake sagði, að
hann tryði á guð. Hann sagðist
biðja, og það þýddi, að hann talaði
við guð. En ég hef aldrei beðið.
En mig langar til að tala við guð.
Mig langar að vita, hvað hann segir.
Hann sneri sér við og horfði á
mig. Hann rétti fram hendurnar.
— En mamma og pabbi trúa
ekki á guð, og þá geri ég það ekki
heldur, sagði hann. Mér finnst ég
vera einn, fyrst ég þckki ekki guð.
Hann gekk fram og aftur um
gólfið.
— Segðu mér, sagði hann. —
Hvers vegna trúir sumt fólk á guð,
en annað ekki?
Mér vafðist tunga um tönn. Loks
herti ég mig upp:
— Allir mynda sér sína eigin
skoðun um trúna, þegar þeir eld-
ast, sagði ég. — Allir verða sjálfir
að ráða, hverju þcir trúa. F.n þér
gengur mjög illa að skilja þetta
núna, er það ekki?
— Jú, sagði hann. — Mjög, mjög
illa.
Það var löng þögn.
— Veistu, hvað ég er að reyna að
gera núna? spurði hann. — Ég er
að revna að læra að spila baseball.
Pabbi er að kcnna mér. Við förum
saman á völlinn. Það er ekki auð-
velt að hitta knettina. En ég ætla
samt að Iæra það, því að allir
strákarnir í skólanum spila baseball,
og ég ætla að spila við þá.
Það var hringt. Móðir Dibs var
komin að sækja hann.
— Vertu sæll, Dibs sagði ég. —
Það var mjög ánægjulegt að hafa
þig hérna.
— Já, hér hefur vcrið gaman,
svaraði Dibs. — Vertu sæl.
Við gengum fram í biðstofuna.
Hann hljóp til móður sinnar og tók
I hönd hennar.
— Halló mamma! sagði hann.
— Ég ætla ekki að fara oftar. Ég
kom í dag bara til að kveðja.
Þau gengu út hönd í hönd —
lítill drengur, sem hafði lært að
þekkja sjálfan sig i gegnum leikinn
og hafði nú alla möguleika til að
verða hamingjusamt barn — og
móðir sem hafði lært að skilja og
láta sér þykja vænt um sitt eigið
barn, barn, sem var gætt óvenju-
legum góðum gáfum.
Frásögninni af Dibs hefði getað
lokið hér — þar sem Dibs gengur
hamingjusamur út úr leikherberg-
inu með móður sinni, sem ekki er
síður hamingjusöm. En okkur
fannst þýðingarmikið að veita fleiri
upplýsingar um Dibs. Foreldrar
hans gáfu skriflegt levfi til þess að
sagt yrði frá meðferðinni á Dibs
opinbcrlega, ef nafni og heim-
ilisfangiyrði haldið leyndu.
t vikunni cftir að lcikmeðferð-
inni lauk, gcrði klínískur sálfræð-
ingur Stanford-Binet greindarpróf
á Dibs. Dibs var áhugasamur og
samvinnufús hjá sálfræðingnum,
þótt þcir hefðu ekki hist áður.
Samkvæmt greindarprófinu reynd-
ist Dibs hafa greindarvísitöluna 168
— þá var þetta hæsta greindar-
vísitala, sem sálfræðingurinn hafði
mælt. Dibs var einnig prófaður í
lestri, og lestrarhæfni hans reyndist
miklu meiri en flestra jafnaldra
hans.
Fjölskylda Dibs flutti, og Virg-
inia Axline niissti sambandið við
hann. Nokkur ár liðu — en dag
einn fékk hún bréf frá vini sín-
um, sem kenndi við skóla, þar
sem eingöngu stunduðu nám
drengir með afburða námshæfileika
Dibs gckk í þcnnan skóla. Nú hafði
hann skrifað skólastjóranum og
kennurunum bréf. Vinur Axline
hafði aldrei hevrt söguna af Dibs,
hann vissi aðeins, að hún hafði
áhuga á börnum og einkum óvenju-
legum viðbrögðum þeirra.
I bréfinu varði Dibs félaga sinn.
sem fékk ákúrur fyrir að hunsa
námið og var vísað úr skólanum.
Dibs trúði á þennan vin sinn. Hann
skrifaði:
.,1 þessu lífi cr margt meira virði
en að sýna vald sitt. margt mikil-
vægara en hcfnd og refsingar. Sem
uppalendur verðið þið að Ijúka upp
þeim dvrum, sem fordómar.
blindni og óvild hafa lokað. Ef þið
biðjið ekki vin minn afsökunar á
þvl að hafa misboðið stolti hans og
sjálfsvirðingu — og veitið honum
ekki inngöngu I skólann aftur, þá
kem ég ekki aftur í þennan skóla
í haust. Það er min einlæg og ófrá-
víkjanlcg ákvörðun.
Kær kveðja.
Dibs."
Dibs var fimmtán ára. þegar
hann skrifaði þetta bréf. Kennar-
inn sagði við Virginia Axline:
— Dibs er óvenjulega vel gefinn.
hugmyndaauðugur og fullur um-
hyggju fyrir öllu og öllum. Mjög
tilfinninganæmur. Fæddur for-
ingi. Hann breytir alltaf eftir bestu
vitund. Skólinn má illa við því að
missa hann.
Og enn sagði kennarinn við Virg-
inia Axline: — langar þig að eiga
þetta bréf frá dreng. sem er ómvrk-
ur t máli og trúir á réttlæti, frelsi
og jafnrétti allra?
★