Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 38
r ...""X ÁRNI BJARNASON A FLEYGI FERÐ Ford Granada, sem má kalla arf- taka Taunus 17 m og 20 m, var þættinum boðið að prófa fyrir stuttu, og var það að sjálfsögðu þegið. Aldrei þessu vant var ekki rigning daginn, sem við prófuðum bílinn, heldur glampandi sól og ágætisveður. Bíllinn, er okkur var fenginn til afnota, var Ford Granada2300 G.L. þýskur fjögra dyra og kostar tvær milljónir sex hundruð sjötíu og fimmþúsund. Vélin er 2.293 cc V—6 cyl. og gefur 108 hestöfl á 5000 snúning- um. Sjálfskipting er í þessum bíl, og er hún þriggja gíra, fyrsti, annar og drive. Bremsurnar eru power bremsur með diskum að framan og skálum að aftan. 2300 G.L. gerðin er með vökvastýri. Eftirað við Jim Ijósmyndari höfð- um límt merkin á hliðar bílsins og sest inn, tókum við strax eftir, að öll innréttingin er mjög smekkleg og vel frá gengin. Á gólfi bílsins er drapplitað lykkjuteppi eins og í stássstofu, og á sætunum er flauel í sama lit. Mælaborðið er svart og mjög stílhreint, þar er snúnings- nraðamælir, olíuþrýstimælir, hita- mælir, ampermælir, bensínmælir og auðvitað hraðamælir. Við lá að við færum heim til að skipta um föt, þegar við sáum innréttinguna. En það varð þó ekki úr, og við settum ígang og ókum áleiöis niður í bæ. Á leiðinni niður Miklubraut fauk annað merkið af, sem var á hliðinni, svo við urðum að snúa við til að ná í það. Stuttu seinna fór svo hitt merkiö af, og komumst við að því, að við höfðum sparað FORD GRANADA límið of mikið. Því miður var keyrt yfir bæði merkin, svo ekki var hægt aðsetja þauáaftur. Í allri umferöinni í miðborginni stóð Granadan sig vel, sjálfskipt- ingin og vökvastýrið átti sinn stóra þátt í því, hve lipur og þægilegur hann var. Granadan var á radial sumardekkjum, sem eru mjög góð á malbiki, en slæm á malarvegi. Á malbiki liggur þessi bíll mjög vel og haggast varla, þó keyrt sé greitt í krappar beygjur. Það þarf sáralítið að hafa fyrir því að keyra þennan bíl, og liggur við, að maður verði latur undir stýri, því sætin eru mjög þægileg, og fer Ijómandi vel um mann í þeim, og þar sem bíllinn hefurbæðisjálfskiptingu og vökva- stýri, hefur bílstjórinn ekki mikið aðgeraannaðenaðstýra. Á malarvegi er alveg ágætt aö keyra Granada, þaö finnst sáralítið fyrirholunum,oglæturbíllinn mjög vel að stjórn, jafnvel þó hratt sé fariðyfirslæmamalarvegi. Þegar við prófuðum bílinn á malarvegi, fórum við fyrst út á Seltjarnarnes, en þar er ágætur spotti af slæmum malarveg, sem viðkeyrðumframogtil baka nokkr- um sinnum, og urðum við ánægðir með útkomuna. Síðan keyrðum við upp í Árbæ og þaðan yfir í Breið- holt, þar sem við fundum fáfarinn malarveg, sem þó er betri yfirferö- ar ep sá á Nesinu. Á þessum vegi prófuðum við bílinn enn betur, og útkomanvargóð. Granada liggur mjög vel í kröpp- um beygjum á malarvegi, skvettir sáralítiötil afturendanum og undir- stýrir varla nokkuð, það er að segja, þegartekinerbeygja, þátekurhann þá stefnu sem framhjólunum er beygt í. Bremsurnar tóku snarvitlaust i, en það hefur eflaust verið still- ingaratriði. Það var aðeins eitt, sem við vorum ekki nógu ánægðir með, en það var sjálfskiptingin. Hún skipti ekki nógu fljótt niður, ef keyrt var rólega og gefið snöggt í, fór sjaldnast niður í fyrsta, þótt keyrt væri undir þeim hraða, sem hún ætti að skipta úr fyrsta í annan. Því miður féll mælingin á bensín- eyðslunni niður hjá okkur vegna tæknilegra öröugleika, en eftir því sem umboðsmenn segja, þá mun þessi gerð eyða um 11,1 lítra á hundraðkílómetra. Skottið er mjög stórt, mikið geymslurými og varadekki og öðru hjálpardóti vel fyrir komið. Útkoman eftir þennan reynslu- aksturersú,aðGranadahefurmjög góða aksturseiginleika, liggur vel og lætur vel að stjórn. Innrétt- ingin er smekkleg og haganlega gerð, bíllinn er bjartur að innan og útsýni mjög gott út um glugga. Krafturinn er sæmilegur, en mætti vera meiri. Stýrið er létt og lítiö dobblað og beygjuradíusinn er þröngur, svo hægt er að snúa við hérumbil hvar sem er. Sjálfskipt- ingin tók ekki nógu fljótt við sér, ef skipta átti niður, en var að öðru leytiágæt. Sveinn Egilsson er umboðs- maðurfyrirFORD. GÆTIÐ AÐGANGANDI VEGFAR- ENDUM i UMFERÐINNI. 38 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.