Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 24
Síðan Fidel Castro og menn hans tóku völd-
in á Kúbu með byltingu fyrir sautján árum,
hröktu Baptista einræðisherra frá völdum og
tóku að koma á sósíalísku þjóðskipulagi í
landinu, hefur fólk um víða veröld fylgst af
áhuga með gangi mála á þessari sólríku
eyju í Karabíahafi, sumir fullir aðdáunar á
byltingunni og framgangi hennar, aðrir með
vanþóknun og ótta við útbreiðslu kommún-
ismans. Þegar fjallað er um hitamál eins og
byltinguna á Kúbu, er hætt við að sitthvað
skolist til á leiðinni hingað til íslands um ótal
fjölmiðla og fréttastofur. Vikunni þótti því
fengur að því að ná tali af Ingibjörgu Haralds-
dóttur, sem búsett hefur verið á Kúbu síðan
árið 1969, og fá þannig að heyra milliliða-
laust, hvernig lífi fólks er háttað á slóðum
kúbönsku byltingarinnar.
Ingibjörg er reykvísk að uppruna, og að
loknu stúdentsprófi úr Menntaskólanum í
Reykjavík hélt hún til Moskvu, þar sem hún
lærði kvikmyndaleikstjórn. í kvikmyndaháskól-
anum í Moskvu kynntist Ingibjörg kúbana, sem
hún giftist og fluttist með til Kúbu að loknu
kvikmyndanáminu. Leið hennar hefur því ekki
legið til íslands nema sem gests, síðan hún
hleypti heimdraganum rúmlega tvítug. Ingi-
björg kom til Reykjavíkur í lok síðasta árs
ásamt syni sínum Ernesto Hilmari, sem er á
fyrsta ári. Erindið var fyrst og fremst að heim-
sækja ættingja og vini, en þá stóð svo á, að
æfingar á Náttbólinu eftir Maxím Gorkí voru
að hefjast í Þjóðleikhúsinu, og leikstjórinn
Viktor Strizhov var sovéskur og ekki mæltur
á vesturlenskar tungur. Því vantaði rússnesku-
mælandi aðstoðarleikstjóra, svo Ingibjörg var
fengin til að vera Strizhov innan handar við
sviðsetningu Náttbólsins. Þótt Ingibjörg hafi
menntað sig í kvikmyndagerð, er hún enginn
nýgræðingur í leikhússtarfi, því að lengst af
þeim tíma, sem hún hefur verið búsett á Kúbu,
hefur hún verið aðstoðarleikstjóri í leikhúsi
í Havana. Hún var að vinna að fyrstu sjálf-
stæðu sviðsetningunni sinni — á Brúðuheim-
ili Ibsens — þegar að því kom, að Ernesto
Hilmar fæddist í heiminn, svo ekki varð af
sýningunni í bili að minnsta kosti.
Þegar við gengum á fund Ingibjargar fyrir
MF HEILUMHUG
Viðtal við Ingibjögu
Haraldsdóttur, sem
búsett hefur verið á
Kúbu undanfarin ár,
um lífið á slóðum
kúbönsku byltingar-
innar.
skömmu, byrjuðum við á að spyrja hana,
hvernig henni hefði litist á sig á Kúbu, þegar
hún kom þangað fyrst.
— Ég kom fyrst til Kúbu árið 1968,
eða ári áður en ég lauk skólanum í Moskvu,
og fljótlega eftir komu mína þangað fór ég
upp í fjöll, þar sem maðurinn minn var að taka
kvikmynd af sumarbúðum unglinga. I leiðinni
kynntum við okkur líf sveitafólksins á Kúbu, og
auðvitað var það óskaplega framandi og ólíkt
því, sem ég hafði áður kynnst. En Kúba er
bara svo gott land, og fólkið tók mér svo
hlýlega, er svo opið og frjálslegt, að ég kunni
strax vel við mig þar.
— Hvernig eru lífskjör kúbana?
— Þau hafa batnað mikið á síðustu árum,
en það hefur kostað mikla og harða baráttu.
Þegar talað er um lífskjörin á Kúbu, verður að
miða við lífskjörin þar fyrir byltingu og þau
kjör, sem íbúar vanþróaðra landa búa við. Á
Kúbu hefur öllum verstu plágum vanþróuðu
landanna — til dæmis grannríkjanna í S-Amer-
íku — verið útrýmt. Á Kúbu deyr enginn úr
hungri, atvinnuleysi þekkist ekki lengur, ekki
heldur ólæsi, og sigur hefur verið unninn á
alls konar skæðum sjúkdómum. Fyrir byltingu
voru ekki nema tvö sjúkrahús á Kúbu utan
við Havana, og læknishjálp var svo dýr, aö
fátækt fólk dó drottni sínum af þeirri ástæöu
einni, að það hafði ekki ráð á að leita læknis. i
sumum héruðum var ástandið meira að segja
svo slæmt, að þar var enginn læknir. Nú
hefur hins vegar verið komið á heilsugæslu-
stöðvum um landið þvert og endilangt, og
allir íbúar Kúbu njóta ókeypis læknishjálpar.
Þetta hefur tekist, enda þótt flestir læknar
færu úr landi eftir byltinguna. Ný kynslóð
lækna hefur verið menntuð, svo og annað
hjúkrunarlið.
Ég held þaö séu svo til engin sovésk menn-
ingaráhrif á Kúbu, segir Ingibjörg, hér á mynd
með Viktor Strizkov, en hún aðstoðaði hann
við leikstjórn Náttbólsins í Þjóðleikhúsinu.
Það er óskaplega gaman að eiga svolítinn hlut
að máli.
24 VIKAN 16. TBL.