Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 16
Hann settist við skrifborðið,
teygði sig í spjaldskrárkassann og
opnaði hann.
— Hn þú hefur bara skilið Dibs
eftir hérna! hrópaði hann upp yfir
sig. — Það eru engir aðrir I jlcssum
kassa. Bara þú og ég. Bara við.
Hann tók blað og óskrifað kort af
borðinu Hann skrifaði eitthvað
h:cgt og vandlega á kortið. Sfðan
rétti hann mér það.
— Lestu það upphátt fyrir mig,
sagði hann.
— Vertu sselt, kæra herbergi með
öllum góðu bókunum. Vertu sselt,
kæra skrifborð. Vertu sæll, gluggi
með himninum, sem ég horfði á.
Vertu sæl, kæra kona úr leikher-
berginu, þar sem var svo gott að
vera.
Hann teygði sig f kortið.
— Mig langar til að skrifa svolítið
meira, sagði hann.
Hann skrifaði nokkra prentstafi
hinum megin á kortið og rétti mér
síðan. Hann hafði skrifað þrjár
línur:
..Eins og þú sagðist vilja hafa
það. Eins og ég sagðist vilja hafa
það. Eins og við sögðumst vilja hafa
það ’ ’
Þegar ég hafði lesið þetta upp-
hátt, tók hann kortið og stakk því
f spjaldskrárkassann.
— Komum inn f leikherbergið,
sagði hann. — Komum þangað!
Komum þangað! Komdu!
Þegar við komum inn f leikher-
bergið, breiddi hann út faðminn,
sneri sér f hring og hló:
— Ó, svo gaman! Svo gamajn!
Svo gaman! hrópaði hann.
— Þetta er dásamlegt leikher-
bergi.
— Halló, málningardót! kallaði
hann frjálslega. — Er nú allt komið
f rugling aftur? Ég sé ekki betur.
Hann tók upp krukkuna með
gulu málningunni og sneri sér að
mér.
'— A ég að segja þér svolftið?
spurði hann.
— Hvað?
— Mig langar til að hella litnum
á gólfið.
— Et það? Gerðu það bara, ef
þig langar.
— Já, ég ætla að gera það.
Hann skrúfaði lokið af, sneri
krukkunni við svo liturinn draup
hægt á gólfið.
— Þetta verður snotur Iftill máln-
ingarpollur, sagði hann.
— Þér finnst þctta gaman?
— Já, mér finnst gaman að hella
málningunni niður. Ég losa mig við
málninguna.
Þegar krukkan var orðin tóm,
setti hann hana f vaskinn.
— Er kannski einhver ástæða til
þess, að málning sé bara til þess að
mála með henni? I leikherbergi?
Ég hef aldrei kunnað við gulu
málninguna og ég er feginn að vera
laus við banr.. Nú ætla ég að finna
tusku og þurrka upp málninguna.
Hann náði I gólfklút og þurrk-
aði málningarpollinn upp eins vel
og hann gat. Svo kom hann til mín.
— Ég skil þetta ekki allt, sagði
hann.
— Hvað skilurðu ekki?
— Allt hérna. Og þig. Þú ert
ekki mamma. Þú ert ekki fóstra.
Þú ert ekki í bridsklúbbnum hennar
mömmu. Hvað ert þú eiginlega?
Svo bætti hann við: — En það
skiptir reyndar engu máli. Þú ert
konan í besta leikherbergi í heim-
inum.
Hann horfði beint f augun á mér.
Svo stökk hann á fætur, hljóp yfir
að borðinu og tók upp pelann.
— Barnapeli, sagði hann. —
Elsku barnapelinn, sem huggar
mann. Þegar ég þarfnast þín,
huggar þú mig.
Hann saug pelann í margar mín-
útur.
— Ég varð smábarn aftur og mér
þótti vænt um pelann. En sex-ára-
Dibs þarf hann ekki lengur. Bless,
peli, bless.
Hann lcit í kringum sig og koma
auga á skotskífu.
— Bless, peli, bless. Ég þarf þig
ekki lcngur.
Hann fleygði pelanum f skotskff-
una, svo hann mölbrotnaði og gler-
brotin dreifðust um allt. Dibs
horfði á glerbrotin.
— N'ú er ég laus við hann, sagði
hann.
Hann gekk að sandkassanum og
mokaði rösklega með skóflunni.
— Grafa hluti, grafa hluti.
Og grafa þá svo upp afrur, ef mann
langar, sagði hann hlæjandi. — Ég
skal segja þér, að þessi sandur er
góður. Það er hægt að gera margt
við hann. Og það er hægt að búa til
gler úr sandi. Ég hef lesið um það.
Hann sneri sér við og leit á mig.
— Kemur annar drengur í minn
stað, þegar ég er farinn.
— Já, það kemur annað barn
leikherbergið, svaraði ég.
— Þú hefur fleiri börn en mig,
er það ekki?
— Jú, ég er með fleiri börnum
hérna.
— Þá verða börnin áreiðanlega
glöð, sagði hann.
Hann gekk að glugganum og
opnaði hann. Hann teygði sig út og
andaði djúpt að sér.
— Út um þennan glugga hef ég
séð heiminn, sagði hann.
— Ég hef séð vörubflana og trén
og flugvélarnar og fólkið og kirkj-
una, sem slær einn, tvcir, þrfr,
fjórir, þegar er kominn tfmi til að
fara heim.
Hann kom aftur til mfn og hvfsl-
aði næstum: — Þó að mig langaði
ekki til að fara heim, væri það samt
heima.
Hann tók um hendur mínar og
horfði lengi á mig.
— Mig langar að fara og skoða
þessa kirkju, sagði hann.
— Ég hugsa, að við getum það,
sagði ég. Að vfsu var ekki venju-
legt að gera slfkt með börnunum,
en þetta var í síðasta sinn, sem hann
kom til mín.
Við gengum út á götuna og
gengum kringum kirkjuna. Dibs
leit upp eftir henni, gagntekinn
af því, hve stór hún var.
— Nú förum við inn, sagði hann.
— Við verðum að sjá, hvernig hún
er að innan.
Við gengum upp aðaltröppurnar.
Ég opnaði dyrnar, og við gengum
inn. Dibs var agnarsmár undir hárri
hvelfingunni.
— Mér finnst ég svo ægilega
Iftill, sagði hann. — Ég held ég
hljóti að hafa minnkað.
Hann sneri sér hægt f allar áttir
og virti kirkjuna og munina í henni
fyrir sér.
— Amma segir, að kirkjur séu
guðs hús, sagði hann. — Ég hef
aldrei séð, guð, en hann hlýtur
að vera ógnarlega stór, úr því að
hann þarf svona stórt hús. Og Jake
sagði, að kirkja væri hcilagur
staður.
Allt f einu hljóp hann inn eftir
kirkjunni, að altarinu. Þar sneri
hann sér við og horfði á mig. Hann
vissi ekki hvað hann átti af sér að
gera.
Einmitt f þeirri andrá hóf organ-
leikarinn að leika á orgelið. Dibs
kom hlaupandi til mín og tók í
höndina á mér.
— Ertu hræddur við tónlistina?
spurði ég um leið og við gengum til
dyra.
Dibs nam staðar og leit við.
— Hlustaðu. Við skulum ekki fara
alveg strax, sagði hann.
Við stóðum kyrr.
— Ég varð hræddur af þvf að
allt var svo stórt, og svo varð ég
hræddur við hljóðið, sagði hann.
— En nú er það svo fallegt, að
ég fyllist af Ijósi og gleði.
— Það er maður að spila á orgel-
ið, og þessir hljómar koma úr org-
elinu.
— Er það? sagði Dibs. — Ég hef
aldrei fyrr heyrt svona tónlist Mér
verður kalt af að hlusta á hana. Ég
fæ gæsahúð.
Hann hélt fast f höndina á mér.
— Ég hef aldrei séð neitt svona
fallegt, hvíslaði hann. Sólin skein
inn um marglita rúðuna og beint á
okkur, þar sem við stóðum.
— Komum héðan, sagði Dibs
lágt. Hann nam aftur staðar við
dyrnar.
— Bíddu aðeins, hvfslaði hann.
Svo veifaði hann inn, í kirkjuna og
sgði svo lágt, að það heyrðist varla:
— Bless guð. Bless.
Dibs sagði ekki orð á leiðinni til
baka. Þegar við komum inn í leik-
herbergið, settist hann á stól við
borðið. Hann brosti til mfn.
— Þctta var fallegt, sagði hann.
— Ég hef aldrei áður komið f guðs
hús.
— Segðu mér, hélt hann áfram.
— Hvers vegna trúir sumt fólk á
guð, og hvers vegna trúir sumt fólk
ekki á guð?