Vikan


Vikan - 22.09.1977, Side 7

Vikan - 22.09.1977, Side 7
var a//t- af fullt hús þegar ,, tísku- drottning- in" hélt sýn- ingar, Coco átti viðskiptavini um a//an heim. Jackie Kennedy kunni ve/ að meta Chane/- tískuna. i vagninum er John- John. Ekta Chanel frá toppi til táar: Dragt með minkaskinni, b/ússa með staufu í hálsinn, langar keðjur og tvílitir skór. annars í von um hjálp, en árang- urslaust. Þegar ríkasti maður Englands sleit sambandi við Coco var Salvador Dali við hlið hennar. Hann lýsti ástandinu á þennan hátt: — Þetta kvöld breytti miklu í lífi Coco. Á einni nóttu hvarf henni öll hamingja. Sólin gekk til viðar, og ísinn lagðist yfir allt. Þetta var í þriðja skiptið, sem giftingaráform hennar runnu út í sandinn, og hún var mjög örvingluð. Hún átti erfiða tíma framundan og hefir margoft ítrekað, að hún hefði aldrei afborið lífið án styrks frá „Serts." Þetta þekkja allir, tweed-kápa frá Coco Chanei. „Serts," var spánski málarinn José Sert og kona hans Misia. Um Misiu sagði Coco: — Þegar ég varð fræg 1919, var það mín gæfa að hafa Misiu mér við hlið. Hún er tryggur vinur og sú eina, sem gat sett velgengni mína í rétt samhengi. Misia gaf Coco eitt sinn hugmynd, sem gaf henni milljónir í aðra hönd. Vordag einn 1919 las hún í dagblaði og segir allt í einu: — Coco, hefur þú lesið um þennan morðingja? Ilmvatnið hans kom upp um hann. Hér var verið að segja frá dýrs- legum fjöldamorðingja, sem komst upp um fyrir hreina tilviljun. Kona nokkur sat á lítilli testofu og fann allt í einu sterka lykt. Hún snéri sérvið og sá elskhuga systur sinnar, sem hafði verið saknað í fleiri mánuði. Þannig komst upp um hinn skelfilega glæpamann. Svona ilmvatn væri fín verslun- arvara. Ilmvatn, sem maður gæti þekkt hvar sem er. Coco greip hugmyndina strax á lofti og hafði samband við franska ilmvatnsframleiðandann, Ernst Beaux og gaf honum eftirfarandi fyrirmæli: — Búðu til ilmvatn, sem er jafn sérstætt og tískufatnaðurinn minn! 38. TBL. VIKAN 7 Fyrir framan tískuhúsið / Rue Cambon, og eins og alltaf k/ædd eigin tísku. o

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.