Vikan


Vikan - 22.09.1977, Page 8

Vikan - 22.09.1977, Page 8
Fururnála bað ja og sápa © © nCHTBJNA ,■/ jv, SCHAU FICHTENNADEl §chaum nCHTENNADEl IschaDM fæst um land allt Heildsölubirgðir: Kristjánsson HF. Simar 12800 og 14878. Ilmvatnið átti að vera svo sterkt, að ilmur þess fyndist alls staðar, úti undir beru lofti, á veðhlaupa- brautinni, í neðanjarðargöngun- um, í veislusölunum, já, alls staðar. Ernst Beaux gerði tilraunir í þrjú ár, og að lokum afhenti hann Coco fimm prufur, merktar með tölunum einn og upp í fimm. „CHANEL NO 5"_________________ Coco var hrifnust af númer fimm. Og þannig varð það til, þetta heimsfræga ilmvatn Chanel No 5. Marilyn Monroe sagði eitt sinn: — Ég tek alltaf á móti elskhuga mínum klædd Chanel No 5. Coco keypti einkaleyfið á hinu nýja ilmvatni af Ernst Beaux og stofnaði hlutafélag, sem átti að koma því á markaðinn. Tveimur árum síðar var það heimsþekkt. 1932 kom Coco enn fram með nýja tísku, sem hlaut miklar vinsældir. Það voru breiðar herðar og langar keðjur, óekta steinar og glerperlur til skrauts. Þrátt fyrir nokkrar andstöðu meðal heldra fólksins, varð þetta, eins og allt annað frá Coco, geysivinsælt. Um fimmtugt stóð Coco Chanel á hátindi frægðar sinnar og átti geysileg auðæfi. Hún hafði 4000 manns í vinnu og skipaði þeim fyrir eins og valdasjúkur hershöfð- ingi. Ársveltan var um 150 milljónir franka. Árlega seldi hún um 28.000 mismundandi flíkur frá tískuhúsum sínum. En í ástamálum var hún alltaf jafn óheppin. Árið 1935 ætlaði hún að giftast elskhuga sínum Paul Iribe. En nokkrum vikum áður en brúðkaupið átti að standa, dó brúðguminn í örmum Coco: — Þegar ég kom út á tennis- völlinn, leit hann á mig, og það fóru allt í einu kippir um líkama hans. Ég tók hann í faðminn, og hann horfði djúpt í augu mín. Svo andaðist hann, án þess að geta sagt eitt orð í kveðjuskyni. Heimstyrjöldin síðari braust út og hafði í för með sér mikla rekstrarerfiðleika á tískuhúsum Coco. Án þess að gefa nokkrum viðvörun, ákvað hún allt í einu að leggja reksturinn niður. Á einni nóttu voru 4000 manns reknir út á gaddinn. — Ég geri bara eins og mér þóknast, svaraði hún þeirri gagn- rýni, sem fram kom. Vinsældir Cocos í Frakklandi fóru dvínandi. Hún hafði gengið of langt. Ekki batnaði ástandið, þegar hún varð ástfangin af þýskum barón. Meðan Coco kallaði ástina sína „litla, sæta liðsforingjann sinn" — héldu blöðin því fram, að hann væri njósnari og talsmaður hinna' illræmdu SS manna. En það sem batt endanlega endir á vinsældir Cocos meðal landsmanna sinn var einkennileg athugasemd hennar varðandi stríðið: — Stríð verða alltaf háð. En hvað með það. Nú til dags er svo mikið til af meðulum, að maðurinn fær varla lengur að deyja eðlileg- um dauðdaga í friði. erivo indælt 8VIKAN38. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.