Vikan


Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 9

Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 9
* „Tvöglösaf Martiniíviðbót — og slepptu olífunum í þetta sinn." * * °0r? Ooo ft // 1— I „Síðan það fannst olía á eignarlóð hans, hefur hann breytt nafni sínu í Mustafa Olíuson." Vi I NÆSTU VIKU Rætt við Þorkel Guðmunds son húsgagnaarkitekt sem hannaði stærsta stól í heimi Þorkell Guðmundsson húsgagnaarkitekt vissi alltaf hvað hann vildi. Hann hóf nám í húsgagnasmiði hjá Axel Eyjólfssyni og hélt síðan til Danmerkur í fram- haldsnám. Hann og kona hans seldu allar eigur sínar. þegar skólavistin bauðst í Danmörku, en það var ekki fyrr en eftir inntökupróf, sem Þorkell vissi, hvort hann reyndist hæfur eða ekki. Síðan liðu árin. og þegar Þorkell ákvað að þroska sinn eigin stil, þá hætti hann i fimm ár að lesa erlend fagtímarit. Nú stendur Þorkell sennilega á hátindi á sínum afkastamikla og happa- drjúga starfsferli. Hann er höfundur að margskonar húsgögnum, sem eru i stöðugri sölu, og hann lýsir á skilmerkilegan liátt í viðtali við blaðamann Vikunnar. hvernig þessi húsgögn urðu til. Smásaga eftir Björgu Vik Norska skáldkonan Björg Vik varð íslendingum kunn. þegar Þjóðle’khúsið sýndi leikrit hennar ..Fimm konur,” sem vakti mikla athygli á kvennaárinu. ! næstu Viku birtist smásaga eftir Björgu Vik. sem okkur er ánægja að kynna. Sagan nefnist ..Parið við gluggaborðið” og lýsir hugrenningum og innri baráttu ungrar stúlku, sem er ekki alltof viss um hug sinn til unnusta sins — né heldur hug hans. Allt um Elvis Presley Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum. að hinn ókrýndi konungur rokksins. Elvis Presley. lést 16. ágúst s.l., 42 ára að aldri. Um þennan áhrifamikla tón- listarmann ganga ýmsar sögur. en misjafnlega áreiðanlegar. eins og gengur. Halldór Andrésson hefur tekið saman itarlegt yfirlit um ævi Preslevs. bvggt á áreiðanlegum heimildum. og fvlgir því langur listi yfir plötur kóngsins og kvikmvndir. Til þess að eitthvað fleira komist að i poppfræðiritinu fram að jólum. verður það fjórar síður í næsta blaði og ef til vill oftar. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Annu Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar i Siðumúla 12. Símar 35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Sími 36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 400. Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl. hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 38. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.