Vikan


Vikan - 22.09.1977, Side 20

Vikan - 22.09.1977, Side 20
DÓTTIR MILLJÓNA- MÆRINGSINS „Svo flýtti ég mér að fela morfín- sprautuna.” „Hvar?” Jeremy Hood brosti veiklulega. það kom slægðarlegur svipur í litil fuglsaugu han», og hann spurði: „Hversvegna, hvað ætlið þér að gera við hana?” „Ég ætla að afhenda hana á rannsóknarstofu i Honululu og láta rannsaka. hvað eftir er í henni.” „Jæja þá,” sagði Hood. „Þér skuluð fá morfínsprautuna, ef þér viljið gera svolítið fyrir mig í staðinn. Þér verðið að fullvissa skipstjórann og hr. Cuttle um, að ég hef engan þátt átt í þessu máli. Um leið og hr. Cuttle hleypir mér út úr þessum klefa, fáið þér spraut- una." „Hvernig get ég vitað, að þér ljúgið ekki líka að mér núna?” „Þér verðið sjálfur að gera upp við yður, hr. Larkin. Ég hef þó, þrátt fyrir allt, sagt yður allt af frjálsum vilja.” Larkin hikaði, kveikti sér i sígarettu. „Jæja,” sagði hann að lokum. , ,Ég skal gera mitt besta fyrir yður, hr. Hood. Hvar er svo sprautan?” „Það skal ég segja yður, þegar Cuttle hefuropnað fyrir mér,” sagði Hood. „Góða nótt, hr. Larkin. Þetta gengur allt að óskum. Ég bið hér, þar til þjónninn kemur og fer með mig aftur í fangelsið.” „Þá bíð ég líka,” sagði Larkin. „Nei,” sagði Hood, stóð upp og slökkti ljósið. „Þjónninn sagði ákveðið, að ég ætti að biða einn. Góða nótt.” Larkin hikaði. Hann var alls ekki viss um, að sá gamli væri heiðarlegur í þessu máli, alls ekki viss um, hvort Hood hefði sagt sannieikann. En á þessari stund fannst honum hann ekki geta neitt. „Við sjáumst þá aftur snemma i fyrramálið,” sagði Larkin, fálmaði sig áfram að dyrunum og opnaði þær. Enginn var sjáanlegur í dimmum ganginum. Hann gekk út og upp á efsta þilfar. Larkin stóð við borðstokkinn stjórnborðsmegin, meðan hann var að reykja sígarettuna sina og horfði á hafið og blikandi stjörnurnar. Stjörnurnar — það var eitthvað við stjörnurnar í nótt, sem honum fannst ekki skemmtilegt. Karls- vagninn svona lágt yfir sjóndeildar- hringnum við stjórnborðsbóginn og „Fjandinn sjálfur,” sagði Larkin upphátt. Karlsvagninn var á vitlausum stað. Síðastliðna nótt hverja einustu undanfarinna stjörnubj artra nátta, hafði Karlsvagninn og Pól- stjarnan verið á bakborða. En í kvöld höfðu þær flust 50-60 gráður, ef til vill meira aftur á bak. Jafnvel landkrabbi eins og Larkin sá strax, hvað þetta þýddi. Kumu-mara hafði skipt um stefnu! Kumu-maru var ekki lengur á leið til Honululu. Kumu-maru hélt beina leið til Japan! Hvítu veggirnir í klefa B bergmáluðu af hvini vatnskranans, þegar Rodriques hershöfðingi var að snyrta sig um morguninn. Larkin horfði syfjaður á hann, þar til hann loksins var búinn og fór út úr klefanum. Dyrnar höfðu varla lokast að baki hans, er þær aftur voru opnaðar, og Sato, þjónninn, kom inn með bakka. „Hr. Larkin sefur lengi í dag,” sagðiSato. „Þessvegna kemur Sato með morgunmat.” Sato tók beyglað lokið af og afhjúpaði misheppnað ristað brauð og óljúffenga eggjaköku. „Sá dagur mun koma,” sagði Sato, „þegar hr. Larkin mun verða gagnlegur fyrir Sato.” Larkin leit forvitnislega á þjón- inn. Sato virtist ekki vera að fara. „Er sá dagur ef til vill nú þegar kominn?” spurði Larkin. „Nei,” sagði þjónninn. „Það er of snemmt.” Sato stóð þana enn, eins og að biða átekta. „Hvað liggur yður á hjarta, Sato?” „Vegabréfi hr. Willowbys hefur verið stolið,”sagði þjónninn. „Hr. Larkin veit það nú þegar.” „Já, ég hef heyrt Willowby skammastyfirþví, að vegabréfi hans hefi verið stolið,” sagði Larkin. „En hvað kemur mér það við?” „Vegabréf hr. Willowbys er ekki langt undan,” sagði þjónninn, „Sjáið, hr. Larkin.” Sato gekk að hvílu hershöfð- ingjans og ýtti dýnunni til hliðar með einni lipurri handahreyfingu. Svo stakk hann hendinni undir hilluna með björgunarbeltum, og tók fram vegabréf í bláu umslagi. „Hve lengi hefur það legið þarna?” spurði Larkin. „Sato fann það, þegar Sato setti hrein lök á rúmið í síðustu viku,” sagði Sato. Larkin blaðaði hratt í ljósrauðum blöðunum og leit kæruleysislega á mynd Georgs Willowby og fæðing- arstað: „Fæddur í Poole Dorset... 9. janúar, 1900..efnafræðingur... hæð 176 cm.... þyngd...” „Ef til vill ættum við að segja hr. Willowby frá þessu?” spurði þjónn- inn og leit slægðarlega á Larkin. x „Nei,” sagði Larkin og leit í kringum sig eftir blýanti. „Ef til vill segja skipstjóranum það heldur?” „Nei, ekki ennþá í það minnsta,” sagði Larkin og skrifaði hjá sér númerið á vegabréfi Willowbys og rétti Sato það aftur. Láttu það 'úggja um stundarsakir þar sem þér funguð hann. Ég vil gjarnan sjá, hvað gerist.” „Já,” Sato lagði vegabréfið aftur á sama stað, setti dýnuna á sinn stað aftur og lagfærði hvíluna. Við Larkin sagði hann: „Ef til vill tekur hr. Frayle vegabréf hr. Willowbys.” „Hversvegna?” spurði Larkin. „Ef til vill er hr. Frayle japanskur njósnari,” sagði þjónn- inn. „Sato — ég skil yður ekki. Hvað fær yður til að segja það?” „Ef til vill stelur hr. Frayle einhverju frá yður, hr. Larkin 20 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.