Vikan


Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 21

Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 21
„Frá mér,” sagði Larkin undr- andi. ,,Hvað gæti það verið?” „Kvöld nokkur fyrir mat, er hr. Larkin var í baði. Hr. Larkin missti líka nokkuð?” „Rétt erþað,” sagði Larkin. En hvaðan fréttuð þér það, Sato? Sáuð þér ef til vill Frayle koma út úr baðherberginu, eða hvað?” „Ef til vill,” svaraði Sato, meðan hann braut vandlega saman teppi og setti það til fóta í hvílu hershöfð- ingjans. Svo sneri hann sér við og gekk að dyrunum. „Stansið augnablik, Sato!” sagði Larkin. „Hefur hr. Cuttle borðað morgunverð?” „Nei, hann er í baði núna.” „Þér eruð augsjáanlega góður vinur hr. Hoods Sato. Segið mér — hefur hann ekki talað um neitt í klefa sinum, sem hann vill gjarnan gefa þér?” „Jú,” svaraði þjónninn strax. „Nishiki-ey. Mjög fallegar tré- skurðarmyndir. ” „Þér hafið auðvitað ekki lykil, sem gengur að klefa hr. Hoods?” Sato kinkaði kolli. „Viljið þér opna hann fyrir mig? Núna strax?” „Já, hr. Larkin,” svaraði þjónn- inn án umhugsunar. Larkin tók rauðan slopp sinn af snaganum og fór í hann í flýti. Larkin fann önnur eftirritin í möppunni með kinverskum skáld- um Hokusais — alveg eins og Jeremy Hood hafði sagt honum. Eða voru það önnur eftirrit? Hann skoðaði það í flýti. Það leit út fyrir að vera afrit af sömu teikningum. Það gætu verið sömu eftirritin.það gat verið, að það hafi verið Hood, sem stal þeim úr jakka Larkins, þegar hann hafði hengt hann upp i baðherberginu, og að Hood hafi aðeins búið til sína sögu, af því að hann var kominn á vonarvöl. Larkin sneri afritunum við — og athugaði þau með nýjum áhuga. Aftan á hverri þeirra var stimplað nafn ljósmyndara i Baltimore og með handskrift skrifuð eftirfarandi setning: „Ég, Hans Schatzman, ljósmyndari og búsettur i Baltimore i rikinu Maryland, lýsi því hérmeð yfir að hafa gert þessi afrit af frumriti, sem Charles Frayle afhenti mér.” Innsigli og undirskrift fullvissaði sanngildi yfirlýsingarinnar. Larkin mundi ekki eftir að hafa séð slika klausu aftan á afritunum, sem Dorothy Bonner hafði trúað honum fyrir. En hann mundi heldur ekki, eftir, hvort hann leit aftan á þau. EF Hood sagði sannleikann, ef þetta væri önnur afrit, og ef Arthur hafði i raun og veru átt þau myndi það skýra margt. T. d. hvers vegna Charles Frayle gæti hafa óskað að drepa Arthur Bonner.... Larkin stakk afritunum á sig undir náttfatajakkann og hélt áfram að rannsaka möppu Hoods. Hann var einmitt að skoða safn af verkum Hiroshige, þegar hann heyrði undrunaróp bak við sig. „Jæja, eruð það þér, Sherlock Holmes!” sagði hann án þess að snúa sér við. „Hvern fjandann eruð þér að gera hér,” spurði Cuttle hranalega. Larkin batt sloppinn fastar að sér, rétti sig upp og mætti augnaráði hins. „Eg er að leysa mál fyrir yður, Sherlock Holmes!” „Þökk, en ég kemst af án hjálpar óviðkomandi manna.” „Þér vitið þá, hver myrti Dr. Bioki?” „Nærri því!” „Var það morðinginn, sem fékk skipstjórann til að skipta um stefnu og hætta við að fara til Honolulu?” spurði Larkin og athugaði hann nákvæmlega. William Cuttle þrumaði: „Hver hefur sagt yður, að við ætlum ekki til Honolulu?” „Njósnarinn,” svaraði Larkin stuttlega. „Haldið þér að Jeremy Hood hafi neytt skipstjórann til að skipta um stefnu?” „Hood hefur ekki talað við skipstjórann,” sagði Cuttle sann- færandi. „Þá er best fyrir yður að sleppa hr. Hood strax — og biðja hann afsökunar!” „Haldið þér, að ég sé orðinn vitlaus?” „Vitið þér ef til vill, hversvegna Bioki var drepinn?” „Já, hann vissi of mikið.” „Rétt hjá yður. En það er of algengt. Ég vil heldur lýsa því þannig: Hann var sá eini hér um borð, sem gat gefið skýringu, sem gæti sannað, að Arthur Bonner dó ekki af slysi, en var drepinn.” Cuttle muldraði eitthvað i barm sér. „Svo er það réttargæslan,” hélt Larkin áfram. „Hér er um að ræða morð, sem framið um borð í skipi á alþjóða siglingaleið en á leið milli tveggja amerískra hafna. Ef am- erisku ræðismaðurinn í Honolulu vill, er hægt að kæra málið fyrir dómstól í Bandarikjunum. En fari Kumu-maru ekki til Honolulu og heldur áfram beint til Japan, fellur málið undir japanskt dómsvald. Og undir vissum kringumstæðum, gæti hugsast, að japönsku yfir- völdin reyndust ekki eins ströng og yfirvöldin í Honolulu.” „Og hvað svo?” „Þareð Hood hefur ekki fengið skipstjórann til að breyta stefnu, neyðist þér til að sleppa honum lausum!" „Allsekki,” sagði Cuttle. „Skip- stjórinn vill ekki, að Hood gangi laus og drepi fleiri menn hér um borð.” „Sleppið honum, þegar ég segi það!” „Hversvegna ætti ég að gera það?” spurði Cuttle. „Þér hafið gert gys að mér í fréttaskeytum yðar, og mér likar það ekki!” „Þá lofa ég að bæta mig,” sagði Larkin. „Églofa yður að leysa þetta mál fyrir yður — að gefa yður allan heiðurinn. Nafn yðar skal komast á forsíður allra blaða hvers einasta ríkis Ameriku. Þér munuð skyggja á Sherlock Holmes! Sjálfur forset- inn mun senda yður heillagska- skeyti, og yður munu verða boðnar margar fyrsta flokks stöður!” „Jæja.” Cuttle var hikandi. , .Hvernig ætlið þér að fara að við að ljóstra upp málinu, ef ég má spyrja?” „Ég hef fundið morfínspraut- una,” svaraði Larkin. „Nú? Hvar?" „Sleppið Hood, svo skal ég segja yður það á morgun!” Framhald i næsta blaði. ___^ að læra a& sfej^aTá rétfu hnappana - er\da auSvelt mcð oiivetu skólaritvélinni oliwelli r w í 11 MKöðunSSSx!* 1 m 31 ^2.6.800,- 31.040,- 31.040. - Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu 121 Reykjavík Box 454 — Simi 28511 38. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.