Vikan


Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 36

Vikan - 22.09.1977, Blaðsíða 36
— Regn. Þungt, andstyggilegt, lemjandi regnið — sem rann eftir göturæsinu og vall niður eftir götunni. Andstyggilegt, eyðileggj- andi laugardagsregn — sem bældi grasið og danglaði í stjúpmæðurn- ar. þar sem fiðrildin höfðu rétt í gær dansað í sólskininu. í gærkvöld hafði hjarta mitt stigið með þeim dans. Nú var morgundagurinn kominn, og það rigndi. Móðir min kom æðandi inn í svefnherbergið mitt með hrein sængurföt. „Hvers vegna stendur þú hér í náttfötunum?” spurði hún. ,.Það rignir,” svaraði ég, án þess að snúa höfðinu. Hún lagði frá sér sængurfötin og kom yfir að glugganum til mín. ,,Það hættir ekki, þótt þú grátir,” sagði hún. ,,Ég er ekki að gráta!” æpti ég. ,,Þú getur farið næsta laugar- dag,” sagði hún og tók utan um mig. ,,Þá hefurðu eitthvað að hlakka til, ekki satt?” Ég reif mig lausa frá henni ergileg yfir skilningi hennar. ..Það verður ekki eins næsta laugardag,” sagði ég tregafull. ..Láttu ekki eins og kjáni,” svaraði hún. ,,í guðs bænum þvoðu þér nú og klæddu, síðan getur þú soðið þér egg.” ,,Mig langar ekki í egg.” ..Heyrðu nú, Becky, byrjaðu nú ekki....” Rakel. systir mín, sveif inn í herbergið í ljósbláum náttslopp með handklæði vandlega vafið um höfuðið. ..Byrja á hverju?” sagði hún. ..Engu,” svaraði móðir mín, svo ég fór inn á bað, en skildi dyrnar eftir opnar, svo ég gæti heyrt, hvað þær segðu. ,,Hún er leið af þvi að það er of blautt til að hjóla til Bilbury,” heyrði ég að móðir mín sagði við Rakel. ,,.\ú, er það allt og sumt?” ,,Ég býst við, að það sé vegna þess að hún ætlaði með....”, móðir mín lækkaði róminn. ,,Það var ágætt,” sagði Rakel. ..Ekki fékk ég að fara út með strákum, þegar ég var fjórtán ára.” ,,Það stöðvaði þig þó ekki, eða hvað?” spurði móðir mín, og þær hlógu báðar eins og samsærismenn. Hvers vegna þurfti nú mamma nú endilega að segja Rakel frá þessu? Ég er viss um, að pabbi veit þetta nú þegar, og núna reyna þau öll að vera hræðilega þolinmóð og skiln- ingsrík, af því að ég er á svo erfiðum aldri. ,,Það er alltaf sama sagan, þegar þær fara að fara út með strákum,” myndi mamma segja, eins og hún hafði sagt, þegar Rakel var á mínum aldri, og þær myndu glotta hvor framan í aðra, þegar ég sæi ekki til. Becky litla á vin, en skemmtilegt.... Ég þakti andlit mitt með sápu, þar til ég leit út eins og trúður, en það var ekkert sniðugt heldur, svo að ég skrifaði Oliver Lawson á bað- herbergisspegilinn og staði ólundar- lega í útklindan spegilinn. Hvað skyldi hann vera að gera á þessu augnabliki? Hvað skyldi hann hugsa, þegar hann horfði á regnið ausast niður, bæla grasið, og drjúpa af trjánum? Það var ekki lengra siðan en í gær, að þessi sömu laufblöð höfðu gljáð í sólskininu, þegar við gengum heim úr skólanum, hægt til að nota timann. ,,Ég ætla að hjóla yfir til Bilbury á morgun,” hafði Oliver sagt skyndilega. „Til hvers?” „Frændi minn á býli þar og nokkra hesta. Þú getur komið með og farið á hestbak, ef þú vilt. Ég var frekar hrædd við hesta, en ég gat ekki sagt honum það, svo ég sagði: „Ég hef aldrei komið á hestbak, aðeins asna niður við sjó.” „Það verður í lagi fyrir þig að vera á Trixie,” fullvissaði hann mig um. „En þú þarft ekki að koma....” „Ö, ég mundi gjana vilja það,” sagði ég, gleðin yfir boði hans var óttanum sterkari. Við stóðum kyrr um stund og brostum framan í hvort annað, og þá sagði hann: , ,Ég kem við hjá þér um klukkan hálftíu, ef það er í lagi. tilgangslaust að hangsa nokkuð.” „Auðvitað,” sagði ég og hljóp síðan heim og horfði ó dans fiðrildanna í garðinum. Ég trítlaði yfir í næsta hús létt í lund til að segja Mandy, að Oliver Lawson hefði boðið mér út. Og þá um nóttina fór að rigna.... „Ertu sest þarna að?” hrópaði faðir minn, svo ég þurrkaði af speglinum og vatnið rann úr vaskinum með tómlegum ekkasog- um. „Allt í lagi, ég er að koma núna,” æpti ég — og þá gall í símanum. Þetta hlýtur að vera Oliver. Það hlaut að vera hann að bjóða mér út til býlisins á morgun. Ég gæti ekki beðið til næsta laugardags, en ég gæti beðið til morguns... Ég rauk niður stigann — en Rakel var þegar komin í símann — að tala við Malcolm. „Ég veit, er þetta ekki and- styggilegt... Láttu þér detta eitt- hvað í hug... Við gætum það, býst ég við, ef það styttir svolítið upp.. sagði hún, og þannig héldi hún áfram timum saman. „Ætlarðu að vera þarna í allan dag?” spurði ég hana. Hún lyfti augabrúnunum og gretti sig í framan. „Becky vill, að við förum úr símanum,” sagði hún við Malcolm. „Ég held hún bíði eftir símhring- ingu... Það kæmi mér ekki á óvart... 0, ég veit ekki, hún er nú ekki nema... Hvað? Ég egi henni, að þú hafir sagt það...” svo hló hún alveg eins og hún hafði hlegið með mömmu, og ég hefði getað lamið hana. JOAN WILCOX Þegar styttir upp , ,Hlauptu aldrei á eftir nokkrum pilti ” sagði systir mín alltaf. En hún hafði aldrei verið ástfangin af pilti eins og Oliver Lawson... Á eftir óskaði ég þess, að ég hefði lamið hana. Ef ég hefði hrist hana almennilega til, hefði hún kannski farið úr símanum, og allur dagurinn hefði verið öðruvísi. En ég vissi það ekki, þegar ég staulaðist með tárin í augunum upp i herbergið mitt og tróð mér í fötin. Hahaha — ofsalega sniðugt — Becky er vonsvikin og farin upp til herbergis síns og starir út í rigninguna.... Gatan var mannlaus; húsin líflaus og þögul, eins og allir hefðu farið burtu um nóttina. Ég óskaði þess, að allir hefðu farið, sérstak- lega Mandy, sem slettist eftir gangstígnum, regnbúin upp fyrir haus. ,,Hún er ekki enn búin að borða morgunverð,” heyrði ég mömmu segja, ,,en farðu upp, ef þú vilt — færðu henni þennan tebolla.” Tveimur mínútum síðar opnaði Mandy herbergisdyrnar. „Geturðu nokkuð farið núna?” sagði hún. „Þú ert vist örugglega vonsvikin.” „Auðvitað er ég vonsvikin.” Hún fór að hossa sér á rúminu mínu. „Hvers vegna hringirðu ekki bara í hann?” spurði hún. „Kannski býður hann þér í bíó í staðinn.” Ákafinn frá í gær streymdi aftur um hana. Ég vildi miklu frekar fara í bíó heldur en að gera mig að fífli á hestbaki — miklu, miklu frekar. Kannski rigndi ekki svona mikið seinna um daginn — kannski ringdi alls ekki þegar við kæmum úr bió, og við gætum farið og fengið okkur kaffi einhvers staðar... Um stund varð blýgrár himinninn silfraður — og síðan gullinn. En aðeins um stund. „Ég gæti það ekki,” sagði ég. „Þau myndu öll liggja á hleri.” Mandy hætti að hossa sér og stóð upp teinrétt, kringluleitt andlit hennar varð lifandi af áhuga. „Þú getur hringt í hann heima hjá mér,” sagði hún. „Þau eru farin að versla.” Rakel hringdi aldrei í vini sina, ekki einu sinni Malcolm. Hún sagðist vita, hvernig strákar hugs- uðu til stelpna, sem ónáðuðu þá með símhringingum. Hún ætlaði ekki að eltast við nokkurn mann — sagði Rakel alltaf.... „Ég eltist ekki við hann — hann getur hringt í mig,” sagði ég við Mandy. „Nú, hann getur það ekki ” benti Mandy á. „Systir þin er i símanum — og það er ekki nema kurteisi að láta hann vita, að þú getir ekki farið í dag...” Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér — alveg rétt. Það var ókurteisi að láta fólk ekki vita... „Komdu nú,” sagði hún. „Hættu þessu hangsi.” Við æddum niður stigann eins og villidýr væri á hælunum á okkur, og ég var komin út úr einu húsinu og inn i annað, áður en mamma gat spurt mig nokkurs. Það var mjög hljótt heima hjá Mandy, þegar við vorum þar bara tvær. Klukkan i forstofunni tifaði hátt af vandlætingu, og þegar við töluðum, virtist hún öskra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.