Vikan - 22.09.1977, Qupperneq 41
°í SKUGGA
%JÓNSINS
geri eitthvert kraftaverk. En hann
virðist svo sem líka vera nógu fús til
þess.”
Matteo hló stuttlega. „Hann
hefur gert það áður. Eins og talað er
um hann af fólkinu hér, gæti maður
haldið að hann kæmi næst guði
sjálfum. En það væri ráðlegt fyrir
frænda þinn, að halda sér frá þessu
máli, nema hann hafi hug á að
kynnast þvi, hvernig er að vera
fallin hetja.”
,,Þú heldur sem sé að hann hafi
ekki árangur sem erfiði?”
Matteo yppti öxlum. ,,Ég veit
það ekki. Ég gæti vel haft rangt
fyrir mér. En timarnir eru breytt-
ir.”
,,í Roccaleone?”
,,Já, jafnvel i Roccaleone. Þetta
eru ekki sömu aðstæður. Á stríðs-
árunum áttu allir sama óvininn,
óvinurinn var öllum sameiginlegur.
Það var ekki nokkur maður í
Roccaleone, sem ekki hataði fasista,
og þjóðverja jafnvel enn meir. En
núna er vandamálið heima fyrir. Og
hver í þessari borg treystir sér til að
glíma við Giuliano Malaspina?
Enginn.”
Regína leit forvitnislega á hann.
,,Þú lætur eins og hann njóti ein-
hverra forréttinda. ”
Matteo sneri sér við og starði út
um gluggann. „Taktu ekkert mark
á mér. Ég get ekki litið hlutlausum
augum á Roccaleone. Ég ólst hér
upp.” Hann þagði smástund. „Þeir
eru að koma,” bætti hann síðan við.
„Hverjir?”
„Edward og Dino gamli og....
faðir minn.”
„Hvað gerist nú?” spurði Regina
þá, þegar þeir komu.
„Lögreglan er tekin við,” svaraði
Edward. „Það verða að sjálfsögðu
endalausar yfirheyrslur.”
„Svo Roccaleone hefur nú fengið
aðra morðgátu að glíma við,”
tautaði Matteo.
„Þetta morð getur nú varla
kallast nein ráðgáta,” sagði Beppo
biturlega. „Hvervarþað sem æddi
um alla borgina í gærkveldi og
sagði hverjum, sem heyra vildi,
hvernig hann ætlaði að hefna sín á
Rósu gömlu fyrir að hún skyldi
henda í hann tómati?”
Veðurbarið andlit Dinos gamla
var öskugrátt. „Þú átt við Tomaso,
sonarson minn. Hann er aðeins
drengur, Beppo. Drengir eru oft
stórir i munninum.”
„Hún er dáin, er það ekki?” hélt
Beppo áfram. „Eins og konan min.
Gleymdu henni ekki. Og við vitum,
hvers vegna hún var drepin, — af
því að ég hafði boðið Giuliano
Malaspina birginn. Rósa hafði gert
slikt hið sama við einn úr flokki
Giulianos, og þess vegna þurfti að
hefna sín á henni. Hún átti bara
hvorki mann eða barn, sem þeir
gátu drepið. Hún var bara hún
sjálf.”
Gamli maðurinn hélt höndunum
fyrir augunum. „Edward, Beppo,
hvað eigum við að gera?”
Beppo yppti öxlum. „Ég berst
ekki lengur. Ég er að fara.”
Edward snerti léttilega handlegg
gamla mannsins. „Ég er hér ennþá,
Dino.”
Það birti yfir svip Dinos. „Ætlar
þú að hjálpa okkur?”
„Ef ég get. Regína, ég held við
ættum að koma okkur aftur upp í
kastalánn.”
Hún stökk á fætur og fylgdi á
eftir honum út úr húsinu. Matteo
gekk við hlið hennar. „Frændi þinn
er hugrakkur.”
Hún leit snöggt á hann. Var aftur
kominn sami háðshreimurinn í rödd
hans? Hún gat ekki lesið neitt úr
svip hans. Hún fylltist gremju.
„Hann er að minnsta kosti tilbúinn
til að reyna að gera eitthvað,”
hreytti hún út úr sér, „sem er
meira, en sagt verður um marga.
aðra hér í borginni.”
Það var hálf undarleg tilfinning
að vera aftur á leið niður fjallið, hún
fann til léttis, sem hún vissi þó að
var einungis tímabundinn. Rocca-
leone mundi aftur umlykja þau áður
en dagur væri að kveldi kominn.
I þetta skipti var enginn á
veginum nema þau, enginn svartur
hryllingur, sem beið eftir að ráðast
að þeim. Reyndar myndu mótpr-
hjólamennirnir aldrei þora að ráðast
að þessum bíl, þessu rennilega
ferlíki, sem flutti markgreifann, í
þau fáu skipti, sem hann fór frá
kastalanum. Edward ók og við hlið
hans sat markgreifinn.
Þegar þau komu til Genoa horfði
Regína með ákefð i kringum sig.
Hún hafði enga hugmynd um,
hvernig Carla Malaspina lifði, það
eina, sem hún vissi, var að
ráðskonan hafði lýst henni sem
„dýrðlingi.” Hún sá mikið af
fallegum nýjum byggingum og
vonaði í hvert skipti, sem Edward
stöðvaði bilinn og segja, að nú væru
þau komin.
En götumar urðu stöðugt þrengri
og fátæklegri. Regína gerði sér
grein fyrir að þau væru nú að
nálgast miðju hafnarhverfisins. Þau
beygðu niður þrönga götu, þar sem
húsin líktust helst kofum. Við enda
götunnar var stór, ömurleg, gamal-
dags bygging, sem Regínu fannst,
að tími væri kominn til að rífa.
Eward stöðvaði bílinn. „Þá erum
við komin,” sagði hann, en virtist
ekkert liklegur til að yfirgefa bílinn.
Hann sat og starði út um rúðuna.
,,Er það hér?” stundi Regína
upp. Koma bílsins vakti mikla
athygli. Hópur óhreinna barna
satnaðist utan um hann og gægðist
inn á þau. „Þér getur ekki verið
alvara?” hélt hún áfram. „Þetta
hlýtur að vera einhver vitleysa."
„Nei, svo sannarlega ekki.”
Þaö stansa flestir í Staöarskála.
Hrútafirði — Sími 95-1150
' ' i
r/rvnsM
Akjósanlegur áfangi hvorf sem þér eruð á leiö norður eða að norð-
an.
Nú bjóðum við ferðafólki margháttaða aðstöðu í nýjum og glæsi-
legum húsakynnum.
Grillskálinn: Hér getur ferðafólk valið á milli ýmiss konar smá-
rétfa allan daginn, eða fengið rétt dagsins.
Hótelið: Loksins getum við mætt hinni stöðugu eftirspurn eftir
gistingu, í nýjum og vistlegum herbergjum.
Feröavörur: Við kappkostum sem fyrr að hafa á boðstólum allar
nauðsynlegustu ferðavörur fyrir ferðamenn og farartæki.
38. TBL.VIKAN 41