Vikan - 22.09.1977, Page 43
,,En — 7” Hún leit á markgreif-
ann, sem sat og þagði. ,,En hvað er
þetta?”
„Heilsugœslustöð, — spitali fyr-
ir fátæklinga.”
Reginu létti. Auðvitað, Carla
bara vann hér, — aðalskona, sem
fómaði sér fyrir hina fátæku.
„Komið,” sagði markgreifinn
hljóðlátlega. „Hún biður eftir
okkur, kæru vinir.”-
Edward hljóp hinum megin við
bílinn til að hjálpa honum út.
Bömin hópuðust í kringum hann.
„Já, ungamir mínir,” sagði gamli
maðurinn og brosti. „Ég gleymi
ykkur ekki.”
Regína sá að hann var með stóran
sælgætispoka í annarri hendi. Hann
rétti baminu, sem næst stóð
pokann, og sagði því að skipta
þessu milli þeirra allra. Hávaðinn af
rifrildinu vegna úthlutunar sæl-
gætisins barst á eftir þeim alla leið
að spítalanum.
Inni angaði allt af sótthreinsandi
efnum. Allt var hreint og nýmálað.
Þau fór í gegnum móttöku-
herbergið og inn í annað stórt
herbergi, þar sem vom raðir af
bekkjum fyrir sjúklinga sem biðu.
Innst í herberginu biðu nokkrar
konur eftir hjúkmnarkonu til að
vigta börn sin.
„öll þjónusta hér er ókeypis,”
sagði markgreifinn. „öðm vísi vill
Carla ekki hafa það. Það fær enginn
borgað kaup.”
„Er það hagkvæmt?” spurði
Edward og hnyklaði brýrnar.
„Það hefur verið það. Ég held að
það sé komið að því, að þetta verði
að breytast. Þetta byrjaði í svo
smáum stíl, en hefur vaxið svo ört,
að það þarf að koma á fullkomnari
stjórnun. Það er orðið erfitt að láta
alfa þessa vinnu hvila á sjálfboða-
liðum.”
„Það hlýtur að mega með
einhverjum hætti útvega spítalan-
um fé til að geta greitt kaup?
Fátæklingarnir gætu samt sem
áður fengið alla þjónustu endur-
gjaldslaust.”
Markgreifinn brosti. „Ég skyldi
verða fyrstur til að leggja fram
gjafafé. Og það myndi marga aðra
langa að legggja sitt að mörkum.
Þetta starf hér er orðið vel þekkt.
En Carla má ekki heyra á þetta
minnst.”
Hjúkmnarkona hafði nú komið
auga á þau. Hún gekk í áttina til
þeirra, brosti breitt og rétti fram
hendurnar. „Ö markgreifi, en
ánægjulegt að sjá þig. Hvemig
líður þér?”
„Alveg ágætlega, vina mín,
nema hvað ég er farinn að sjá illa.
Ég er kominn með enska vini mina
til að hitta dóttur mina.”
„Hún er í eldhúsinu. Á ég að
kalla á hana?”
„Nei, við finnum hana.”
Þau fór inn um dyr fjærst i
herberginu og inn i dimman gang,
sem lá að öðm álíka dimmu
herbergi. Regina kom auga á skápa,
vask og heljarstórt gamaldags
borð. Hinum megin við borðið var
kona á fjórum fótum að skúra
gólfið.
Markgreifinn nam staðar.
„Carla.”
Konan, sem var að skúra, leit
snögglega upp og staulaðist á
fætur. „Pabbi.” Hún gekk til hans
og rétti honum hendurnar. Um leið
og hún kyssti föður sinn á kinnina
leit hún yfir öxl hans. „Edward.”
Hún yfirgaf föður sinn og rétti
Englendingnum höndina.
Regína starði á þau, og einhvem
veginn fann hún, hvað handtak
þeirra var þétt. Góða stund stóðu
þau þögul og héldust í hendur eins
og timinn hefði numið staðar.
Allt í einu áttaði Edward sig.
„Mig langar að kynna þig fyrir
systurdóttur minni, Reginu
Webb.”
„Komdu sæl,” sagði Carla og
sneri sér að Regínu. Um leið og
Regína stamaði einhverju út úr sér
starði hún á konuna. Hún þekkti
hana af myndinni, en þó var hún
svo allt öðm vísi, en hún hafði búist
við. Hún var átakanlega homð og
jafnvel í þessu dimma herbergi var
örið ógnvekjandi greinilegt.
Það náði yfir ennið og niður eftir
andlitinu, öðmm megin. Að öðm
leyti var hún alveg eins og
málverkið i kastalanum. Fegurð
hennar lá i beinabyggingunni og
ekkert ör gat eyðilagt hana full-
komlega. En það var erfitt að slíta
augun af þessum hræðilegu um-
merkjum eldsins.
4 SKUGGA
%/ÓNSINS
„Hún talar tungu okkar vel,
Eward,” sagði Carla.
„Ég sá til þess að hún lærði
ítölsku,” svaraði hann stuttlega.
Carla kinkaði kolli. „Svo hún
kynni hana, þegar þú færir aftur
hingað.”
Eitt augnablik virtist hún hafa
mglað hann i ríminu. Edward
opnaði munninn til að segja
eitthvað, en hætti við það.
Það var markgreifinn, sem rauf
þögnina. „Ég vissi alltaf að þú
kæmir aftur, Edward.”
Carla sneri sér að honum.
„Pabbi,” sagði hún biðjandi, en svo
þagnaði hún líka.
„Þú getur kallað það raus gamals
manns, ef þú vilt, en ég vissi alltaf
að ég myndi sjá hann aftur áður en
ég væri allur. Og nú sérðu að hann
er kominn.”
Carla hló svolítið. „Það þýðir
ekkert að andmæla þér, pabbi. Við
skulum ekki vera hér. Við skulum
fara inn til mín. Ég bý lika héma,”
útskýrði hún fyrir Reginu. Hún
gekk á undan þeim út úr eldhúsinu
og inn í annan dimman gang. Hún
opnaði fyrir þeim aðrar dyr.
„Þá emm við komin,” sagði hún
glaðlega og vék til hliðar, svo þau
kæmust innfyrir.
Þama i birtunni var örið enn
hræðilegra en áður. Það fangaði svo
augun, að maður tók varla eftir
nokkm öðm í útliti konunnar. Hún
var klædd nákvæmlega eins og
sveitakonur í Roccaleone klæðast,
allt svart, pils, blússa, peysa,
sokkar og skór. Hendur hennar
vom líka rauðar og hrjúfar.
Regína gekk á eftir mönnunum
tveim inn í herbergið. Þetta var lítið
herbergi með fáum húsgögnum:
Rúm, sem leit út fyrir að vera mjög
hart, kommóða í lamasessi, og tveir
stólar. Það var varla hægt að
ímynda sér meiri andstæður heldur
en þetta herbergi og kvenlega,
fínlega herbergið í kastalanum.
En hér var þó að finna lausn á
einni ráðgátu. Uppi á kommóðunni
hallaðist lítil, beygluð mynd af
ungum manni upp að veggnum.
Hann stóð á kletti og sneri sér
hálfvegis frá myndavélinni. Hann
var í grófum fötum og með riffil um
öxl.
Þótt hún þyrfti að horfa þvert
yfir herbergið, þekkti hún þegar í
stað, að þetta var mynd af frænda
hennar. Hún mundi eftir tóma
myndarammanum i svefnherberg-
inu í Roccaleone. Þetta var þá eini
persónulegi hluturinn, sem Carla
hafði með sér í útlegðina....
Carla gaf þeim kaffi og síðan
bauðst einn af eldri læknunum,
prðfessor Tendi, til að sýna Reginu
og markgreifanum spítalann.
„Þakka þér fyrir prófessor, þetta
var fallega gert,” sagði markgreif-
inn, þegar þau voru komin út úr
herberginu. Þau ættu að fá að vera
ein stutta stund. Þau hafa án efa
um margt að tala.”
Prófessorinn velti þessu fyrir sér.
„Hver er hann? Ég þekkti hann að
sjálfsögðu af myndinni. örið er
auðþekkj anlegt. ’ ’
Framhald í næsta blaði.
38. TBL. VIKAN 43