Vikan - 22.09.1977, Page 47
— Cagade? En ráðskonan hafði
fullyrt, að hann hefði ekki vikið að
heiman?
— Það er til nokkuð, sem heitir
segulband, og inn á það má leika
tónlist og raul, söng og raddir. Svo
er hægt að klifra niður brunastig-
ann, skjótast nokkrar húslengdir,
heimsækja vininn Hill, fremja
morðið, hlaupa heim, snúa aftur
eftir tvo klukkutíma og finna líkið.
— En hvernig fékk Hill tíma til
að skrifa nóturnar?
— Síðasta ósk dauðadæmds
manns. Cagade brotnaði undireins
og sagði okkur, hvernig allt gerðist.
Þegar Hill áttaði sig á, til hvers
hann var kominn, bað hann um að
fá að Ijúka laginu, hann ætti aðeins
fáeinar nótur eftir. Og Cagade hafði
ekki brjóst í sér til að neita honum
um það.
— Og ástæðan?
— Eiginmaður, sem stóð í vegi
fyrir hamingju tveggja elskenda.
STUNDARÞÖGN. Stúlkan horfir á
iögregluforingjann. Það er eins og
hún veigri sér við að halda viðtalinu
áfram. Hún strýkur hárlokk frá
andlitinu.
FuIItrúinn kemur enn inn.
— Get ég fengið að tala við
lögregluforingjann í einrúmi, segir
hann.
— Er það varðandi slysið?
Fulltrúinn kinkar kolli.
— Við skulum leyfa blaðamann-
inum að heyra það. Hún vill eflaust
heyra. hvernig við vinnum, ekki
bara hlusta á sögur.
Fulltrúinn kinkar kolli.
— Eins og lögregluforinginn vill.
— Hafið þið yfirheyrt þau?
— Já.
— Og hvað?
— Lögregluforinginn hafði á
réttu að standa. Þau hafa verið
elskendur i um það bil tvö ár. En
það kemur augljóslega þessu slysi
ekkert við. Þeim ber nákvæmlega
saman um. hvernig þetta átti sér
stað. Og öll ummmerki á staðnum
koma heim og saman við frásögn
þeirra.
Lögregluforinginn nýr hökuna.
— Engin ummerki á bílnum?
— Nei, ekki svo mikið sem rispa.
— Hvernig bíll er þetta?
— Ja, segir fulltrúinn, — það er
reyndar svolítið merkilegt. Hinn
látni hefur greinilega verið með
biladellu, sankað að sér gömlum
árgerðum og þess háttar. Átti
margar bíldruslur í skúrnum hjá
sér. Þessi bill er Mercedes-Benz
170, árgerð 1951.
— Jahá, segir lögregluforinginn.
— Athyglisvert tómstundagaman.
Og engar rispur á bílnum?
— Nei, ekki ein einasta.
Lögregluforinginn klórar sér í
yfirskegginu. Hann snýr sér i
stólnum, svo að hann snýr beint að
blaðakonunni, meðan hann heldur
áfram samtalinu við fulltrúann.
— Segið mér fulltrúi, þér vitið,
hvernig bilhurðir eru gerðar?
— Ja, hvað á lögregluforinginn
við?
— Bílhurð sveiflast á hjörum,
ekki satt? Og hjarirnar eru annað
hvort að framan eða aftan.
— Já, að sjálfsögðu.
— Þetta var Mercedes 170,
árgerð ’51. Hvorum megin eru
hjarirnar á honum?
— Það... ég hef ekki hugsað út í
það.
— Ég get upplýst fulltrúann um
það. Hurðin er með hjörum að
aftan. Þvi hefur verið breytt siðan,
það er óþægilegra að stjast inn í
bilinn, þegar hjarirnar eru að aftan.
— Ja, fyrst lögregluforinginn
segir þetta, 'er það áreiðanlega rétt.
Ég held ég muni þetta núna.
— Og hvað gerist, þegar fitlað er
við handfangið á slíkum bíl á ferð?
— Maður... maðurdetturút, eins
og henti þennan mann.
— Og hurðin slengist aftur, eða
hvað? Mótvindurinn gripur hana af
afli. og hún hlýtur að slengjast á
afturhurðina eða hreinlega rifna af.
- Já?
— En þið funduð ekki svo mikið
sem rispu á bilnum, sögðuð þér?
- Nei.
Fulhrúinn ræskir sig. — Á ég að
laka þau föst? spyr hann.
— Nákvæmlega það. sem þér
eigið að gera, segir lögreglu-
foringinn.
Fulltrúinn hverfur á brott
skömmustulegur á svipinn.
— Eiginmaður, sem stóð í vegi
fyrir hamingju tveggja elskenda?
spyr stúlkan.
Lögregluforinginn rís á fætur.
Slúlkan stingur niður blokkinni og
blýantinum og lyftir töskunni á öxl
sér.
— Þakka yður fyrir að vilja fórna
mér tíma, segir hún.
— Min var ánægjan, segir
lögregluforinginn og horfir á eftir
henni, þegar hún gengur út.
JOHN EKBLOM leikari hugsar:
Þetta er i þritugasta og sjöunda
skipti, sem ég leik hlutverk
lögregluforingjans í enska saka-
málaleikritinu „Sextugsafmæli
lögregluforingjans.” Túlkun mín á
hlutverkinu er ágætlega sannfær-
andi. Ég hef ágæta meðleikara. Eva
konan mín er góð í hlutverki
blaðamannsins. Og Rolf Blom, sem
leikur fulltrúann, er ungur og
efnilegur.
Nú er fyrsti þáttur á enda eftir
nokkrar sekúndur. Ég á að ganga
yfir sviðið og leggjast á hvilubekk-
inn.
Ég hef fengið lof fyrir túlkun
mína. Leikritinu hefur verið vel
tekið og gengið fyrir fullu húsi. Það
er bara eitt smáatriði, sem veldur
mér áhyggjum.
Það eru tólf skref yfir sviðið að
hvílubekknum, og nú geng ég þessi
tólf skref í þrítugasta og sjöunda
skipti frammi fyrir áhorfendum.
Smáatriðið... já, það eru augna-
tillit þeirra Evu og Rolfs Blom. Er
eitthvað á bak við þau? Ég gæti
skilið hana. Aldursmunur okkar er
mikill
Nú? í dag eru skrefin yfir að
hvílubekknum fjórtán. Ég leggst
fyrir. Brátt mun ég heyra lófatak
áheyrenda úr myrkum salnum á bak
við mig. Svolítið dreift til að byrja
með, af því fólk áttar sig ekki strax
á þvi, að fyrsti þáttur er á enda. Svo
tekur járntjaldið, þetta þunga
skröltandi eldvarnarteppi, að falla
niður á milli sviðs og áhorfenda-
salar. Þá magnast lófatakið. Og
þegar tjaldið fellur að gólfi, get ég
risið á fætur og fengið mér öl að
drekka.
Lófatakið hefst. Ég ligg á bakinu
á hvílubekknum. Heyri járntjaldið
hyrja að falla. Svo loka ég augunum
og hlusta á skröltið i tjaldinu og
lófatak fólksins.
Ég minnist upphafsatriði leiks-
ins. F.va sat á hvilubekknum. Hún
reis sneggra og kröftugar á fætur en
hún var vön að gera. Hvilubekk-
urinn ýttist eina tvo metra fram
eftir sviðinu. Það hafði aldrei gerst
áður.
Tvo metra fram eftir sviðinu, nær
sviðsbrúninni.
Af því leiðir, að....
John Ekblom leikari heyrir lófa-
takið. Svo verður allt hljótt.
Járntjaldið fellur með brauki og
bramli að gólfi og malar allt, sem á
vegi þess verður.
Sápa og shampó í
sama dropa.
fi ■
Doppeldusch
i steypibaðið
J.S. Helgason sf sími 37450
38. TBL.VIKAN 47