Vikan - 22.09.1977, Side 48
í VERSLUN MEÐ VINNU-
VEITANDA
Kæri draumráðandi,
Mig langar að biðja þig um að
ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi fyrir stuttu og get ekki
gleymt. Mig dreymdi að ég væri á
leið í vinnuna, og var að ganga
eftir Hafnargötunni. Þá mætti ég
vinnuveitanda mínum. Við fórum
inn í búð við Harnargötuna, sem
heitir Kyndill. Það var svo margt
fólk í búðinni að við snérum við.
En vinnuveitandinn snéri sér við í
dyrunum og tók lykil upp úr vasa
sínum og ætlaði að læsa búðinni,
en lykillinn brotnaði í, þegar hann
ætlaði að fara að læsa hurðinni.
Hann náði brotunum úr skránni,
og hélt á þeim í hendinni en
meðan hann var að þessu, gekk
ég út á götuna, og þá varð allt
svart, svo ég leit upp í himininn, og
hann var líka svartur. Þá sá ég,
hvar flugeldur þaut upp í loftið og
sprakk þar. Það birti mikið frá
flugeldinum, svo ég labbaði
áfram. Þegar ég var búin að labba
smáspöl, datt prikið af flugeld-
inum rétt fyrir framan mig og það
var brotið. Ég tók prikið upp og
ætlaði að eiga það og fara með
það heim til mín og við það
vaknaði ég. Ég vona að þú getir
lesið eitthvað úr þessu. Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
GÞ.
Vinnuveitandi þinn mun verða
fyrir einhverri óheppni um stund-
arsakir, en einnig er hætt við að
þú lendir sjálf í einhverjum vand-
ræðum, og þú verður aðeins að
treysta á sjálfa þig í þeim erfið-
/eikum. Þú auðgast á óvæntan
hátt og mikil gleði er i uppsiglingu
hjá þér.
i ÓKUNNUGU HÚSI
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi fyrir stuttu tvo
drauma (sömu nóttina), sem ég
ætla að biðja þig að ráða. Sá fyrri
var svona: Mér fannst ég vera á
Mig
dreymdi
gangi í ófullgerðu húsi, með
einhverju fólki, sem ég þekki, en
get þó ekki munað hverjir voru,
nema eiginmaður minn. Þetta var
mjög stórt hús og gengum við í
hvert herbergi. Allir veggir voru
gráir (málað'ir ) en það var tjaldað
fyrir alla glugga með bláum
gluggatjöldum, sem voru illa sett
upp. Að lokum komum við í eitt
herbergi, sem var fullgert, með
mjög fallegum húsgögnum. Mér
leið illa þar, því mér fannst
húsráðendurnir ver að koma, og
ég væri í algjöru óleyfi þarna.
Seinni draumurinn var mjög
stuttur. Hann var á þá leið, að mér
fannst ég vera að þvo. Giftingar-
hringurinn var alltaf að renna
framan af fingrinum en svo festist
hann á liðamótunum. Ég var lengi
að reyna að losa hann, en ekki
man ég, hvort ég tók hann af mér,
eða lét hann kyrran. En þessi
hringur var kúptur og frekar
grannur, en minn er sléttur oj
breiður. Með þökk fyrir ráðning-
una,
SMF
Fyrri draumurinn boðar þér
snögg umskipti, sem verða á
lífsvenjum þínum. Þin bíður aukin
ve/megun og heimi/ishamingja, og
þú átt skemmtilegt tímabil í
vændum. Síðar draumurinn er
fyrirboði smávægi/egra erfiðteika,
sem þú mætir í hjónabandi þínu,
en þeir eru ekkieins alvarlegs eð/is
ogþér virðist í fyrstu og aiit fer vel
að lokum.
Á ÞVÆLINGI UM AKRANES
Kæri draumráðandi,
í nótt dreymdi mig eftirfarandi
draum. Mér fannst ég vera stödd
uppi í sveit. Með mér þar voru
börn mín tvö, lítill bróðir minn og
ársgamall strákur, sem ég hef
gætt undanfarið. Fannst mér ég
hafa tekið rútu þangað sem ég
var. Veður var dumbungslegt og
rigningarsuddi. Þó vorum við ekki
blaut. Við gengum áfram og
komum þá í kauptún, sem ég hef
aldrei komið í áður. Af vöru-
merkjum verslana þar mátti ráða,
að þetta væri Akranes. Aldrei hef
ég komið þangað í rauninni. Þegar
ég vissi, hvar ég var, ákvað ég að
leita að húsi, sem ég vissi að
gamall vinur minn býr í. Ég kom í
götuna og leitaði að húsinu, en
fann ekki þetta eina númer, en allt
annað í kring. En ég var staðráðin í
að hætta ekki leitinni, fyrr en ég
sæi, hvernig hann byggi. Ég
rúllaði kerrunni um götur staðarins
og reyndi að finna byrjun götunn-
ar. Þvældumst við lengi um.
Þurftum við að ganga í gegnum
hús til að komast út á næstu götu.
Einhverja ábendingu virðist vinur
minn hafa fengið, að ég væri að
leita hans, því ég fékk þau
skilaboð að hann byggi þeim
megin sem brúin væri, en ég
skyldi passa mig að fara ekki þeim
megin, sem kvennaskólinn væri.
Hélt ég áfram og kom seinna að
lítilli göngubrú, að mér fannst.
Mikið vatn var þar umhverfis, sem
mér fannst vera afleiðing allrar
rigningarinnar. Ég sá marga
menn, sem líktust vininum, en
hann var enginn þeirra. Alveg var
ég auralaus og átti ekki fyrir farinu
heim. Allir peningar höfðu farið í
rútuferðina. Var ég því að hugsa
um að fara á puttanum heim, en
fyrst ætlaði ég að finna vininn.
Man ég ekkert meira úr þessum
draumi. Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna,
Ásta.
Þessi draumur er fyrirboði
breytinga, sem verða á llfi þínu,
annaðhvort af völdum starfs þíns,
eða hjúskapar. Sjá/fsálit þitt á eftir
að biða einhverja hnekki, og líkur
eru til að þú eigir við minniháttar
veikindi að striða um tima. Regnið
er gæfumerki, og brúin bcrðar þér
velgengni og hamingju.
EGG i NÆRFÖTUM
Kæri draumráðandi!
Hér er draumur, sem ég vil
gjarnan að þú ráðir fyrir mig, eins
vel og þú getur. Að vísu er hann
hluti úr draumi, sem ég man ekki
rétt vel. Það var kvöld, og ég var
að hátta mig og var komin í
náttföt. Síðan ætlaði ég að taka
saman fötin mín, en þá sá ég að
nærfötin voru orðin fölgræn og
þegar ég tók þau upp, datt stórt
fölgrænt egg út úr þeim. Það var
allt í sprungum og þegar ég fór að
skoað það betur, brotnaði það og
rauðan sprakk og fór í köggla. Allt
í einu er vinkona mín, sem býr
erlendis, komin til mín og við
skoðuðum þetta með hálfgerðum
hryllingi. Þá sagði hún allt í einu
hálfill: „Þetta er þessi helv....
pilla." Meira man ég ekki og ég er
ekki í neinum barneignahugleið-
ingum eða neitt slíkt. Með von um
birtingu,
Virðingarfyllst,
E.G.
Þú kemst að einhverju fjöt-
skyldu/eyndarmáli, sem veldur þér
miklum áhyggjum. Sennilega áttu
eftir að striða við minniháttar
veikindi um tíma, en erfiðleikarnir
ganga fljótt yfir. Að finna egg i
draumi, boðar ógiftum giftingu,
en þó er hætt við að þú verðir fyri'r
eignatjóni, mannorðsspjöllum eða
svikum, þar sem það brotnaði.
Rauðan boðar aftur á móti gleði
og góðar fréttir.
48VIKAN38. TBL.