Vikan


Vikan - 27.07.1978, Page 12

Vikan - 27.07.1978, Page 12
Þvottadagurinn er ekki lengur neinn sérstakur dagur Sjálfvirku vélarnar lengja vikuna hjá húsmæðmnum — en það þarf þó enn að stjórna vélunum. Þegar við förum út í búð og kaupum þvottaefni til þess að þvo þvottinn okkar í þvotta- vélinni, dettur okkur líklega sjaldnast í hug, að það sé hægt að spara með því að velta verðinu á þvottaefninu fyrir sér. — En auðvitað er það hægt. Þvotta- efni kostar ákaflega misjafnlega mikið, — á pökkunum stendur aðeins, hvað pakkinn kostar, en það er einingarverðið, sem öllu máli skiptir, þegar verið er að bera saman verð. Auðvitað skiptir hæfni þvottaefnisins lika miklu máli. Það þarf minna af ákveðnum merkjum en öðrum. En i flestar sjálfvirkar þvottavélar er látið sama eða svipað magn af þvottaefni. Tvær þvottavélar á mörgum heimilum Formæður okkarhefðuliklega rekið upp stór augu, ef þær hefðu séð fyrir, við hvaða aðstæður við þvoum þvottínn okkar í dag. Næstum þvi öll heimili eiga eða hafa aðgang að sjálfvirkri þvottavél, og margir hafa einnig aðgang að eða eiga þurrkara. Sum heimili eiga þvottavél á hæðinni, en hafa síðan aðgang að fullkomnu sameiginlegu þvottahúsi í kjaliaranum. í fjölbýlishúsum eru yfirleitt alltaf þvottahús með fullkomnum og stórvirkum vélum, þar sem hægt er að þvo, þurrka og strauja þvottinn á broti af þeim tíma, sem það tók formæður okkar að gera þetta verk. Sjálfvirka vélin lengir vikuna Ég minnist þess, er vinkona mín eignaðist sjálfvirka þvotta- vél fyrir einum 15 árum. Þá sagði hún, að vélin lengdi vikuna um að minnsta kosti heilan dag. Á meðan hún þvoði í „venjulegri gamaldagsvél með „bullu” þá þurfti hún að eyða einum heilum degi í hverri viku til þvotta. En með sjálfvirku vélinni gekk þetta fyrir sig, án þess að hún hefði svo mikil afskipti af þvottinum. Mér var sjálfri líkt farið. Mér fannst lífið brosa við mér, þegar ég eignaðist sjálfvirka þvottavél. Og eftir tvö rigningarsumur, þegar aldrei var hægt að hengja þvottinn út • þerris, keypti ég mér þurrkara. Það lengdi vikuna einnig um heilan dag, kannski fleiri en einn. Þannig að vikan hjá vinkonu minni og mér er einir átta eða níu dagar. „Þvottadagarnir" úr sög- unni Okkur er hollt að hugsa til þess, hvemig formæður okkur þurftu að hafa sína þvottadaga. 12 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.