Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 12
Þvottadagurinn er ekki lengur neinn sérstakur dagur Sjálfvirku vélarnar lengja vikuna hjá húsmæðmnum — en það þarf þó enn að stjórna vélunum. Þegar við förum út í búð og kaupum þvottaefni til þess að þvo þvottinn okkar í þvotta- vélinni, dettur okkur líklega sjaldnast í hug, að það sé hægt að spara með því að velta verðinu á þvottaefninu fyrir sér. — En auðvitað er það hægt. Þvotta- efni kostar ákaflega misjafnlega mikið, — á pökkunum stendur aðeins, hvað pakkinn kostar, en það er einingarverðið, sem öllu máli skiptir, þegar verið er að bera saman verð. Auðvitað skiptir hæfni þvottaefnisins lika miklu máli. Það þarf minna af ákveðnum merkjum en öðrum. En i flestar sjálfvirkar þvottavélar er látið sama eða svipað magn af þvottaefni. Tvær þvottavélar á mörgum heimilum Formæður okkarhefðuliklega rekið upp stór augu, ef þær hefðu séð fyrir, við hvaða aðstæður við þvoum þvottínn okkar í dag. Næstum þvi öll heimili eiga eða hafa aðgang að sjálfvirkri þvottavél, og margir hafa einnig aðgang að eða eiga þurrkara. Sum heimili eiga þvottavél á hæðinni, en hafa síðan aðgang að fullkomnu sameiginlegu þvottahúsi í kjaliaranum. í fjölbýlishúsum eru yfirleitt alltaf þvottahús með fullkomnum og stórvirkum vélum, þar sem hægt er að þvo, þurrka og strauja þvottinn á broti af þeim tíma, sem það tók formæður okkar að gera þetta verk. Sjálfvirka vélin lengir vikuna Ég minnist þess, er vinkona mín eignaðist sjálfvirka þvotta- vél fyrir einum 15 árum. Þá sagði hún, að vélin lengdi vikuna um að minnsta kosti heilan dag. Á meðan hún þvoði í „venjulegri gamaldagsvél með „bullu” þá þurfti hún að eyða einum heilum degi í hverri viku til þvotta. En með sjálfvirku vélinni gekk þetta fyrir sig, án þess að hún hefði svo mikil afskipti af þvottinum. Mér var sjálfri líkt farið. Mér fannst lífið brosa við mér, þegar ég eignaðist sjálfvirka þvottavél. Og eftir tvö rigningarsumur, þegar aldrei var hægt að hengja þvottinn út • þerris, keypti ég mér þurrkara. Það lengdi vikuna einnig um heilan dag, kannski fleiri en einn. Þannig að vikan hjá vinkonu minni og mér er einir átta eða níu dagar. „Þvottadagarnir" úr sög- unni Okkur er hollt að hugsa til þess, hvemig formæður okkur þurftu að hafa sína þvottadaga. 12 VIKAN 30. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.