Vikan


Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 5

Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 5
Fátt hefur verið meira til umræðu í heil- brigðismálum þjóðarinnar að undanförnu en ferðir íslendinga á Freeport, New York, en það er eins og flestum mun kunnugt sjúkrahús sem sérhæfir sig í meðferð áfengissjúklinga. í sambandi við ferðir þessar hafa ýmsar hnútur flogið um borð, og því hefur jafnvel verið haldið fram, að broddborgararnir notuðu þær sem stöðutákn, eða að „fólk væri bara að fá sér ódýra utanlandsreisu”. Furðuleg afstaða, ef á staðreyndir er litið, því að engin meðferð hefur borið jafn undraverðan árangur í baráttunni gegn því rótgróna þjóðarböli, ofdrykkjunni. Á síðastliðnum 4 árum hafa um 400 íslendingar leitað hjálpar á Freeport, með þeim árangri að 75-80% þeirra hefur síðan tekist að halda sjúkdómi sínum í skefjum og lifa eðlilegu lifi. Þetta er umtalsverð tala í fámennu þjóðfélagi. Þetta fólk hefur heldur ekki legið á liði sinu eftir að heim er komið. Samtökunum SÁÁ hefur nú þegar tekist að koma upp vísi að sambærilegri meðferð hér á landi, í Reykjadal og að Sogni. í Reykjadal er rekin sjúkrastöð, þar sem afvötnun og fræðsla fer fram, en endurhæfing að Sogni. Það er á endurhæfingarstöðvunum sem meirihluti meðferðarinnar fer fram og fengum við því leyfi til að heimsækja þær tvær stofnanir sem endurhæft hafa íslendinga eftir tilskilda dvöl á Freeport, Rheinbeck Lodge qg Veritas Villa, og kynna okkur þá starfsemi sem þar fer fram. Dr. Frank Herzlin, geðlæknir og yjirlæknir á Rheinbeck Lodge: Strangur skóli — Þetta er fyrsta endurhæfingarstöðin sem starfar í beinu framhaldi af Freeport, og við opnuðum fyrir 8 mánuðum. — Freeport tók til starfa fyrir 18 árum. Þá voru ekki til neinar sambærilegar stofnanir fyrir áfengissjúklinga, svo Free- port er algjör frumherji á þessu sviði. — Ég var svo lánsamur að fá að starfa þarna alveg frá byrjun, og það hefur verið ómetanleg reynsla. Þannig hafa þróast margar nýjar hugmyndir og aðferðir, sem hafa dugað vel í baráttunni gegn áfengis- sýki, betur en nokkrar aðrar. Okkur hefur tekist að hjálpa ótrúlegum fjölda manna til 9. tbl. Vikan 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.