Vikan


Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 7

Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 7
þeim tilfinningaflækjum, sem geta tafið fyrir bata og oft eiga sinn þátt i ofdrykkju- vandamálinu. — Hollt mataræði er líka mikilvægur þáttur í meðferðinni. Fyrst eftir að íslend- ingarnir komu til sögunnar reyndum við að bjóða upp á fisk, en okkur til mikillar furðu vildu þeir alls ekki sjá hann. En mig hætti að furða á því eftir að ég kom til íslands, fiskurinn ykkar er svo miklu ferskari og betri en sá, sem við getum boðið upp á. Við reyndum lika lambakjöt, en það var ekkert vinsælla, svo að nú höldum við okkur mest- megnis við nautakjöt, sem fellur í jafn- góðan jarðveg bæði hjá íslendingum og Bandaríkjamönnum. Konum vex ásmegin — Enn fáum við heldur færri konur til meðferðar en karlmenn. Að því liggja margar orsakir. Þær eru oft í betri aðstöðu til að leyna vandamáli sínu, og eins er það ekki fyrr en með okkar kynslóð, að það verður almennt að konur neyti áfengis opinberlega. Áður þótti það hin mesta Endurhæfinn eftir Freeport skömm. Þegar ég byrjaði voru hlutföllin ein kona á móti fimm karlmönnum, en nú eru þau tvær konur á móti þremur karl- mönnum. Svo það líður ekki á löngu þar til hlutföllin verða orðin nokkurn veginn jöfn. — Hættulegasta þróunin er sú, að fólk byrjar áfengisneyslu sífellt yngra og yngra, og á það ekki síður við um ísland. Við höfum dæmi þess, að 12 ára börn séu byrjuð að drekka, og það tekur ekki nema u.þ.b. tvö ár að verða algjör sjúklingur. — Starfsemi AA samtakanna og annarra samtaka áfengissjúklinga er afar mikilvæg. Hvað sem öllum sérfræðingum líður, geta fáir veitt jafnhaldgóða hjálp og þeir sem sjálfir hafa gengið í gegnum sama vandamálið, m.a. vegna þess að sjúkling- urinn treystir þeim ósjálfrátt betur. — Við erum þakklát fyrir þann góða árangur sem starf okkar hefur borið og glöddumst af hjarta yfir öllum þeim fjöl- mörgu jólakveðjum sem við fengum frá fólki sem öðlaðist nýja lífsvon á Freeport. Er blaðamann bar að garði voru 5 íslend- ingar til endurhæfingar í Rheinbeck Lodge og létu þeir mjög vel af dvölinni. Tveir þeirra, þeir Árni Þór Árnason og Sigþór Elíasson, deila hér reynslu sinni af baráttunni við áfengið með lesendum Vikunnar. Árni Þór Árnason, 19ára: Framtíðin ein skiptir máli — Ég var 17 ára þegar ég fann fyrir því að neysla mín á áfengi var orðin að óviðráðanlegu vandamáli. Ég fann að ég varð að leita hjálpar, vissi bara ekki hvert. Og ég er ekkert einsdæmi, það er því miður ekki svo óalgengt að unglingar á mínum aldri séu orðnir áfengissjúklingar. Það var aldrei neitt vandamál að ná sér í áfengi, þó ég væri undir lögaldri. Enda koma ekki neinar kvaðir í veg fyrir að sá sem háður er áfengi komist yfir það. — Annars byrjaði ég reyndar í grasi er ég stundaði nám i unglingaskóla í Banda- ríkjunum. Þar reyktu flestir nemendurnir gras, að vísu á klósettunum, en við keyptum efnið í skólanum. Það getur ekki verið annað en að kennararnir hafi vitað um þetta. Þetta var bara svo algengt að þeir lokuðu augunum fyrir því. — Ég var alveg að gefast upp þegar ég kom hingað, fannst ekkert eftir sem gæti gefið lífinu gildi. En nú hef ég fengið nýja von. Það hjálpar alveg ótrúlega mikið að geta rætt vandamál sín við fólk sem þekkir þau af eigin reynslu. Einhvern veginn er það svo, að manni finnst að enginn geti haft eins hrikaleg vandamál og maður sjálfur. Hérna lærir maður líka grundvallar atriði í sálarfræði og kemst fljótt að raun um að vandamálin eru miklu fleiri en áfengið. Svo byrjar maður smátt og smátt að leysa þau og lærir að lifa lífinu upp á nýtt. Það er aðalatriðið að þekkja sjálfan sig, án þess að festa sig of mikið við fortíðina. Það er framtiðin ein sem skiptir Sigþór E/íasson, 31 árs: Enginn flýr sjálfan sig — í raun og veru er afar erfitt að taka ákvörðun um það að hætta að drekka. Maður blekkir sjálfan sig í lengstu lög með # Sigþór EKasson og Ámi Þór Árnason f tómstundaherberginu ó Rheinbeck Lodge. Dr. Frank Herzlin, forstöðumaður Rheinbeck Lodge. 9-tbl. Vikan7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.