Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 11
flóttans. Þetta, ásamt því að konur gera nú
æ meira að því að viðurkenna eigin vanda-
mál, veldur því að hlutfall kvenna í
sambandi við áfengisneyslu hefur hækkað
jafn mikið og raun ber vitni á síðastliðnum
árum.
— Þó að konur nái nú æ meira sjálfstæði
út á við standa þær ennþá tilfinningalega
séð höllum fæti og þá sérstaklega í
sambandi við hlutverk sitt sem móðir og
kynvera. Það er langt frá því að þær hafi
tileinkað sér hið svokallaða frjálsa kynlíf.
Þó þær játi því á yfirborðinu, veldur það
jafnvel enn meiri tilfinningaflækju hjá þeim
en ella. Þeim hættir til að taka ástríðu fyrir
ást og eru of fljótar til að bindast elskhuga
sínum tilfinningalega. Þetta er sérstaklega
óheppilegt fyrir einstæðar konur sem eru
að reyna að hætta að drekka. Einnig er
ennþá erfitt fyrir flestar konur að sætta sig
við hið óumflýjanlega breytingaskeið.
— Þessi tilfinningavandamál eiga engu
síður við um íslenskar konur en okkur, þó
þær íslensku séu mun lengra á veg komnar
til sjálfstæðs þroska og ég geti ekki annað
en dáðst að sjálfstæði þeirra.
— Annað vandamál, sem hefur aukist að
mun á síðastliðnum árum, er ofdrykkja
aldraðra og á það bæði við um konur og
karla. Þetta stafar líka af breyttum þjóð-
félagsháttum, fólk lifir nú miklu lengur og
hættir til að finnast sem ekki sé lengur þörf
fyrir það er aldurinn færist yfir.
*
Magnús Blöndal Jóhannsson hefur starfað
í Bandaríkjunum á vegum Freeport síðan
í október 1977 og við báðum hann að
seg/a okkurfrá þessu starfi sínu:
Mismunandi leiðir að sama
markmiði
Ég er nokkurs konar milliliður milli
islenskra aðila annars vegar og hins vegar
Freeport ásamt Veritas Villa og Rheinbeck
Lodge. Ég tek á móti fólki, sem kemur að
heiman, á flugvellinum og fer með það á
Freeport en þar er það í tilskilinn tíma.
Eftir tilkomu Reykjadals er sá tími nú
skemmri en áður. Á sjúkrahúsinu sjálfu fer
ekki aðeins fram hin eiginlega afvötnun,
heldur sækir fólk þar og fyrirlestra um
áfengissýki, sem gefa góða og raunsæja
mynd af þessu mikla vandamáli.
— Eftir það hefst hin raunverulega
endurhæfing, annaðhvort á Rheinbeck eða
í Veritas Villa, eftir því sem fólk hefur
ákveðið. Það er mjög mikið atriði að fólk
dvelji þar a.m.k. lágmarkstíma, sem talinn
er vera 4 vikur.
— Þessir tveir staðir vinna að sama
markmiði, en með ólikum aðferðum. Á
Rheinbeck er allt miklu fræðilegra,
Veritas Villa leggur meira upp úr AA fyrir-
lestrum og viðtölum við félagsráðgjafa.
Endurhæfing
eftir
Freeport
— í því sambandi langar mig til að benda
fólki á nauðsyn þess að sækja AA fundi
eftir að heim er komið. Staðreyndin er sú
að þeir sem stunda fundina vel standa sig
mun betur en hinir.
— Því miður hefur risið upp nokkur mis-
skilningur í sambandi við þessar stofnanir
og sá misskilningur síðan blandast persónu-
legum sjónarmiðum. Þessi ágreiningur
hefur komið illa niður á fólki sem hefur
komið hingað, því það fær ekki nægar
upplýsingar um báða staðina. Þetta hefur
og valdið leiðindum, fólki finnst það dregið
í dilka. Þetta er afleitt, því auðvitað vilja
allir að fólk fái sem besta lausn á sínum
vanda.
Það er í rauninni ekki verið að gera upp á
milli þessara staða, heldur mismunandi
þarfa fólks.
Vandamálið á sér djúpar rætur
Dominikanska reglan stendur fyrir
rekstri á Veritas Villa og það setur auðvitað
nokkurn svip á staðinn. Hún fær opinberan
styrk til starfseminnar og getur því haldið
niðri dvalarkostnaði. Húsreglur eru
nokkuð strangar, t.d. fær fólk ekki að fara
út eitt síns liðs, og ferðasvæði er
takmarkað. En þessar reglur eiga fullan rétt
á sér, því Veritas Villa stendur skammt frá
borginni Monticelli, þar sem mikið er um
bari, spilavíti og alls kyns spillingu.
Nokkur opinber fyrirtæki, eins og
lögreglan, sorphreinsunaraðilar og Con
Edison, senda starfsmenn sína til endur-
hæfingar i Veritas Villa ef þeir eiga við
áfengisvandamál að stríða. Þeim eru þá
settir tveir kostir: Annaðhvort að bæta sitt
ráð eða láta af störfum. Þetta fólk kemur til
endurhæfingar með nokkuð öðru hugarfari
en fólkið sem kemur að heiman. Það hefur
gert sér grein fyrir því sjálft að það verður
að gera eitthvað í málinu, það er staðráðið í
að leggja sig fram við að leysa vanda sinn.
— Góð enskukunnátta er ennþá
nauðsynlegri fyrir þá sem fara á Rhein-
beck, þar sem prógrammið þar er mun
fræðilegra. Það byggir mikið upp á sjálfs-
könnun, fólk rekur vandamál sín allt aftur í
frumbernsku og skrifar mikið niður.
— En bæði þessi prógrömm leggja
áherslu á að kenna fólki að lifa lífinu og
gefnar eru leiðbeiningar um hvernig það
eigi að bregðast við alls kyns aðstæðum,
sem það hugsanlega kann að lenda í. Því
sálkannanir hafa sýnt, að vandamálið á sér
oft miklu dýpri rætur en sjálfa áfengis-
neysluna. Og eitt er víst, engar aðferðir
hafa reynst eins vel við að hjálpa fólki til að
rífa sig upp úr böli ofdrykkjunnar og ná
aftur fótfestu í lífinu.
Að ó leiðinni til Rheinbeck Lodge. Magnús Blöndal Jóhannsson ósamt blaðamanni Vikunnar.
9. tbl. Vikan II