Vikan


Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 14

Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 14
Sjúkdómar vetferðar- samfélagsins Hér áður fyrr voru ýmiskonar sjúkdómar algengasta orsök barna- dauða og máttu foreldrar hrósa happi ef öll börn þeirra komust á legg. Aukinni efnalegri velferð samfara tækniþróuninni og aukinni i þekkingu innan læknavísindanna hefur að miklu leyti tekist að ráða bót á þeim sjúkdómum sem ógnuðu börnum fyrr á tímum. En samfara þessari þróun hafa aðrir „sjúkdómar”, ef sjúkdóma skyldi kalla, gert vart við sig í síauknum mæli. Það eru hinir svokölluðu velferðarsjúkdómar sem koma fram í ýmiskonar taugaveiklunareinkenn- um og hegðunarerfiðleikum hjá börnum og unglingum. Fjöldi þessara „sjúkdóma” hefur aukist jafnt og þétt á síðastliðnum áratugum. Einkenni hinna svokölluðu velferðarsjúkdóma er ekki einungis orsök þess að menn séu farnir að veita þeim meiri athygli en áður, heldur eru þeir viðbrögð gegn óhagstæðum lífskjörum sem eru manninum andsnúin og fjandsamleg. Það er erfitt að gefa upp nákvæmar tölur um hvað mörg börn þjást af ýmiskonar hegðunar- og taugaveiklunareinkennum en talan 25% er oft nefnd í því sambandi. Þannig hafa ótal rannsóknir víðsvegar um heim (m.a. á íslandi) bent til þess að allt að 25% barna hafi slík einkenni. Hvað á að nefna vetferðarsjúkdómana? Hann er óþægur, taugaveiklaður, á í hegðunarerfiðleikum eða aðlögunarerfið- leikum, er tilfinningalega eða fétagslega skaddaður, eða það sem einna nýjast er: hann er fórnarlamb samskiptaerfiðleika í fjölskyldu. Öll þessi heiti og öll þau heiti sem hafa verið notuð í gegnum árin um börn sem hafa átt í einhvers konar erfiðleikum endur- spegla alltaf mismunandi afstöðu mismun- andi tíma til þessara barna — og ekki bara þeirra heldur allra barna. Mikill misskilningur hefur oft átt sér stað vegna þess að fólk skilur orð og hugtök á mismunandi vegu. Þetta kemur mjög oft fram þegar fullorðnir tala um, að börn séu ekki eins og þeim finnist að þau eigi að vera. Börn lenda þá oft í því að fá á sig alls konar heiti sem koma því oftast lítið við hvernig þau eru í raun og veru og allra síst af hverju þau eru eins og þau eru. Óþæg börn er sennilega það hugtak sem er einna algengast og það sem sýnir fram á einfalda heimsskoðun. Þegar fullorðnir kalla börn óþæg, er það vegna þess að þeir álíta að það séu hinir fullorðnu sem viti best hvað sé rétt og rangt í heiminum. Einhver börn hafa síðan verið svo óheppin eða óforskömmuð að þau hafa haggað við heimsskoðun þeirra fullorðnu með því að vera ekki eins og fullorðnir vilja að þau séu. Hugtökin hegðunarerfiðleikar eða aðlögunarerfiðleikar bera svolítið vott um breyttan hugsanagang en það sama gildir um þau og orðið óþægur, að það er barnið sem á erfitt og það er barnið sem á að laga sig að heimi hinna fullorðnu en ekki öfugt. Hugtök eins og tilfinningalega skaddaður eða félagslega skaddaður eru hugtök sem tengjast sjúkdómshugtakinu, þ.e.a.s. maður sem þannig er á sig kominn er eitthvað veikur. Þetta er ekki sérlega heppilegt m.a. vegna þess að sjúkdóms- hugtakið hefur tilhneigingu til að loða við fólk — einu sinni veikur — alltaf veikur. Einnig benda þessi tvö síðast nefndu hugtök til þess að eitthvað sé að einstakl- ingnum sjálfum, óháð umhverfinu. Hugtakið samskiptaerfiðleikar er mikið notað í dag um börn sem sýna þess einhver merki að þeim líði illa. Notkun þessa orðs byggist að miklu leyti á því að menn hafa viljað sýna fram á, að vandræði barna eigi sjaldnast rætur sínar að rekja til barnsins sjálfs heldur tengsla barnsins við óheppilegt umhverfi. Allt fólk tekur daglega þátt í margskonar samskiptum við annað fólk, t.d. innan fjölskyldu, við félaga, í skóla, á vinnustað o.s.frv. Sum samskipti geta gengið vel, önnur illa og hefur það úrslitaáhrif á líðan fólks hvernig því líður í samskiptum sínum við aðra — þetta á ekki síður við um fullorðna en börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.