Vikan


Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 18

Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 18
Þær stóðu á krossgötum, konurnar tvær. Þær höfðu verið í sama bailettflokki og verið mjög nánar vinkonur, og nú hittust þær aftur eftir tuttugu ár. önnur hafði náð því að láta æskudraum sinn rætast, hún var orðin fræg ballerína. En hin hafði gefið dansinn upp á bátinn, gift sig og eignast börn. Þær voru nú, eftir allan þennan tíma, neyddar til að líta til baka og rifja upp allt sem þeim hafði orðið á um dagana, þær urðu að endurlifa allt það sem leitt hafði þær að krossgötum . . . eftir Arthur Laurents Öll annríkisárin var eins og Deedee horfði gegnum öfugan enda sjónaukans. Myndin varð minni og minni, fjarlægari og fjarlægari. Svo kom Emma aftur fram á sjónarsviðið og það var eins og sjónaukanum væri snúið við. Þá varð myndin jafnvel stærri en raunverulegt var, og minningin varð hræðilega sárs aukafull. Myndin, eða minningin, er af þeim báðum í spegilveggnum, báðar gera sömu hreyfingar, báðar horfa aðeins á sjálfa sig. Michael fylgist með þeim báðum, hann ber þær saman, hann vegur þær og metur eins og hann vegur og metur sporin sem hann hefur samið. Önnur þeirra á að dansa aðalhlutverkið I nýja ballettinum sem hann er að semja. Það er ekkert óvenjulegt við þessa mynd, en þessar þrjár persónur voru allar nánir vinir, og þó sérstaklega stúlkurnar. Þær höfðu verið herbergis- félagar siðan þær byrjuðu með ballett- flokknum fyrir fjórum árum. en þá voru þær átján. Vinátta þeirra hafði meira að segja byrjað fyrr, eða yfir kampavíns- flösku sem þær höfðu hnuplað í Boston. Þær höfðu báðar hlutverk I söngleik 18 Vikan 9. tbl. sem átti að fara með I sýningaferð. 1 þá daga þótti sjálfsagt að hafa ballett með I söngleikjum og þær voru þvi I ballett- hópnum. Þetta var bæði fyrsta og siðasta sýningin sem þær tóku þátt i. Þetta var líka fyrsta, enda þótt það væri ekki síðasta verk höfundarins. Fyrir áeggjan ballettmeistarans var leyft að æfingum væri haldið áfram fram yfir miðnætti, sem þýddi dýra yfirvinnu. Hann lét ná I samlokur, kaffi og bjór fyrir þátttakendurna — og í kampavin fyrir yfirboðarana. Emma, sem var svo dösuð að ætla mætti að hún væri með hita, saup á vatnsglasi með brauðinu. Hún hafði tyllt fótunum upp á stól og sat úti I horni búningsherbergis stúlknanna i ballett- flokknum. Samlokurnar sem hún hafði valið sér lágu á hvítri serviettu við hlið- ina á málningardótinu hennar, en þvi var snyrtilega raðað á mjallahvítt handklæðiá borðinu. ..Viltu bjór? Ég náði I einn auka.” Það var eins og Deedee, sem alltaf var kát og opinská, væri rétt að byrja dansinn. „Nei þakka þér fyrir, mér finnst bjór ekki góður.” Rödd Emmu var eins og margra dansara, frekar mjóróma og hljómlitil. En hún gætti þess að tala lágt og rólega. „Viltu kaffi?” „Nei þakka þér fyrir, það heldur fyrir mér vöku.” „Viltu þá kampavin?" Hún sagði þetta eins og ekkert væri sjálfsagðara. Emma starði á hana vantrúuð, en eftir augnablik var Deedee komin aftur með kampavínsflösku. „Af hverju ekki?" Hún flissaði um leið og hún hellti i glös handa þeim. „Við erum gæddar eins miklum hæfileikum ogþeir.” Emma saup á kampavíninu og lauk svo við glasið. „Það erum við," sagði hún svo mjög alvarlegri röddu. „Þú ert það.” „Þaðert þú líka.” Þær sátu hlið við hlið við langa borðið i búningsherberginu. Deedee leit feimnislega á Emniu I speglinum. „1 alvöru?" Deedee fyllti aftur i glösin þeirra. „Hvað ætlarðu að gera þegar við komum aftur til New York?” „Læra.” „Það á að verða inntökupróf hjá American Ballet.” „Ég hélt að þeir hefðu farið á hausinn.” „Nei. Þessi kona sem er potturinn og pannan hjá þeim seldi víst fleiri hluta- bréf eða eitthvað slikt. Eigum við ekki að fara og reyna, Emma?” Entma strauk vandlega botninn á glasinu. „Heldurðu að við séum tilbúnar?” „Við höfum engu að tapa. Það verða ekki margar sýningar á þessum söngleik. Þetta er alveg vonlaus sýning," sagði Deedee eins og hún hafði heyrt höfund leikbúninganna segja deginum áður. (Þegar blöðin í Boston birtu gagnrýni sina, var það einmitt höfundur leik- búninganna sem var rekinn fyrstur). „Þakka þér fyrir kampavínið,” sagði Emma. Og svo sagði hún það sem hana langaði mest til að segja án þess þó að geta horft á Deedee. „Ef þér finnst ég vera svona góð, því viltu þá að ég spreyti mig á inntökuprófi um leið og þú?” „Heyrðu mig, ég er líka góð!” sagði Deedee hlæjandi. „Auk þess vil ég eiga /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.