Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 21
Á KROSSGÖTUM
þessum ballett, en hann óttast ennfrem-
ur að rómantískur sorgarleikur geti
auðveldlega orðið of innantómur og til-
finningasjúkur.
Þótt furðanlegt sé, þá virðist ein-
hvern veginn líkami hvorrar fyrir sig
hæfa betur túlkun hinnar á hlutverkinu.
Deedee hefur mjúkar, bogadregnar
línur. Hún er ákaflega kvenleg, sem er
sjaldgæft meðal dansara, brjóst hennar
eru yndisleg og þau sjást. En samt þegar
hún stendur á tám, má ekki miklu
muna að hún verði ekki of hávaxin fyrir
flest alla karldansara (að Wayne undan-
skildum). En tækni hennar er svo full-
komin að jafnvel Dahkarova.aðalstjarna
ballettsins, fylgist stundum með henni.
Emma er nógu lítil fyrir alla mót-
dansarana, en hún virðist eins há og
Deedee því hún er svo leggjalöng og háls-
löng. Hún er mjög grönn. Hún er eins og
strengdur vir, en samt er eins og það sé
ekki eitt einasta bein i líkama hennar
þegar hún byrjar að dansa. Meira að
segja þessi örvæntingarfulla hreyfing,
þegar hún strýkur hárið frá andlitinu,
verður mjúk og yndisleg. Það er alltaf
eins og hún búi yfir einhverri óskiljan-
legri orku, kannski vegna þess hve
gjörsamlega hún getur einbeitt sér.
Þessi einbeitni lýsir af andliti hennar,
sem reyndar skiptir sérlega vel litum
fyrir leiksvið; andlit hennar er mjög
hvítt en augun og hárið svart. Það er
líkast því sem augu hennar væru úr
svörtu flaueli, kinnbeinin eru há og hún
er frekar varaþykk.
Þær eru báðar þreyttar. Vikum
saman hafa þær verið að æfa sama
baliettinn í mismunandi borgum, en að
því er virðist alltaf í sama speglaher-
berginu. Ballettinn er ennþá langt frá
því að vera fullgerður og Michael er
enn að breyta því sem þær héldu að hann
væn búinn að fastsetja
Hann fær ekki nægan tíma til æfinga,
hann er nýr höfundur. Hann er ekki eins
og Balanchine, sem er með sinn eigin
dansflokk. En samt er Adelaide Payton,
sem er framkvæmdastjóri ballettsins,
ekkert að reka á eftir honum. Auk þess
að vera framkvæmdastjóri flokksins
heldur hún honum líka gangandi með
sínum eigin peningum. Hún hylur lík-
ama sinn pífum og slæðum eins og smá-
stelpa. Og þó hún tauti „Gefðu þér
góðan tima. elskan” við Michael, Emmu
og Deedee, en hún bindur miklar vonir
við þau þrjú, þá spyr hún samt hvasst:
„Er eitthvað í þetta varið, elskan?”
Það veit enginn með vissu. Hvorki
Emma né Deedee og allra sist Michael.
Freddie Romoff frá Indiana sem dansar
Vronsky, elskhuga Önnu, er mjög hrif-
inn af sínu hlutverki og það er Michael
líka. Hann hefur ekki breytt því neitt
frá því hann samdi það fyrst. Freddie vill
heldur hafa Emmu í hlutverki Önnu því
hún er minni og það er auðveldara að
lyfta henni. Það kemur sér einnig vel
fyrir Freddie, sem gjarnan á við timbur-
menn að striða. Wayne sem dansar
eiginmann Önnu vill auðvitað heldur
Deedee. En hlutverk eiginmannsins er
mjög litið. Joe Rosenfeld, stóri bangsinn
sem dansar niðri i hljómsveitar-
gryfjunni þar sem hann stjórnar hljóm-
sveitinni, hefur alltaf haft meiri áhuga
á Deedee. Og hann heldur áfram að vilja
heldur Deedee, enda þótt hann viti að
Wayne er fluttur til hennar í svefnher-
bergið hennar í íbúðinni sem hún deilir
með Emmu. Nokkrum vikum áður hafði
hann reyndar opnað dyrnar að einu
búningsherberginu aðeins of fljótt og
séð Wayne og annan ungan mann
saman. Af því sem hann sá ályktaði
Rosie að Wayne væri ekki að þessu i
fyrsta sinn. Það var hann heldur ekki en
Rosie misskildi ákafa hans. Hann stafaði
ekki af fenginni reynslu, heldur af þeirri
ánægju sem Wayne hafði af að veita
öðrum ánægju.
Rosie var búinn að lifa og hrærast í
ballettheiminum í tvö ár og hann gerði
ráð fyrir að Deedee vissi hvernig Wayne
hagaði sér. Henni væri sennilega sama
núna, en það ætti að likindum eftir að
breytast. Hann hafði þó ekki alveg rétt
fyrir sér. Deedee vissi það, en það
íþyngdi henni meir en hún vildi viður-
kenna, jafnvel fyrir Emmu.
„Og hvað með það? Auðvitað er
kjaftað. Almáttugur, það er meira að
segja kjaftað um mig og þig!”
„í alvöru? Og hvað er sagt?” Emmu
var skemmt.
„O, að við höfum verið saman.”
„En þau vita, að það höfum við ekki.”
„Við vorum nú ekki langt frá því.”
„Hvenær? 0, í Baltimore.”
„Já.” Deedee hló. „Það voru veggja-
lýsnar sem björguðu okkur! En hvað
sem því líður, þá elska ég Wayne. Og þó
ég viti ekki af hverju, þá elskar hann
mig.”
„Já, það gerir hann,” svaraði Emma
Deedee, enda þótt hún hefði ekki spurt.
„Þær vilja allar krækja i hann en hann
vill bara þig."
„Já, hann er minn, ekki satt?” Allt í
einu var Deedee aftur orðin hamingju-
söm. Hún fann ekki einu sinni til í fótun-
um lengur.
Emma var ein af þeim fáu, sem ekki
hafði sóst eftir Wayne, bæði vegna þess
að það var ekki hennar að vera að eltast
við einhvern og líka vegna vináttu við
Deedee, auk þess sem þessi vinátta
hennar og bréfin frá móður hennar full-
nægðu tilfinningalegum þörfum hennar.
Og líka vegna Michael. Fljótlega eftir að
Deedee og Wayne byrjuðu að vera
saman höfðu þau orðið elskendur, mest
vegna þess að bæði fundu eitthvað af
sjálfu sér í hinu. Samband þeirra hefði
getað orðið langlífara ef þau hefðu ekki
farið að æfa Önnu Kareninu.
„Ertu með áhyggjur?" spurði Michael
einn morguninn.
„Áhyggjur af hverju?” Hún fór út úr
rúminu.
„Ja.... til dæmis af því að þurfa að
keppa við Deedee.”
„Nei.” Hún horfði á sjálfa sig í
speglinum yfir snyrtiborðinu hans á
meðan hún setti upp á sér hárið. „Enda
lítum við ekki á þetta sem samkeppni.
Við dönsum saman hlutverk í mörgum
ballettum.”
Spegillinn var raunverulegur
Chippendalespegill. Það var lítið um
húsgögn og skrautmuni í íbúð Michael,
en það fáa, sem var þar, var allt
verðmætt.
„Hefur þú áhyggjur af þessu,
Michael?”
„Nei, ekki ef þú hefur það ekki. Eða
Deedee.”
„Þú ert samt með áhyggjur af ein-
hverju.” Ekkert svar. „Af hverju,
Michael?”
„Okkur.” Þó hann væri ekki orðinn
þrítugur og líkami hans væri enn stinnur
og spengilegur — hann dansaði ennþá
með flokknum, aðallega sem mótdansari
Emmu — þá var hann með djúpar
hrukkur frá nefi og að munnvikum.
„Við forðumst að ræða saman."
Hún fór að tína á sig spjarimar. „Ef þú
hefur áhyggjur af okkur,” sagði hún
hugsandi á svip, „þá ertu að hugsa um
mig sem Emmu en ekki sem Önnu. Og
það er ekki gott fyrir ballettinn þinn.
Það er kannski best að við hættum
Morgcm
iii Kcme
Lög f rumskógarins
9. tbl. Vikan 21