Vikan


Vikan - 01.03.1979, Page 27

Vikan - 01.03.1979, Page 27
neinu. Elínborg var þó nokkuð hissa á þvi hve óvenjusnemma hún var nú á ferð. Hún var vön að koma, þegar heimilisfólkið var að ljúka hádegisverði og fá sér bita i eldhús- inu. Hún var einstæðingur. En þótt hún væri greind að eðlisfari, var hún ekki eins og fólk er flest. Hún var góð kona og vel innrætt og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Nú settist hún og tók að harma það að Elinborg væri veik. Hún bauðst til að fara í lyfjabúð og sækja handa henni séra Friðriks- skammta. En Elínborg kvaðst nú hafa eitthvað sterkara. En gamla konan sagði, að séra Friðriksskammtar ættu eiginlega við gegn öllum mannlegum meinum. Frú Elinborg lá í rúminu og horfði á gömlu konuna. Hún var að sjá eins og fuglahræða, og svo dúðuð, að ekki sást neins staðar i hana sjálfa nema bláandlitið, rjótt og kringlótt, en holdugt og skvapkennt, og undarlega skýrt og hýrlegt. í móbrúnum augunum var kímnisglampi, eins og ljósi brygði fyrir einhvers staðar innst inni, sem lýsti upp andlitið og gerði það viðkunnanlegt. Var það þessi sjálfumglaða gamla kona, sem hún átti að gleðja? Hafði Guð sent henni hana? Af svip hennar varð ekki séð, að hana skorti neitt. Aleiga hennar var strigapoki og kistill, sem hún lagði á gólfið. En þessa fjármuni bar hún hvert sem hún fór. Þrátt fyrir það að Elínborg hefði þekkt hana í áratugi, komst hún aldrei að því, hvað pokinn og kistillinn höfðu að geyma. Elinborg ávarpaði gömlu konuna: „Þú ert snemma á fótum.” „Það kemur nú ekki til af góðu.” „Jæja, ekki það?” „Ég vissi að þú varst veik og ætlaði ekki hingað. En þegar ég gekk framhjá húsinu þínu, var eins og mér væri skipað að koma til þin. Mér þykir vænt um það núna af því að þú varst veik. Ég á sjálf tvo séra Friðriksskammta sem ég vil gefa þér. Þeir hressa þig áreiðanlega.” „Þakka þér fyrir, og ég ætla að þiggja annan skammtinn,” sagði Elínborg til þess að gera gömlu konuna ánægða. Enda ljómaði andlit hennar af gleði yfir því að hafa getað gert Elinborgu þennan greiða. Og Elínborg hélt áfram: „Jæja, svo þú ætlaðir ekki til mín? Hvert varstu að fara?” „Ég er á leiðinni til konu sem býr á Grettisgötunni.” „Er þetta áríðandi?” „Já, ég ætla að biðja hana að gera mér greiða.” „Get ég ekki gert það, svo þú þurfir ekki að fara lengra?” Gamla konan þagði við. „Það er mjög leiðinlegt, mjög óþægilegt, að vera að biðja fólk að lána sér, en nú er ég nauðbeygð til þess, ef ég á að halda lífinu.” Elínborgu fannst nú að Guð hefði sent hana, svo nú gæti hún fengið tækifæri til þess að efna heit sitt og sagði: „Hvað vanhagar þig um?” „Ég á engin kol í ofninn minn, hef ekki getað yljað upp í heila viku. Mér hefur ver- ið svo hryllilega kalt. Ég ætlaði að; hiðja konuna að lána mér kolapoka. Að vísu get ég ekki greitt henni fyrr en um mánaða- mótin. Þá fæ ég peninga hjá bænum.” Þetta var 21. febrúar, kalt i veðri og frost höfðu verið daglega að undanförnu. Elín- borg gat vel skilið að gömlu konunni hefði ekki verið hlýtt. Og nú þóttist hún sannfærð um það að hún hefði verið send sér. Hún hafði sjálf sagt, að hún hefði ekki ætlað til Elinborgar, en gat þó ekki gengið framhjá húsinu hennar. Og Elínborg sagði við gömlu konuna: „Þú þarft ekki að fara lengra. Ég læt þig hafa kol í ofninn þinn það sem eftir er vetrarins. Það er svo stutt.” „Það er eins og ég hafi aldeilis átt erindið! Engin furða þótt mér væri ýtt til þín. En ég skal greiða kolin um leið og ég fæ peningana frá bænum.” „Nei,” svaraði Elínborg, „mér ber að greiða þetta.” Gamla konan hváði, eins og hún hefði ekki heyrt orðin, en Elínborg hélt áfram: „Sjáðu til. Mér leið svo illa í gær og fyrri- nótt. í nótt svaf ég vært, og nú líður mér miklu betur. Finnst þér ekki von að mig langi til að gera einhverjum gott?” Gamla konan leit á hana og móbrúnu augun leiftruðu og hún sagði: „Ég hef oft tekið eftir því, að þú hugsar öðruvísi en fjöldinn, Elínborg.” Vorið 1929 fluttu þau hjónin Elínborg og maður hennar Ingimar Jónsson, skóla- stjóri á Vitastig 8A í Reykjavík. Hús þetta var þá ekki alveg fullgert. Samt var búið á hæðunum og í risinu. Þau hjónin tóku þriðju hæð á leigu. Ekki voru þau fyrr búin að koma sér fyrir á hæðinni, en Elínborg tók að verða vör við einhverja veru á reiki þar. Hún er skyggn og lýsti þessum manni 9. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.