Vikan


Vikan - 01.03.1979, Side 35

Vikan - 01.03.1979, Side 35
Fimm mínútur með WILLY BREINHOLST Þýð.: Kristin Halldórsdóttir UNDURSAMLEG BJÖRGUN Hún hét Dorothy Hooton, og Cunningham skipstjóri var á því, að hún væri einhver allra fallegasta stúlkan, sem nokkru sinni hafði verið farþegi á skipi hans, Silver Cross. Það var glæsilegt farþegaskip, sem sigldi þriðju hverja viku á sumrin frá London til vinsælla ferða- mannastaða eins og Lissabon, Dakar, Las Palmas, Santa Cruz á Tenerife og Funchal á Madeira. Dorothy Hooton seldi poppkorn í kvikmyndahúsi í Birmingham, en hafði nýlega orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera kjörin ungfrú Birmingham á vegum bæjarblaðsins Evening Echo. Verðlaunin voru minka- slá og lúxusferð með Silver Cross í einkaklefa á A dekki með baði og loftræstingu. Þar sem ungfrú Birmingham var slikt augnayndi, átti hún í mestu erfiðleikum með að halda farþegum af sterkara kyninu í hæfilegri fjarlægð, og hún var því Cunningham skipstjóra sannarlega þakklát, þegar hann sendi henni orð með yfirbryta sínum, hvort hún vildi gera honum þann heiður að sitja með honum til borðs, meðan á ferðinni stæði. Hinum farþegunum, sem fylgdust grannt með öllu, sem fram fór við borð skipstjórans, var það ljóst, löngu áður en komið var að aðalréttinum, að áhugi skipstjórans á hinni glæsi- legu ungfrú Birmingham var meira en lítill, því hann var svo upptekinn af að dást að henni, að hann sullaði skjaldböku- súpunni ekki sjaldnar en þrisvar sinnum niður á hvíta einkennis- jakkann sinn, og þrisvar sinnum varð hann að biðjast afsökunar og fara frá borðinu til að skipta um jakka. Næstu daga flatmagaði ung- frú Birmingham á sóldekkinu. Hún hafði það á tilfinningunni, að fylgst væri með hverri hreyfingu hennar ofan frá brúnni. Þegar látið var úr höfn í Lissabon, sendi Cunningham skipstjóri einn af undirmönnum sínum niður á sóldekkið til þess að spyrja, hvort ungfrú Birming- ham langaði til að koma upp í brúna og prófa að stýra. Dorothy lét ekki slíkt tæki- færi ganga sér úr greipum. Það er ekki á hverjum degi, sem 19 ára gamalli poppselju býðst að sigla 40.000 tonna skemmti- ferðaskipi með há- og lágþrýsti- hverflum, fjórum skrúfum og 19,5 hnúta hámarshraða. Síðdegis sama dag kvikmynd- aði Cunningham skipstjóri hana á sundlaugarbarminum, og svo tók hann litmyndir af henni, þar sem hún stóð og hallaði sér upp að skilti í brúnni, þar sem á stóð: Farþegum bannaður aðgangur. Og hann hafði sett á hana skipstjórahúfuna sína með gullsnúrunum, sem hann þoldi annars aldrei farþegum að gantast með. Um kvöldið reyndi Cunningham skipstjóri að kyssa hana. Þau stóðu uppi á sóldekki og störðu bergnumin á stjörnudýrð himinsins, um leið og tónaflóðið frá ítölsku hljómsveitinni i dans- salnum umvafði þau og jók á töfra þessarar stundar. Skyndi- lega dró hann hana að sér og leitaði vara hennar, en hún streittist blíðlega á-móti. / — Ó, nei, sagði hún, ekki þetta. Þér trúið mér lcánnski ekki, en ég er siðprúð og vel, upp alin stúlka og hef tenga réynslu af karlmönnum. Fegurðar- drottning þarf ekki endilega að vera lauslát. Auk þess lofaði ég móður minni að skrifa dagbók um allar mínar gjörðir. Hugsið yður, ef hún læsi allt í einu, að ég hefði látið kyssa mig . . , og það, sem á eftir kemur. Nei, þér rpegið ekki, skiljið þér. Verið nú skynsamir. En Cunningham skipstjóri var ekki á því að gefa sig. Á hverju kvöldi i heila viku reyndi hann að kyssa þessa fallegu stúlku, en í hvert skipti ýtti hún honum kurteislega frá sér og sagði, að hann mætti þetta ekki, því hún ætlaði að hafa dagbókina sína á hreinu. Slík staðfesta er sannarlega virðingar verð, þegar tekið er tillit til kringumstæðna, sindrandi stjörnubliks og þeirra töfra, sem skemmtisigling annarsbýður uppá. Þegar siglt var úr höfn í Funchal, var Cunningham skipstjóra nóg boðið. — Ef þér komið ekki með mér til káetu minnar eftir kvöld- verðinn, sagc^i hanm pg ef þér drekkið ekki( þa'r mep mér úr einni kampavínsflösku, og ef ég fæ ekki að kýssá yður . . . og ef þér látið ekki að vilja mínum . . þá • • Hann leitaði orða í örvæntingu. — Ja, þá sigli ég skipinu blátt áfram á sker, þegar við nálgumst Porto Santo . . . og læt Silver Cross farast með manni og mús! Næsta morgun skrifaði ungfrú Birmingham í dagbókina sína: — í nótt bjargaði én ’ • mannsfrádrukknun! Endir. 9. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.