Vikan


Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 40

Vikan - 01.03.1979, Qupperneq 40
Ég heiti Elínóra.. „Sem sagt fráskilin?” „Nei, sem sagt alls ekki og heldur ekki ekkja, ég bara á þau sí sona.” „Jaaaááá," og Lénharður varð allur hupplegri og reyndi að selja mér úrvals ibúð inni í Vogum. „Lénharður, ég get ekki flutt þangað. Ég verð að fá íbúð innan þess svæðis, sem simanúmerin byrja á 1, þvi ég hef haft þetta númer i þrjátíu ár.” Það lækkaði heldur trukkið á Lénharði, sem ályktaði upphátt, að ég hlyti þá að vera fjörgömul. Hefði ég sagst standa á áttræðu, þá hefði samtalið endað þar. En ég hafði ekki vit á því, heldur sagðist hafa haft þennan síma frá fæðingu. Lénharður færðist allur i aukana aftur, bauð mér í kaffi og bollur og bílferð og bíó og sagði, að ég hefði fallega rödd, svona stig af stigi. Þegar hann af næmleika skynjaði í gegnum símann, að ég var falleg kona, benti ég honum á að fá sér aukavinnu á kosningaskrifstofu og kvaddi. „Byggingar og brask.” „... fimm herbergja ...” „Mætti ég spyrja, hver er maðurinn þinn, og hvað starfar hann?” „Nei, það máttu ekki.” „Hvaðmáégekki?” „Spyrja. Ég á engan mann og þótt ég ætti hann, þá er ég að hringja. Mig vantar íbúð.” Hlé á samræðum í bili. En svo: „Ég er hér með tveggja herbergja í Norður- mýrinni.." „Éttu hana.” „HA?” „Eigðu hanasjálfur." í móðguðum tón: „Ég vil hana ekki.” „Nei, þarna sérðu. Svo heldurðu, að ég vilji hana?” „Fjós og hlöður” rifu upp tólið hjá sér og gleyptu mig nærri í heilu lagi. Engar spurningar, en áttu „einmitt svona rusl, eins og þú ert að sækjast eftir, byggt 1882, eflaust að falli komið og mikið ef það er vatn i húsinu. Hringdu bara, það er vatn úti i götu." Kofahróið reyndist ekki aðeins standa óstutt, heldur í allri sinni pomp og pragt, þrjár hæðir, marmarakaminur, silki- veggfóður, bitar í loftum, handskornar eikarhurðir, parketgólf.. og færi á 36-40 milljónir. Ég hló afsakandi og baktalaði sölumanninn óspart. Fimmtán fasteignasölum síðar lá nokkuð Ijóst fyrir, að almennur fólks- flótti rikti í Norðurmýrinni, hálft Breið- holtið var i eyði, og þó nokkuð af billegum einbýlishúsum í Kópavogi. Hafnarfirði, Mosfellssveit og Eyrar- bakka var til sölu. En vesælt timburhró í miðbænum? Nei. Ég var svo sem ekki á götunni þar fyrir. Gat fengið inni í einu herbergi hjá Sæma, Rögnvaldur sagði „enga dellu stelpa” og átti raðhús í Fossvogi, sem við gátum búið í saman, Jóki ætlaði að hjálpa mér að flytja gegn afnotum af hálfu dívanplássi með þvi fylgjandi hlunnindum, og Siggi sagði, að þetta með íbúðina hlyti að reddast, en hvað ég ætlaði aðgera í kvöld? Þessir lyddulúðar voru löngu hrapaðir fyrir aldursstapann og másuðu þessi tilboð sín milli illa upplímdra tannanna. Það voru átta fasteignasölur eftir á renningnum og það var ákaflega litið eftir af mér. Ég var orðin hundleið á að rekja bersyndugt líferni mitt og hundleið á sölumönnum, sem notuðu starfið sem yfirskin fyrir hvíta þrælasölu. Hvað átti ég að gera? Flytja undir Tjarnarbrúna? Tjalda í Laugardalnum? Átta fasteignasalar. Átta möguleikar. Átta rammgerir spurningalistar. Hverer maðurinn minn, hvað í ósköpunum ætlast ég fyrir með íbúð, hvernig fór ég að þvi að eiga börn (án blygðunar), og þegar þeir vita allt um mig og ég ekkert um þá, kalla þeir mig ídíót. Tveir af hverjum þremur myndu reyna að flytja mig með valdi i tveggja herbergja kjallaraíbúð i Norðurmýrinni eða í naglaskúffu í Breiðholtinu, og einn af hverjum þrem myndi reyna að komast með báða fætur eða fleiri í rúmið hjá mér. Ef ég öskraði á þá, að þeim kæmi það ekki við, þá kæmi það eflaust ekki mér við, hvort þcir ættu íbúð, sem MÉR þætti henta mér. Það ku vera rakt undir Tjarnar- brúnni. Ég tosaði til mín renninginn, tók mér penna í hönd, hélt fyrir nefið, sneri simaskifunni: „Lausaeignir.” „Já góðan daginn. Ég heitir Elinóra Amalia Ebenesersdóttir, og ég safna postulínshundum. Ég á núna 673 stykki, þar af eru 59 í fullri stærð, 142 í stærra lagi. 17 eru lampafætur, 39 pör eru föst saman og svo er afgangurinn svona minni gerðir, þér skiljið. Safnið nýtur sin engan veginn í því húsnæði, sem ég er núna i, en ég er nú orðin svo gömul, að ég get bara ómögulega hugsað mér að flytja héðan úr Þingholtunum, enda fædd hér og uppalin . . . þér ættuð ekki fimm herbergja ibúð hér í grenndinni i timburhúsi?” Við fluttum viku seinna. Og ég tók sérstaklega eftir því, hvað þeir forðuðust að spyrja mig nokkurra spurninga. Endir. PRJÓNUÐ VOÐ OG PÚÐAR Nú tökum við fram grófa prjóna og fallegt garn og töfrum fram á stuttum tíma þessa fallegu muni, sem hér sjást á síðunni. Hér er ekki mælt með neinni ákveðinni tegund garns, en þið hafið það í samræmi við prjónastærðina, sem er nr. 10. TEPPIÐ er 150 X 200 sm, og prjónaðir eru 12 ferningar. Þið fitjið upp 50 1. og prjónið allar umferðir rétt, þar til stykkið er jafnlangt og það er breitt. Saumið ferning- ana saman, eins og sýnt er á myndinni, og hnýtið kögur til endanna. PÚÐARNIR eru prjónaðir úr tveim ferningum, sem eru jafnstórir og teppis- ferningarnir, og þeir kastaðir saman. 40 Vikan 9. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.