Vikan


Vikan - 01.03.1979, Side 42

Vikan - 01.03.1979, Side 42
Eg Á LANGAN feril að baki mér sem einkaspæjari, og eitt af þeim merkilegustu málurn sem ég hef fengist við er sagan uni safnið i Gjellvik. Það stendur þar á hæð niðri við sjóinn — skemmtilegt. litiðsafn. Gjellvik er friðsantur staður — að minnsta kosti á veturna. Á sumrin færist þar líf í tuskurnar. því að bærinn er vinsæll sumardvalarstaður. Ég var ekki ýkja hrifinn af að þurfa að fara þangað. En dag einn snemma um vor. þegar ég ætlaði að fara að opna skrifstofuna niina, kom maður þjótandi upp tröppurnar. Hann stefndi beint að mérogkynntisig: — Ég er Mikkel Endresen, sonur málarans Dagfinn Endresen. Gctið þér komið rneð mér til Gjellvik? — Afsakið. sagði ég. Leyfist ntér kannski að spyrja um hvaða mál cr að ræða? — Ég skal útskýra það fyrir yður á leiðinni. Ég er með bil. Komið nú með mér. Ég var að því kominn að mótmæla. en mundi þá eftir að ég hafði ekki annað þarfara að gera i svipinn. Þess vegna fór ég með honurn. MkKEL Endresen var á fertugs aldri. Á leiðinni sagði hann mér i stuttu rnáli hvað gerst hafði. Hann og systkini hans tvö höfðu erft hús eftir föður sinn i Gjellvik. Faðir þeirra hafði átt verðmætt málverkasafn og þessi málverk tilheyrðu nú safninu í Gjellvik. Faðirinn hafði gætt þess vel að erfða skráin væri á allan hátt lögleg. og þar með hafði arfur systkinanna minnkað að mun. Mikkel Endresen átti sér eldri bróður og yngri systur. Öll voru þau vægast sagt óánægð með sinn skerf. En þau fengu ekkert að gert. Og það var heldur ekki þetta vandamál, sem þau leituðu til mín með. Mikkel Endresen virtist ákaflega áhyggjufullur. — Það er búið að stela sex myndum, sagði hann. í þrjú skipti. Við stöndum öll ráðalaus. Lögreglan hefur ekkert til að fara eftir. Við létum skipta um lás, og það eru ekki nema tveir lyklar til að lionum. Þetta eru sérsmíðaðir lyklar og ómögulegt að láta smíða eftir þeim. — Og hverjir hafa þessa lykla? — Lénsmaðurinn hefur annan. Hinn hefur Gulliksrud, gamli umsjónar- maðurinn. Hann sér alveg um safnið, selur miða og slíkt. Hann býr sjálfur I íbúð fimmtiu metrum frá safninu. — Er hægt að treysta honum? Mikkel Endresen brosti: — Hann er ábyggilega áreiðaniegri en nokkurerkiengill! — Hafið þér þekkt hann lengi? — Allt mitt lif. Hann hefur verið I þjónustu fjölskyldunnar siðan ég rnan eftir mér. — Hvað meö lénsmanninn? Það hefur kornið fyrir... Smásaga eftir Gunnar Oi Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir Leyndardómur safnsins Þau voru þrjú systkinin, sem hö/ðu erft hús eftir föður sinn, frægan málara, en málverkasafn hans tilheyrði nú safninu í Gjellvik. Og nú voru hin dýrmætu málverk tekin að hverfa, eitt af öðru. — Hann er alveg 100 prósent ntaður. Traustur og áreiðanlegur. Konan hans scgir að hann sofi nteð lykilinn unt hálsinn. — En hvers vegna þarf lénsmaðurinn að hafa lykil? Mikkel Endresen yppti öxlum: — Það er hagkvæmara þannig. Áður höfðum við venjulega lykla. Hver sem er gat látið sniiða eftir þeim. En svo skiptum við um lása. og þá varð Gulliksrud auðvitað að hafa lykil. Lénsmaðurinn fékk hinn, ef eitthvað skyldi konta fyrir. Okkur fannst heppilcgra að hafa cinn til vara. — Og siðan hefur verið brotist inn tvisvar sinnum? — Já. það er alveg óskiljanlegt. — Ekki veit ég það. Er kannski hægt að komast inn i safnið eftir leynigöngum? — Svona holu i jörðinni. sagði Mikkel Endresen háðslega. scm endar beint inni i safninu? — Þvi ekki það. sagði ég brosandi. Eða þá aö hér er um erkiengil að ræða — sem hefur vit á málverkum. ^MjKKEL Endresen var piparsveinn. Hann var svo gestrisinn að bjóða ntér að gista hjá sér og var tilbúinn til að lána mér allt sseni ég þurfti á að halda. jafnvel náttföt og tannbursta. Það kom i Ijós að öll fjölskyIdan eyddi suntarleyfinu i gamla húsinu. Eldri bróðirinn. Truls Endresen. var kvæntur og átti tvö börn. Hann virtist rólegur og friðsamur maður. Það varð aftur á móti ekki sagt unt systurina. Synnöve. Hún virlist vera algjör gaddavir. Hún stjórnaði eiginmanni og börnum harðri hendi. Eftir fimm minútur var ég búinn að fá meira en nóg af henni. Þrátt fyrir mótmæli Mikkels Endresen, kaus ég heidur að vera á hóteli. Ég konia þó aftur um kaffileytið til að ræða málið nánar. öll fjölskyldan var sammála um að ráða einkaspæjara, ef hann kynni að geta leyst gátuna. Gulliksrud var líka mættur. Hann var virðulegur, gamall maður. Áreiðanlega rúmlega sjötugur, en hress og unglegur. Ég gætti þess vel að velja mér sæti við hlið hans, og eftir kaffið fórurn við saman til safnsins. IrAÐ VAR reglulega athyglisvert. Gulliksrud var góður og fróður leiðsögu maður. Hann sagði rnér líka frá málar- 42 Vikan 9.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.