Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 43
anum Dagfinn Endresen — undarlegum
manni, sem gerði sér hin sérkennilegustu
atriði að myndarefni. Flestar voru
ntyndirnar frá Gjellvik — og sumt hafði
hann málaðafturogaftur.
Stolnu myndimar voru einmitt af
þeirri gerðinni.
— þess vegna verður auðvelt fyrir
þjófinn að selja þær, sagði Gulliksrud.
Það er ekki nema sérfræðingur sem
getur sannað að þær tilheyri safninu.
Það eru mörg málverk af svipaðri gerð í
einkaeign.
— Hvert er álit yðar á þessu máli?
spurði ég.
— Gulliksrud horfði hugsandi á mig.
— Hefði ég ekki þekkt Ás lénsmann
svona vel...
— Hann er sem sagt hafinn yfir allan
grun?
— Það held ég. Hann hefur alltaf
verið einn af postulum réttlætisins.
— Erkienglar og postular, sagði ég og
andvarpaði. Er ekki til einn einasti
almennilegur þorpari i allri Gjellvik?
Mikkel Endresen fór með mér til i
lénsmannsins. Hann átti stóran búgarð
og virtist siður en svo fjár vant. Hann
var opinskár og alúðlegur, en bar það
með sér að hann gæti lika verið harður i
horn að taka ef á þyrfti að halda. Hann
leit út fyrir að vera ntilli fimmtugs og
sextugs.
Konan hans var miklu yngri, hún gat
ekki verið eldri en 35 og hún var mjög
fögur. Þau áttu tvö lítil börn, svo að þau
höfðu sennilega ekki verið gift mjög
lengi. Frúin hafði þekkt Endresen-
systkinin frá blautu barnsbeini. Þau
voru öll fædd og uppalin I Gjellvik.
Okkur var boðið i kvöldmat. og
auðvitað snerust samræðurnar um
safnið.
— Við erum alveg að gefast upp á
þessu máli, sagði lénsmaðurinn og
andvarpaði. Seinni innbrotin tvö
gerðust eftir að við höfðum skipt um lás.
Framleiðandinn fullyrðir að það séu
ekki til nema tveir lyklar, og þeir eru í
vörslu okkar Gulliksrud. Samt sern áður
hefur þjófurinn notað lykil.
— Bæði þessi innbrot áttu sér stað að
næturlagi, sagði ég. Er það satt að þér
sofið með lykilinn á yður?
Hann hló.
— Konan min segir það. Það er að
visu ekki alveg sannleikanum
samkvæmt. en lykillinn er geymdur á
góðum stað i svefnherberginu, og við
gætum þess vandlega að hafa dyrnar
læstar.
Frú Ás var frábær gestgjafi, og
sinnti húsmóðurskyldum sinunt af
mikilli prýði. Ég sat og dáðist að andliti
hennar. það minnti á gömlu málverkin
af heilagri guðsntóður. Mikkel Endresen
virtist sama sinnis, það var eins og hann
ætlaði að gleypa hana með augunum.
En frú Ás virtist ekki hafa áhuga á
neinum nema manninum sínum. Ég tók
eftir að hún strauk hönd hans nokkrum
sinnum, er hún hélt að enginn veitti því
athygli.
Á heimleiðinni talaði Mikkel
Endresen um hana. Það einkennilega
var að hann sagði einmitt það, sem ég
hafði verið að hugsa um:
— Andlit frú Ás minnir á heilaga
guðsmóður.
Ég gat ekki varist hlátri:
— Þetta gengur ekki vel hjá okkur.
Hingað til höfum viö ekki rekist á annað
fólk en erkiengla, postula og heilagar
guðsmæður!
— Gleymdu ekki systur minni, sagði
Mikkel Endresen. Hún minnir miklu
fremurá norn.
Eg fór snemma á fætur næsta
morgun, og fékk mér morgunverð á
hótelinu. Ég var að Ijúka við hann, er
Truls Endresen, eldri bróðir Mikkels
birtist skyndilega í dyrunum.
Hann stefndi beint að borðinu mínu,
og þjónustustúlkan flýtti sér að koma
með annan bolla. Það var ekki auðvelt
fyrir hann að koma sér að efninu.
— Hafið þér einhvern sérstakan
grunaðan?
— Nei, sagði ég. Þér getið kannski
hjálpaðmér?
Hann horfði i gaupnir sér.
— Ég hef að visu mína kenningu. En
það verður erfitt að sanna hana. Þar að
auki er ég ekki viss um að ég kæri mig
neitt um að koma upp um þjófinn.
Þessu átti ég bágt með að kyngja.
— En þér vilduð þósjálfur ráða einka-
spæjara?
— Ég neyddist til þess. Annars hefði
fallið grunur á mig.
— Hvernig ætlið þér að koma i veg
fyrir að þjófurinn haldi áfram að stela?
— Ég hafði hugsað mér að tala við
hann. Ég ætlaði að koma með tillögu um
að við létum málið niður falla, ef hann
héti því að stela ekki framar.
— Þér álitið kannski að þjófurinn eigi
nokkurs konar siðferðislegan rétt á
myndunum?
— Að vissu leyti. Ef þjófurinn er einn
af okkur erfingjunum má vissulega segja
að við höfum verið snuðuð um bróður-
part arfsins. Ef það er Gulliksrud sem
hefur stolið myndunum, þá má lita á að
hann hefur þjónað pabba allt sitt líf. Án
þess að fá mikið fyrir snúð sinn. Pabbi
varekkert sérlega rausnarlegur.
— Hvað með lénsmanninn?
— Hann er alltof heiðarlegur til þess.
Þar að auki skortir hann ekki fé.
Ég hugsaði mig um:
— Svona okkar á milli sagt, eruð þér
kannski þjófurinn? Með hjálp frú
Gulliksrud?
Hann leit beint í augu mér.
— Það væri langt fyrir neðan
virðingu mína.
Ég gat ekki annað en trúað honum.
Það var eitthvað við hann, sem minnti
helstá dýrling.
— Dýrlingur, hugsaði ég svo. Nei,
nú var mælirinn fullur. Einn erkiengill.
einn postuli, ein guðsmóðir og einn
dýrlingur. Þvílikt mál.
SySTIRIN birtist síðar um daginn.
Hún minnti svo sannarlega á norn. Ég
ákvað að hafa samtalið eins stutt og
unnt væri, og var því fremur kuldalegur
í viðmóti.
En það var ýmislegt, sem henni lá á
hjarta. Fyrst og fremst viðvikjandi
bræðrununt. Þar að auki hafði hún
greinilega horn í siðu frú Ás.
— Við vorum saman i skóla, sagði
hún. Það var leitun að annarri eins gálu.
Henni tókst að rugla alla strákana i
kollinum, ekki sist bræður mína.
Þeir gátu ekki einu sinni gleymt henni
eftir að þeir urðu fullorðnir. Truls
kvæntist þó loksins annarri. En Mikkel
er enn jafnveikur fyrir henni. Jafnvel þó
hún sé núna gift lénsmanninum. Það
var svo sannarlega likt henni, að krækja
sér í miklu eldri mann, bara af þvi að
hann á peninga.
Eftir að hún var farin sat ég langa
stund og braut heilann um ástandið.
Loks hringdi ég til Mikkels Endresen. og
við ákváðum að snæða saman
miðdegisverðá hótelinu.
— Ég fer aftur til Osló í kvöld, sagði
ég.
— Jæja? Ertu búinn að leysa málið?
— Það er erfitt að segja til um það. Ég
segi þér nánar frá þvi þegar þú kemur.
Hann kom og virtist töluvert
spenntur.
— Hvað hefur gerst? Segðu mér frá
því.
Ég brosti.
— Eigum viðekki að borða fyrst?
Við fengum okkur kaffi eftir matinn,
og hann starði á mig fullur eftir-
væntingar. Ég sagði honum frá
heimsókn systkina hans, og hvað þau
hefðu gefið í skyn.
— Satt að segja er ég sammála bróður
þinunt. Það er betra að engin opinber
lausn finnist á málinu gegn því skilyrði
að innbrotin verði ekki fleiri.
Hann sat og starði fram fyrir sig:
— Kannski er það rétt hjá yður.
Kannski er það besta lausnin.
Skyndilega dró hann upp veskið og
lagði 50 þúsund krónur á borðið.
— Nægir þetta fyrir ómakið?
— Vissulega, sagði ég. En ég hef lika
minar meginreglur. Eru þessir peningar
fengnir á heiðarlegan hátt?
— Auðvitað, sagði Mikkel Endresen
og brosti. Þér sögðuð sjálfur, að það
væri ómögulegt að finna neina þorpara í
Gjellvik!
Um haustið hringdi Truls Endresen
til mín.
— Mikkel bróðir minn dó í gær, sagði
hann. Hann fórst í bílslysi í Þýskalandi.
I bílnum fundust tvær af stolnu
myndunum.
Ég hugsaði mig um:
— Er ekki best fyrir alla aðila að
málið veki sem minnsta athygli?
— Vissulega. Ég ætla að tala við
lögregluna. Bróðir minn var lika flæktur
inn í önnur mál. Hann fór úr landi fyrir
ntánuði, og ætlaði sér áreiðanlega ekki
að koma til baka. Hann var búinn að
koma öllu sem hann gat í peninga.
— Var hann einn?
— Já, sem betur fer var hann einn um
aðstinga af.
— Það var gott, sagði ég. Félagi hans í
þjófnaðinum hefur þá hætt við allt
saman.
Nokkrum dögum síðar kont frú Ás
til min á skrifstofuna. Fagurt
guðsmóðurandlitið hafði ekkert breyst.
en augun lýstu þunglyndi, sem ekki
hafði veriðþaráður.
— Yður þótti þá ennþá vænt um
Mikkel Endresen, sagði ég.
Hún kinkaði kolli:
— En eiginlega var öllu lokið á milli
okkar. Það var ég sem ákvað að slíta því.
— Hvers vegna komið þér til ntin?
Óttist þér að ég tali af rnér?
Hún hristi höfuðið:
— Nei, ég ætlaði bara að þakka yður
fyrir. Lausn yðar á ntálinu var öllum
fyrir bestu. Þér megið vera stoltur af
þagmælsku yðarog varkárni.
— Hvernig fóruð þið að þessu, spurði
ég. Svona tæknilega séð?
Frú Ás brosti.
— Maðurinn ntinn sefur fast. Og
lykillinn lá i iyfjaskápnum. Stundum
fékk ég höfuðverk og gat ekki sofið. Þá
náði ég mér í svefnpillu. og fór fram i
eldhús til að ná i vatn að drekka. Svo
lagði ég lykilinn frá mér í gluggakistuna,
það var ekki lengi gert. Glugginn var
auðvitað opinn. Höfuðverkurinn lét
aftur á sér kræla seinna um nóttina, og
ég endurtók það sama. En þá mundi ég
auðvitað eftir að taka lykilinn úr
glugganum. Ég lagði hann á sinn stað,
og læsti svo dyrununt. Maður er aldrei
of varkár.
— Og maðurinn yðar rumskaði ekki?
— Nei, hann svaf eins og barn. Þér
vitið að það gerir fólk, sem hefur góða
samvisku...
— Og hefði hann vaknað, þá höfðuð
þér trúlega skýringu á reiðum höndum?
Hún kinkaði kolli:
— En þetta fór allt saman öðruvísi en
ég hafði áætlað. Ég tók að iðrast. Loks
ákvað ég að slita öllu sambandi við
Mikkel, og vera manninunt ntinum góð
og trú.
— Og þér eruð enn sama sinnis?
— Ætluðuð þér kannski að bjóða mér
út að borða? Því miður er það þýðingar-
laust, sagði „guðsmóðirin” og brosti.
— Nei, sagði ég. Ég hafði alls ekki
hugsað mér það.
En ég var ekki alveg viss um að það
væri sannleikanum samkvæmt...
Endir
9. tbl. Vlkan 43