Vikan - 01.03.1979, Side 50
GLA UMGOSINN
Sir Richard vissi að þetta var rnjög
viðkvæmt mál og hafði verið að íhuga
hvernig fara ætti að því til þess að koma
Brandon fólkinu frá sem mestri hneisu,
fannst að afskipti Piers myndu ekki
auðvelda fyrirætlanir hans. Hann leit í
annað sinn rannsakandi augnaráði á
unga manninn og sagði: „Það myndi
ekki koma að neinu gagni, þó að þér
gerðuð það, held ég. Yður væri best að
láta mig um það.”
„Þér vitið eitthvað um málið!"
„Já, einmitt. Ég er vel kunnugur
Brandon fólkinu og ég veit töluvert um
framkvæmdir Beverlys. Það er ekki
óliklegt að mjög sérstætt hneyksli eigi
eftir að fylgja í kjölfar morðsins á
honum.”
Piers kinkaði kolli. „Ég óttaðist það.
Vitið þér það herra, að hann var ekki
allur þar sem hann var séður, og svo
þekkti hann mjög einkennilegt fólk. Það
kom maður að spyrja eftir honum i gær
— ógurlegur ruddi. Ég hugsa að þér
kannist við slika gripi. Beverly stóð alls
ekki á sama, það var augljóst.”
„Áttuð þér heiðurinn af þvi að hitta
þennan mann?”
„Jah, ég sá hann, en ég talaði ekkert
við hann. Þjónninn kom til þess að segja
Beverly að kafteinn Trimble óskaði þess
að sjá hann. Beverly varð svo mikið um
að — jæja, ég vissi hreint ekki hvað var
á seyði.”
„Aha!” sagði sir Richard. „Sú
staðreynd að þér hafið hitt kaftein
Trimble getur, og getur ekki, reynst nyt-
samleg. Já, ég held að það væri best að
þér færuð heim og segðuð ekkert um
þetta. Yður verða eflaust færðar
fréttirnar um lát Beverlys i fyrramálið.”
„En hvað á ég að segja lögreglunni,
herra?”
„Hvað sent hún spyr yður um,"
svaraði sir Richard.
„Á ég að segja að ég hafi fundið
Beverly hér ásamt yður?” spurði Piers
fullurefa.
„Ég efast um að þér verðið spurður
slíkrar spurningar.”
„En þeir furða sig örugglega á þvi að
ég skuli ekki hafa saknað Beverlys.”
„Sögðuð þér ekki að Beverly ætlaði í
rúmið? Hvers vegna ættuð þér að sakna
hans?”
„En í fyrramálið?”
„Já, ég held að þér gætuð saknað
hans við morgunverðarborðið,” játaði
sir Richard.
„Ég skil. Jæja, ef yður finnst þetta
vera rétt herra, ég vil siður láta það
uppi, að ég hafi verið hér í skóginum i
kvöld. En hvað á ég að segja ef ég er
spurður hvort ég þekki yður?"
„Þérþekkiðmigekki”
„N-nei. Nei, auðvitað þekki ég yður
ekki,” sagði Piers og virtist ánægður
með þessa lausn.
„Þér eigið eftir að verða þeirrar
ánægju aðnjótandi. Ég kom hingað til
þess að — hérna — kynnast yður, en
þetta er varla rétti tíminn til þess að
koma inn á mál sem ég hef rika á-
stæðu til að ætla að verði flókið.”
„Þér komuð til þess að hitta MIG?”
sagði Piers undrandi. „Hvernig getur
það verið?”
„Ef,” sagði sir Richard, „þér vilduð
koma og hitta mig á George á morgun
— sem er fullkomlega eðlilegt, þar sem
ég fann lík gests yðar — þá mun ég segja
yður hversvegna ég kom til Queen
Charlton."
„Minn er heiðurinn, en ég fæ ekki séð
hvaða erindi þér getið átt viðmig.”
„Það undrar mig ekki nærri eins
mikið og erindi mitt á eftir að undra
yður, hr. Luttrell,” sagði sir Richard.
9. kafli
Eftir að hafa litið nokkrum sinnum á
úrið og skimað í kringum sig eins og
hann byggist við að sjá einhvern fela sig
i trjánum, fór Piers Luttrell. Honunt
hafði létt ntikið en hann virtist vera
mjög ruglaður. Sir Richard fór einnig til
þess að finna Pen og óþekktu stúlkuna.
Hann fann aðeins Pen þar sem hún sat
áhyggjulaus á bekknum og spennti
greipar urn kné. Hann stansaði og virti
hana fyrir sér. „Og hvar," spurði hann i
léttum tón, „er félagi þinn?”
„Hún ákvað að fara heim,” svaraði
Pen. „Ég hugsa að hún hafi verið orðin
þreytt á þvi aðbíða eftir þér."
„Það er ekki óliklegt. Þú hefur
kannski hvatt hana til þess?”
„Nei, þess þurfti ekki. Hún var nijög
áköf í að fara. Hún sagðist óska þess að
hún hefði ekki komið."
„Sagði hún þér hversvegna hún hefði
komið?”
„Nei. Auðvitað spurði ég hana, en
hún var svo mikill bjáni. Hún gerði ekki
annað en gráta og segja að hún væri
slæm stúlka. Veistu hvað ég held,
Richard?"
„Líklega."
„Nú, ég held að hún hafi ætlað að
hitta einhvem. Hún virtist einmitt sú
kventegund, sem verður rómantísk að-
eins af þvi að það er fullt tungl. Hvað
ætti hún annars að vera að gera hér á
þessum tima sólarhrings?"
„Ja, hvað annað?” samsinnti sir
Richard. „Ég býst ekki við að þú hafir
miklasamúðmeðslíkum bjánaskap?"
„Ekki neina,” sagði Pen. „Reyndar
finnst mér það bæði bjánalegt og
ósiðsamlegt."
„Þú ert miskunnarlaus."
„Ég heyri það á rödd þinni að þú ert
að hlæja að mér. Ég býst við að þú sért
að hugsa um það þegar ég klifraði út um
gluggann. En ég var ekki að fara til þess
að hitta einhvern elskhuga ítunglskin-
inu, eða þess háttar.”
„Satt er það,” sagði sir Richard og
kinkaði kolli. „Lét hún nokkuð uppi um
það hver væri elskhugi hennar?”
„Nei, en hún sagði mér að hún héti
Lydia Daubenacy. Hún var ekki fyrr
búin að segja mér það en hún fór út í
aðra sálma og fór að segja mér hvað hún
væri utan við sig og að hún hefði ekki
átt að koma. Reyndar var ég bara
ánægð, þegar hún ákvað að fara í stað
þess að bíða eftirþér.”
„Já, ég þóttist vita það að félags-
skapur hennar væri ekki við þitt hæfi.
Ég held að það ætti ekki að skipta miklu
niáli. Mér fannst hún ekki vera sú
kvengerð sem hægt er að treysta fyrir
leyndarmáli.”
„Jæja, ég veit það nú ekki,” sagði Pen
hugsandi. „Hún var svo hrædd að ég
held að hún eigi ekki eftir að segja orð
um það sem hér gerðist. Ég hef verið að
hugsa málið og ég held að hún sé ást-
fangin af einhverjum, sem foreldrar
hennar vilja ekki að hún giftist."
„Það,” sagði sir Richard, „held ég að
sé nokkuð rétt til getið.”
„Svo það kæmi mér ekki á óvart þó að
Enn aukin
þjónusta!
Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni:
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið
Lausafé: Kaupsamningar, víxlar.
Húsnæði: Húsaleigusamningar.
Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna
Smáauglýsingaþjónustan.
'l\
iBIADIB
Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðiðafgreiðsla Þverholti 11 sími 27022
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022
50 Vlkan 9. tbl.