Vikan


Vikan - 01.03.1979, Side 51

Vikan - 01.03.1979, Side 51
hún þegði yfir þvi að hún var hér í skóginum í kvöld. Meðal annarra orða. var það stamandi maðurinn?” ,.Já, það var hann og grunur ungfrú Daubenacy var réttur: hann er dáinn." Ungfrú Creed tók þessu með ró. „Ef hann er dáinn, þá get ég sagt þér hver myrti hann. Stúlkan sagði mér það aftur og aftur hvemig það gerðist og það leikur enginn vafi á þvi að hinn maðurinn var kafteinn Trimble. Og hann náði meninu?” „Stórkostlegt!” sagði sir Richard. „Það er deginum Ijósara. Þegar ég hugsa um það, þá var þetta fyrir bestu. Auðvitað þykir mér það leitt með stam- andi manninn, en þú getur ekki neitað því að hann var mjög leiðinlegur maður. Þar að auki veit ég það vel að hann hót- aði mér. Þess vegna elti ég þig. Nú erum við lausallra mála.” „Ekki alveg er ég hræddur um. Þú skalt ekki halda að mér finnist lítið til um hetjulega hegðun þina, en ég hefði frekar viljað að þú hefðir farið í rúmið, Pen ” „Já, en mér finnst þetta mjög órétt- látt af þér.” mótmælti Pen. „Mér sýnist þú ætla aðeiga öll ævintýrin út af fyrir þig.” „Ég virði tilfinningar þínar,” sagði sir Richard, „en ég vildi benda þér á það að - við erum í mjög óeðlilegri aðstöðu og við höfum átt í ströngu við að komast hjá of mikilli eftirtekt. Til að mynda í vagninum. Það síðasta sem ég vil horfa upp á er að þú verðir látin bera vitni í þessu máli. Ef ungfrú Daubenacy segir ekki frá sínum þætti getur þú komist hjá eflirtekt. En ef ég á að segja eins og er legg ég ekki mikið traust á þagmælsku hennar.” „Ó.” sagði Pen og melti þetta. „Þú átt við að við værum í slæmri klípu, ef upp kæmist að ég væri ekki drengur? Við ættum kannski að fara frá Queen Charlton?" „Nei, það væri stórhættulegt. Við erum það mikið flækt inn í þetta ævintýri. Nú er best að ég tilkynni yfir- valdinu á staðnum að ég hafi fundið lik í kjarrinu hérna. En þar sem þú ert búin að hitta ungfrú Daubenacy og þar sem ég held ekki að þagmælsku hennar sé treystandi, þá er best að ég minnist á það að þú hafir verið með mér á þessari kvöldgöngu og svo vonum við að þér verði ekki veitt of niikil athygli. Heyrðu annars, ég held að það væri best fyrir okkur að verða frændur, fjóf- menningar.” „Ah." sagði ungfrú Creed ánægð. „Einmitt þaðseméghafði sagt!” „Einmitt það sem þú hafðir sagt.” „Ég verð nú að segja það, að ég gleðst yfir því að þú skulir ekki vilja flýja á brott,” sagði hún í trúnaði. „Þú veist ekki hvað ég skemmti mér vel. Ég er viss um að þér finnst ekki það sama, en sjáðu til. Ég hef lifað svo tilbreytingar- lausu lífi hingað til. Og ég skal segja þér annað Richard: auðvitað hlakka ég til að hitta Piers, en ég held að við ættum ekkert að vera að tala við hann fyrr en þessu ævintýri er lokið.” Hann þagði eitt augnablik. „Þú hlakkar raunverulega til þess að hitta Piers?” spurði hann að lokum. „Auðvitað. Þess vegna komum við hingað.” „Það er satt. Ég var búinn að gleyma því. Þú munt liklega hitta Piers á morgun.” Hún reis upp af bekknum. „Hitti ég hann á morgun? En hvernig veist þú það?” „Ég hefði átt að segja þér það fyrr, en ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta hann.” „Piers?” hrópaði hún. „Hérna? í skóginum?” „Yfir liki Beverly Brandons.” „Mér fannst ég heyra raddir. En hversvegna var hann héma? Og hvers- vegna komst þú ekki með hann beint til mín?” Það tók sir Richard smátíma að svara. „Jú, sjáðu til, ég hélt að ungfrú Daubenacy væri ennþá héma hjá þér.” útskýrði hann. „Já. ég skil,” sagði Pen grunlaus. „Já, það var alveg cétt hjá þér að gera það. Við viljum ekki flækja hana inn í okkar ævin- týri. En sagðir þú Piers frá mér?” „Mér fannst tíminn til þess ekki heppilegur,” viðurkenndi sir Richard. „Ég sagði honum að koma og hitta mig á George í fyrramálið og láta alls ekki uppi um veru sina hér í skóginum í kvöld.” Mikið verður hann undrandi, þegar hann hittir mig á George,” sagði Pen glaðlega. „Já,” sagði sir Richard. „Ég held að hann eigi eftir að verða undrandi.” Hún gekk við hlið hans. „Það er gott að þú sagðir honum það ekki. Ég held að hann hafi komið til þess að leita að stamandi manninum. Ég get ómögulega skilið hvernig hann gat haft svona leiðinlegan mann hjá sér.” Sir Richard sem hafði aldrei á sinni tuttugu og níu ára ævi verið orðlaus, fann nú að hann gat ómögulega sagt hinum trúverðuga félaga sínum frá grunsemdum sinum. Að öllum líkindum hefði henni aldrei dottið i hug að tilfinningar hins gamla leikfélaga hennar gætu hafa breyst; og svo viss var hún um fimm ára gamla trúlofun. að það hafði aldrei flogið að henni hvort hún gæti enst eða hvort hún væri enn æskileg. Henni fannst hún vera bundin Piers Luttrell, en það hafði líklega haft mikið að segja þegar hún tók fylgd sir Richards svo vel. Sir Richard hugsaði upp viðvörunarorð en rak þau jafnskjótt úr huga sér. Piers varð að standa fyrir niáli sinu: Sir Richard gat aðeins vonað að þegar hún hitti hann aftur eftir margra ára aðskilnað, þá gerði hún sér grein fyrir því, að hún eins og hann hlyti að vera vaxin upp úr bernskubrekunum. Þau gengu saman inn á George. Pen fór upp í háttinn þegar sir Richard kinkaði kolli til hennar, þvínæst hringdi hann á þjóninn. Syfjaður þjónn svaraði kallinu og þegar hann var spurður hvar nálægasta yfirvald væri sagði hann að sir Jasper Luttrell væri sá næsti. en hann væri að heiman. Hann vissi ekki um neinn annan. svo sir Richard bað hann um að ná i gestgjafann og settist niður til þess að skrifa bréf til þess sem hlul ætti að. Þegar gestgjafinn kom inn í stofuna var hann að hrista sandinn af bréfinu. Hann braut það saman, innsiglaði það og þegar honum var sagt að nálægasta yfir- vald væri hr. John Philips i Whitechurch, skrifaði hann nafn hans utan á bréfið. Meðan hann skrifaði sagði hann á sinn ró- lega hátt: „Mér væri þökk i því ef þér vilduð sjá um að þetta bréf komist án tafar til hr. Philips.” „í kvöld. herra?” „1 kvöld. Ég býst við að hr. Philips komi hingað með sendiboða yðar. Ef hann spyr um mig, vísið honuni þá inn í herbergið mitt. Já, og gestgjafi...” „Já, herra?” „Skál af rommpúnsi. Ég mun blanda þaðsjálfur.” „Já, herra, undir eins, herra,” sagði gestgjafinn feginn því að fá að gegna svo venjulegri skipun. Hann hikaði eitt andartak og reyndi að finna ástæðu til þess að spyrja sir Richard um það hversvegna hann óskaði þess að hitta yfirvaldið svo fljótt. Einglyrni sir Richards kom í Ijós og gest- gjafinn flýtti sér i burtu. Þjónninn ætlaði að fylgja honum eftir, en sir Richard benti honum að bíða aðcins. „Augnablik! Hver lét yður fá bréfið sem þér færðuð mér í kvöld?” „Það var Jem, herra — sá sem af- greiðir ölið. Það gerði hann þegar ég fór í drykkjusalinn til þess að ná i búrgundarvín fyrir mann, sem var í matstofunni. Kafteinn Trimble tók það upp af gólfinu, þar sem það lá. Það hefur líklega dottið af afgreiðsluborðinu, herra minn. Drykkjusalurinn var troðfullur og Jern var með báðar hendur fullar.” „Þakka yður fyrir," sagði sir Richard. „Það varekki fleira.” Þjónninn fór og fannst þetta allt saman mjög dularfullt. En fyrir sir Richard var gátan aftur á móti leyst, svo nú settist hann niður og beið þcss að geslgjafinn kæmi með það sem þyrfti í púnsskálina. Heimili hr. Philips var i um það bil fimm niílna fjarlægð frá Queen Charlton og það leið nokkur stund áður en jódynur gaf til kynna að nú væri hann kominn. Sir Richard var að kreista Vid erum fluttir Sími 71430 RÉTTtNOAH SPRAUTUN OO ALLAR ALMENNAR BlLAVIOOERDIR A VÉLUM 00 UNDIRVAONI. OERUM FAST VIRÐTILBOÐ. REYNIO VIÐSKIPTIN. BHreiöaverkstæöi JONASAR Skemmuvegi 24 * 9. tbl.VikanSI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.