Vikan


Vikan - 01.03.1979, Side 52

Vikan - 01.03.1979, Side 52
sítrónu út í púnsið þegar honum var vísað inn í stofuna. Sir Richard leit upp og sagði: „Góða kvöldið. hr. Philips. býstégvið?" Hr. Philips var gráhærður herra- niaður, þreytulegur um augun og með svolitla ístru. „Til þjónustu reiðubúinn, herra. Hef ég heiðurinn af þvi ávarpa sir Richard Wyndham?" „Minn er heiðurinn, herra,” sagði sir Richard, upptekinn af púnsinu. „Herra,” sagði hr. Philips. „hin einkennilega frásögn yðar — það er að segja hin dæmalausa lýsing yðar — varð til þess, eins og þér sjáið. að ég kom hingað undir eins til þess að athuga þetta sérstæða mál.” „Skynsamlega gert," sagði sir Richard. Ég býst við að þér viljið athuga morðstaðinn. Ég get sagl yður til um það. en þorpslögreglumaðurinn er án efa kunnugur staðháttum. Líkið, herra Philips. er — eða var i kjarrþykkninu við veginn." „Eigið þér við að þessi saga sé sönn?” spurði dómarinn. „Auðvitað er hún sönn. Hélduð þér virkilega að ég væri að senda eftir yður hingað á þessum tima sólarhrings i fýluferð? Viljið þér eina eða tvær sítrónur í blandið?” Hr. Philip virti sir Richard ibygginn fyrir sér og sagði án umhugsunar: „Eina.einernóg." „Það er rétt,” sagði sir Richard. „Þér skiljið það, herra, að ég verð að spyrja yður nokkurra spurninga um þetta einkennilega mál,” sagði hr. Philips og minntist nú erindis síns. „Það skuluð þér gera, fyrir alla muni. Vilduð þér spyrja þeirra núna eða eftir að þér hafið hugað að líkinu?" „Ég mun fyrst athuga likið," sagði hr. Philips. „Gott,” sagði sir Richard. „Ég mun reyna að hafa púnsið tilbúið þegar þér komið.” Hr. Philips fannst sem þessi tilvilj- unarkennda aðferð til þess að kanna málið væri ekki sem réttust, en freisting- in að komast aftur til púnsskálarinnar var svo mikil að hann ákvað að leiða hjá sér alla málsgalla. Þegar hann kom aftur dl krárinnar, hálftíma seirrna, var honum orðið frekar kalt þvi það var komið fram yfir miðnætti og hann hafði ekki tekið með sér yfirhöfn. Sir Richard var búinn að kveikja eld i þiljaðri stof- unni og úr skálinni á borðinu, sem hann hrærði í með langri skeið, steig þægi- legur og hressandi ilmur. Hr. Philips nuddaði saman höndunum og gat ekki stillt sig um að hrópa: „Ha!” Sir Richard leit upp og brosti. Bros hans hafði unnið hjörtu margra fleiri en hr. Philips og það hafði auðsjáanleg áhrif á þennan herramann. „Hana nú. Ég skal ekki neita þvi að þetta er svo sannarlega góður ilmur, sir Richard. Og meira að segja eldur! Því er ég svo sannarlega feginn. Það verður kalt á næturnar, mjög kalt. Þetta var Ijótt að sjá, herra, mjög Ijótt." Sir Richard jós rjúkandi blöndunni i tvö glös og rétti yfirvaldinu annað þeirra. „Dragið stólinn að eldinum, hr. Philips. Þetta er eins og þér segið Ijótt mál. Ég ætti að segja yður aðég er kunn ugur fjölskyldu hins látna.” Hr. Philips tók bréf sir Richards upp úr vasa sinum. „Já. já, herra, eins og ég bjóst við. Þér hefðuð varla annars gefið mér upp nafn vesalings mannsins. Þér þekktuð hann. Einmitt. Hann var kann- ski ferðafélagi yðar?" „Nei,” sagði sir Richard og tók sér sæti hinum megin við arininn. „Hann dvaldi hér hjá vini sínum, sem býr hér i nágrenninu. Ég held að hann hafi heitið Luttrell." „Einmitt! Þetta verður alltaf — En haldið áfram herra. Þið voruð sem sé ekki saman?” „Nei, það vorum við ekki. Ég kom hingað vestur vegna fjölskyldumála. Ég ætti ekki að vera að þreyta yður með þeim, held ég.” „Einmitt, einmitt. Fjölskyldumál, já. Haldið áfram, herra. Hvað varð til þess að þér funduð lík hr. Brandons?" „Það var óvart. En það væri ef til vill betra ef ég gerði grein fyrir minum hlut að máli fráupphafi." „Vitanlega! Já. Gerið það, herra. Þetta er óvenjulega gott púns, verð ég að segja.” „Ég þyki hafa nokkuð gott lag á púnsi," sagði sir Richard. „En svo við byrjum aftur á byrjuninni. Þér hafið ef- laust, hr. Philips, heyrt talað um Brandon demantana?” Eftir undrunarglampa i augum yfir- valdsins og hálflafandi kjálkum var aug- ljóst að hann hafði aldrei heyrt þá nefnda. Hann sagði: „Demanta? Ég er ansi hræddur um — nei. ég verð vist að viðurkenna að um þá hef ég aldrei heyrt." „Þá er best að ég segi yður að þeir eru í hálsmeni, sem er virði. ja, hvers sem þérdetturíhug.” „Einmitt það, já! Ættargripur. Já, já, en hvernig — ?" „Á leið minni til Bristol ásamt ungum ættingja mínum, þá varð vagn okkar fyrir smáslysi og við vorum neyddir til þess að gista i lítilli krá nærri Wroxham. Þar, herra, hitti ég mann sem mér virtist — en ég er nú ekki vel að mér i svona málum — nokkuð grunsamlegur náungi. Hve grunsamlegur vissi ég ekki fyrr en næsta morgun, þegar Lundúna- lögreglumaður kom til krárinnar.” „Hamingjan sanna, herra! Þetta er nú — En ég trufla yður.” „Alls ekki,” sagði sir Richard kurteis- lega. „Ég yfirgaf krána meðan lögreglu- maðurinn var að yfirheyra þennan mann. Það var ekki fyrr en ég og hinn ungi frændi minn vorum komnir tölu- vert á leið að ég uppgötvaði pyngju i vasa mínum sem innihélt Brandon dem- antana.” Hr. Philips sat teinréttur í stól sinum. „Þér vekið undrun mina, herra. Menið í vasa yðar? Ég veit svei mér ekki hvað ég á aðsegja.” „Nei," samsinnti sir Richard, stóð upp og fyllti aftur i glas gests sins. „Ég varð sjálfur mjög undrandi. Ef satt skal segja, þá leið þó nokkur tími áður en ég gat gert mér grein fyrir þvi hvernig það hafði komist þangað." „Mig skal ekki undra. Það er nú skilj- anlegt, svo sannarlega. Þér hafið þekkt menið?” „Já,” sagði sir Richard og settist aftur í stól sinn. „Ég þekkti það — ég furða mig á heimsku minni — en setti það ekki strax í samband við manninn sem ég hitti við Wroxham. Það var ekki svo mikilvægt að vita hvernig það hafði komist i hendur minar, heldur hvernig væri hægt að koma þvi aftur til Saar lávarðar án tafar. Ég gat séð fyrir mér vonleysi lafði Saar við svo óbætanlegt tjón. Þér skiljið, hún er mjög lilfinninga- næm kona.” Yfirvaldið kinkaði kolli. Rommpúnsið var búið að hita honum jafn mikið og eldurinn og honum fannst það ekki óþægileg tilfinning að njóta félagsskapar eins úr yfirstéttinni. „Til allrar hamingju — eða ég ætti kannski að segja til allrar óhamingju ef afleiðingarnar eru teknar til greina." sagði sir Richard. „mundi ég að Beverly Brandon — hann var yngri sonur Saar lávarðar — var einmilt hér i nágrenn- inu. Ég fór því undir eins hingað til þess- arar kráar og var svo heppinn að hitta Brandon rétt fyrir utan þorpið, þar sem ég lét hann fá menið án frekari ntála- lenginga.” Hr. Philips lét frá sér glasið. „Þér létuð hann fá menið? Vissi hann að þvi hafði verið slolið?” „Alis ekki. Hann var alveg jafn undr- andi og ég, en hann tók það að sér að skila því aftur til föður sins. Ég taldi þá allt klappað og klárt. Eins og þér vitið þá er Saar illa við allt umtal sem hlýtur að NANCI HELGASON ^ SAUMASKAPUR AÐ ÞRÆÐA NÁL TÖLUR Ef þér veftist erfitt að þrœða nál, prófaðu þé að dýfa þróðar- endanum i glært naglalakk. Það þornar fljótt, og þræðingin verður auðveld. Einnig má úða ofurlitlu hárlakki á fingurna og nudda þvi svo á endann, sem ætti að stifna nægilega, svo að auðvelt verði að hitta augað. TÍTUPRJÓNAROG NÁLAR Til þess að skerpa nálina i sauma- vélinni er ágætt ráð að bregða henni nokkrum sinnum i gegnum sandpappír. Nálar og títuprjónar vilja dreifast út um allt, og þá er hentugast að eiga segul til að ná þeim auðveldlega saman aftur. Allar saumakonur eiga nálapúða að stinga nálum og titu- prjónum i. Korkur er til dæmis ágætur til slikra nota. En til þess að nálarnar og tituprjónarnir haldist beitt i oddinn, er ágætt ráð að sauma utan um stálull og nota sem nálapúða. Ef þú stingur þig við sauma- skapinn og blóðblettur kemur i efnið, skaltu prófa að tyggja spottaflækju og nudda blettinn með henni. Sumar tölur eru með fjórum götum, og þegar þær eru festar á, er snjallt að sauma aðeins gegnum tvö göt i einu, festa siðan endann og slíta frá og sauma gegnum hin tvö götin með nýjum þræði. Talan dettur þá ekki af, þótt slitni öðrum megin. Tilvalið er að lakka með glæru naglalakki yfir töluna, þegar hún hefur verið saumuð á. Það ver þráðinn gegn sliti. Til þess að sýna fyllstu nákvæmni við að velja tölum stað á flik, er til dæmis hægt að festa þær á með mjög fínum hárnálum. Raðið tölunum á efnið, stingið nálunum gegnum götin og gegnum efnið og beygið endana. RENNILÁSAR Takið rennilásinn úr flik, sem hætt er að nota, úðið hann með sterkju og pressið siðan. Hann verður þá sem nýr i næstu flik. Ef rennilásinn er orðinn stirður, reynið þá að bera á hann sápu, svo að hann liðkist. Á SPÓLUNNI Það borgar sig að hnýta þráðar- endana fasta við spólurnar til að hindra stöðugar flækjur. 52 Vlkan 9. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.