Vikan - 26.04.1979, Síða 13
SAMA
STÚLKAN
- TVÖ
ANDLIT
Verð:
Make-up New Beige Matte .. 7270
Kinnalitur Chestnut Wine . . . 6330
Augnskuggar Rosegarden, Mid-
night Indigo og Medium... 5520
Augnlínublýantur Lapis Blue. 3440
Mascari Raven Black.......... 4070
Varalitur Re Nutriv Currant
Jubilee nr. 64 ........... 4600
Varagloss Heartstone Red . .. 4390
Varablýantur Wineberry .... 2710
Naglalakk Currant Jubilee
nr. 64 ................... 2700
Ilmvatn Estee Lauder Private
Collection................... 9380
1) \ \ Hj
fm
KVÖLDSNYRTIIMG MEÐ
ESTÉE LAUDER SNYRTIVÖRUM
Farðinn er mattur og hylur vel, svo að púður er
óþarft. Kinnaliturinn er ryðbrúnn og hæfír vel ljósri
húð, hann er í púðurformi og borinn á með bursta
undir kinnbein, á höku og enni. Húðin undir augum
er lýst til að augnsnyrtingin njóti sín sem allra best.
Bleikur, sanseraður. augnskuggi er settur undir auga-
brúnir og á augnalok, síðan skyggt með dökkbláum
lit. Hér er augnaskuggablýantur mikilvægur til að
skýra vel útlínur augnanna — hann er dökk gráblár.
Mikill svartur maskari er á augnahárum. Útlínur
varanna eru markaðar með vínrauðum varablýanti
og má það gjarnan sjást. Varaliturinn er hlýr rauður
litur. Að lokum er gloss borið á varirnar í ljósari
rauðum lit til að mýkja varirnar og fá háglans.
Naglalakk er að sjálfsögðu í sama lit og varaliturinn.
Ilmvatnið Estée Lauder Private Collection er að
vísu dýrasti ilmurinn frá Estée Lauder, en óneitan-
lega hæfir sá ilmur vel konunni, sem klæðir sig upp
til að fara „fínt” út að kvöldi.
Snyrtingu annaðist:
INGIBJÖRG DALBERG, snyrtifrœðingur.
Model: Erla Ólafsdóttir
Ljósmyndari: Jim Smart