Vikan


Vikan - 26.04.1979, Síða 28

Vikan - 26.04.1979, Síða 28
En hún hafði ekki sofið nógu lengi til þess, að hana væri farið að dreyma, þegar hún vaknaði aftur og sá eitthvað sveiflast til í loftinu yfir höfði sér. Hvað var þetta? Hvað gat þetta veriö? — Það var litill grár fótur. Og svo birtist annar til. Þeir virtust vera að þreifa eftir ein- hverju. Svo kom andvarp. „Ég er vakandi, amma,” sagði Fenella. „Ó, góða mín, er ég nálægt stiganum?” spurði amma. „Mér fannst hann vera hérna megin.” „Nei, amma, hann er hinum megin. Ég skal láta fótinn á þér á hann. Erum við komnar?” spurði Fenella. „Inn á höfnina,” sagði amma. „Nú verðum við að klæða okkur, barn. Það er best, að þú fáir þér kex til að styrkja þig, áður en þú ferð að hreyfa þig.” En Fenella var stokkin út úr kojunni. Enn logaði á lampanum, en nóttin var liðin og það var kalt. Þegar hún gægðist gegnum kringlótta gluggann, sá hún nokkra kletta langt í burtu. Nú spraut- aðist brimið yfir þá, nú sveif mávur framhjá þeim, og nú kom í Ijós löng ræma af raunverulegu landi. „Það er land, amma!” sagði Fenella hugfangin eins og þær hefðu verið á sjónum svo vikum skipti. Hún var hæstánægð, hún stóð á öðrum fæti og nuddaði legginn með tánni á hinum, hún skalf. Ó, allt hafði verið svo dapur- legt upp á síðkastið. Myndi það breytast? En amma hennar sagði bara: „Flýttu þér, barn, ég myndi skilja þennan góða banana eftir handa þernunni, þar sem þú hefur ekki snert hann.” Og Fenella fór aftur í svörtu fötin, og hnappur datt úr öðrum hanskanum hennar og rúllaði þangað, sem hún gat ekki náð honum. Þær fóru upp á þilfar. En væri kalt í klefanum, þá var ískalt úti á þilfarinu. Sólin var enn ekki komin upp, en stjörnurnar voru daufar og kuldalegar, dauflitur himinninn var eins á litinn og kuldalcgur, dauflitur sjórinn. Þokubólstrar liðu um landið. Nú sáu þær dökkan runna, alveg greinilega. Nú sást jafnvel móta greinilega fyrir regn- hlífaburknunum og þessum ein- kennilegu, silfurgráu, fölnandi trjám, sem líktust beinagrindum . . . . Nú sáu þær bryggjuna og nokkur lítil hús, líka dauflituð. Þau hjúfruðu sig saman eins og skeljar á kassaloki. Hinir farþegarnir gengu um gólf, en hægar en þeir höfðu gert kvöldið áður, og þeir litu dapurlega út. Og nú kom bryggjan á móti þeim. Hægt synti hún í áttina að Pictonbátnum og maður, sem hélt á kaðalhönk, og lítill vagn, sem fyrir var spennt litlum, álútum hesti og annar maður, sem sat á vagnþrepunum, kom líka. „Þetta er herra Penreddy, kominn eftir okkur, Fenella,” sagði amma. Hún virtist glöð. Hvítar, vaxlitar kinnar hennar voru bláar af kulda, hakan skalf og hún þurfti sífellt að þurrka sér um augun og litla ljósrauða nefiö. „Ertu með...?” „Já, amma.” Fenella sýndi henni hana. Kaðall kom fljúgandi gegnum loftið og féll með smelli á þilfarið. Landgangurinn var settur niður. Aftur gekk Fenella á eftir ömmu sinni upp á bryggjuna og yfir að litla vagninum, og andartaki seinna rúlluðu þær af stað. Hófaslög litla hestsins glumdu á viðar- borðum bryggjunnar, en hljóðnuðu síðan á sandveginum. Ekki var sála sjáanleg, ekki einu sinni reykur úr skorsteini. Þokan þyrlaðist um og sjórinn virtist ennþá sofandi, þegar hann féll hægt að ströndinni. „Ég sá herra Crane í gær,” sagði herra Penreddy.” Hann virtist sjálfum sér líkur. Konan bankaði upp á hjá honum með nokkra hveitisnúða í síðustu viku.” Og nú brokkaði litli hesturinn upp að einu litla skeljahúsinu. Þær stigu niður úr vagninum. Fenella lagði höndina á hliðið og stór, titrandi daggardropi renn- vætti hanskann hennar. Þær gengu upp dálítinn stíg með hvítum, hnöttóttum smásteinum, og rennvot, sofandi blóm voru á báðar hendur. Hvítu, viðkvæmu nellikurnar hennar ömmu voru svo þungar af dögg, að þær höfðu hnigið útaf, og sætur ilmur þeirra var orðinn hluti þessa kalda morguns. Rúllutjöldin voru dregin fyrir í litla húsinu. Þær gengu upp þrepin, sem lágu upp á veröndina. Gamaldags klossar stóðu öðrumegin við dyrnar og stór, rauð garð- kanna hinum megin. „Þvu, þvu, hann afi þinn,” sagði amma. Hún sneri handfanginu, ekkert hljóð heyrðist. Hún kallaði: „Walter!” Og samstundis svaraði djúp, hás rödd: „Ert þetta þú, Mary?” „Bíddu, góða,” sagði amma. „Farðu þarna inn.” Hún ýtti Fenellu vingjarn- lega inn í litla, dimma setustofu. Á borðinu hafði hvítur köttur kúrt eins og kameldýr í laginu, en reis nú upp, teygði úr sér og geispaði og tyllti sér á tærnar. Fenella gróf aðra litlu höndina í hvítum, hlýjum feldi hans og brosti feimnislega meðan hún strauk hann og hlustaði á vingjarnlega rödd ömmu og drynjandi rödd afa. Það marraði I hurðinni. „Komdu inn, góða.” Gamla konan benti henni með hendinni. Fenella fylgdi á eftir. Og þarna, í öðrum helmingi risastórs rúms, lá afi. Aðeins sást á höfuð hans með hvítum hárbrúsk, ljósrautt andlitið og langa, silfurgráa skeggið ofan við stungna sængurteppið. Hann líktist mjög gömlum, glaðvakandi fugli. ,Ja, stúlka mín,” sagði afi. „Kysstu okkur nú.” Fenella kyssti hann. „Uss,” sagði afi. „Litla nefið á henni er kalt eins og hnappur, Á hverju heldur hún? Regnhlífinni hennar ömmu?” Fenella brosti aftur og krækti svanshöfðinu yfir rúmgaflinn. Yfir rúminu var stórt letur í kolsvörtum ramma: Glötuð. Ein gullin stund alsett sextíu demantsmlnútum. Engum fundarlaunum er heitið, því að hún er horfin að eilífu. „Amma þín málaði þetta,” sagði afi. Hann ýfði hvítan hártoppinn og horfði svo glaðlega á Fenellu, að henni fannst hann næstum vera að blikka sig. 28 Vlkan 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.