Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 35

Vikan - 26.04.1979, Page 35
HÓTEL Á KANARÍEYJUM r CORONA ROJA Stórt og glæsilegt íbúðahótel við endann á Avenida Italia, sem er aðalgatan á Playa del Ingles. Stutt á strönd. Stór sundlaug er í hótel- garðinum, ásamt barnalaug. Ibúðir á Corona Roja eru alls 185 á 15 hæðum og eru meðal þeirra bestu sem menn eiga völ á þarna á eyjun- um. Sunna hefur samið um stórar íbúðir fyrir fjöl- skyldur, 2 svefnherbergi, stofa, gott bað- herbergi, fullkomið eldhús, sími og svalir. Gisti- aðstaða fyrir allt að 6 manns. Verslanir, barir, matsölustaðir og snyrtistofa eru innan veggja hótelsins, svo og ,,La Rotissiere", einn fínasti veitingastaður á Gran Canaria. Gestamóttakan er rúmgóð með setuaðstöðu og sjónvarpi. Á sömu hæð er salur með knattborði og fleiri leiktækjum.Tennisvellirog barnaleikvöllur eru á lóð hótelsins. CORONA BLANCA 3 hæða nýtískulegt íbúðahótel, rétt við miðborg Playa del Ingles, aðeins steinsnar frá veitinga- húsa- og verlunarmiðsvöðvunum Kasbah og Metro. Um 400 metrar eru á baðströndina. Stór sundlaug og barnalaug eru í rúmgóðum garði, með sólbaðsaðstöðu. Gestamóttaka er, með setuaðstöðu og kjörbúð er á sömu hæð. íbúðirn- ar eru með svefnherbergi og stofu (en í henni er auk þess svefnsófi handa tveim), einnig bað- herbergi, eldhúsi, síma og sólsvölum. Á efstu hæð eru íbúðir í lúxusflokki, og er stigi af svölum upp á þak, þar sem sérhver þessara íbúða hefur einkasólbaðsaðstöðu yfir allri íbúðinni, með legubekkjum. Þarna skín sólin frá morgni til kvölds án þess að nokkurn skugga beri á. r ROCA VERDE Gott ibúöahótel, miðsvæöis á Playa del Ingles, i annarri húsa- röð frá ströndinni. Gestamót- taka, veitingasalur og bar eru á götuhæð og í garöinum, sem er gróðri vaxinn og einstaklega skjólgóður eru 3 sundlaugar, 2 stórar, (þar af önnur upphituð) og ein barnalaug. Íbúðir eru af tveimur stærðum, stúdíó, sem eru mjög stór og með aðskildri svefnaðstöðu og siðan ibúðir með einu svefn- herbergi og stof'i. Allar ibúðir með eldhúsi, baði, sima og svölum. V : • Hl h-cr^ Yerde r KOKA Vinsælt íbúöahótel, miðsvæðis á Playa del Ingles. Gestamóttakan er rúmgóð með setuaðstöðu, verslun og bar, þar sem hægt er að fá smárétti. Einnig er veit- ingastaður inn af sundlaugar- svæðinu. Garðurinnerskjólgóður með stórri sundlaug og barna- laug. íbúðir eru af tveimur stærðum, stúdió og íbúðir sem eru svefnherbergi og stofa. Allar íbúðir með eldhúsi, góðu baðherbergi, sima, útvarpi og svölum. V SITNNA £

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.