Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 47
DAUÐINN ÚR DJÚPINU „Hvað eruð þér að gera?” „Ég er að leita að Yves Gerald,” sagði hún óstyrk. „Ég er vinkona hans. Honum mun ekki geðjast að þvi þegar ég segi honum að þér hafið sigað hund- inum á mig.” „Honum líkar ekki við snuðrara,” svaraði maðurinn illúðlega. „Ekki heldur Dubois majór. Komið. Við skulum vita hvað majórinn segir.” Dubois opnaði dyrnar en maðurinn gaf Jan ekki færi á að tala. „Ég fann hana í langa skúrnum,” sagði hann hróðugur. „Hún var að snuðra í kringum kassana.” Jan roðnaði. „Ég var bara að leita að Yves. Mér datt ekki í hug að nokkrum væri það á móti skapi.” Dubois tókst að brosa. „Auðvitað ekki. En Alan var aðeins að fara eftir fyrirmælum, skiljið þér. 1 augum varð- mannsins er ókunnugur alltaf ókunnug- ur.” Hann veifaði hendinni og Aian og hundurinn fóru. „Ég vona að þér hafið ekki orðið of hræddar. Komið inn. Ég skal gefa yður að drekka. Gerald kemur eftir smá- stund.” Hann vísaði henni inn í bókaherbergi sitt. Hún brann i skinninu að segja honum frá uppgötvun sinni en hún bjóst við að hún gæti beðið þar til Gerald kæmi. Hún gekk þvert yfir herbergið til þess að lita á bókahillurnar hans. „Eru allar bækur yðar um stríðið?” spurði hún þegar hún sneri sér við til þess að taka við glasinu. „Seinni heimsstyrjöldina? Já, þær eru það. Ég held að ég eigi allar meiriháttar bækur sem skrifaðar hafa verið um það efni. Það er stríðið sem ég man eftir.” Rétt í þessu kom Yves inn. Báðir mennirnir hlustuðu hljóðir meðan hún sagði þeim frá filmunum. Dubois hallaði sér eftirtektarfullur fram, Gerald lá makindalega aftur á bak í stólnum. „Tvær urðu svartar, þær sem ég hafði haft á mér þegar ég tók myndirnar af skjaldbökunni, og ein var alveg eðlileg,” sagði hún. „Það hefur komist ljós inn í framköll- unarbrúsann hjá þér,” var tilgáta Ger- alds. „Það var ekki svoleiðis. Ég veit að svo var ekki. Þessar filmur hafa orðið fyrir geislun. Hvers vegna er manni sagt að taka filmur úr farangrinum þegar hann fer i gegnum röntgenathugun á flugvöll- um?” „Hvað eruð þér að fara?” spurði Dubois kuldalega. „Dr. Steiger sagði að ástand skjald- bakanna stafaði af mengun. Setjum svo að þessar skjaldbökur hafi verið i grennd við Mururoa Atoll meðan á kjarnorku- tilraununum stóð. Ekki nógu nálægt til þess að deyja, rétt nógu nálægt til þess að skugginn féll á þær. Hver veit hvað það hefur gert þeim?” „Við vorum fullvissaðir um að þessar tilraunir væru skaðlausar,” sagði Dubois reiðilega. „Ríkisstjórnin hefur þráfald- lega sagt...” „Það hafa heldur engar tilraunir verið gerðar í marga mánuði,” greip Gerald fram i. „Fjóra mánuði,” sagði Jan rólega. „Það tekur þó nokkurn tima að synda frá Mururoa og hingað. Sérstaklega ef heilsan er ekki góð.” Gerald andvarpaði. „Hvílík vitleysa.” „Þú getur ekki neitað því,” sagði Jan. „Þetta kemur allt heim og saman, hvert einasta smáatriði. Hugsaðu um það — á- stand sjúku skjaldbakanna, flakk þeirra, það að fólk sem sneri þær varð veikt, hvað fóturinn á mér er lengi að gróa og núna svarta filman — þetta var engin vitleysa.” Jan þagnaði skyndilega. Ef hún hafði rétt fyrir sér — ef skjaldbökurnar voru fórnardýr geislunar — og yfirvöldin vissu um það, hvað myndu þau gera? Ríkisstjórnin, sem bæri ábyrgðina, hefði ekki efni á því að þetta læki út. Höfðu þeir ennþá nógu mikil völd á Mauritius til þess að þagga þetta niður? „Svei mér þá, ungfrú Whittaker,” sagði Dubois reiðilega. „Það er mjög vanhugsað hjá yður að koma með slíkar staðhæfingar. Ég verð að segja að mig- hryllir við sona löguðu. Og hvað, ef ég má spyrja, hyggist þér gera næst?” „Ég veit það ekki,” sagði hún hægt. „Mér virtist þetta skynsamleg ályktun en ég er ekki svo viss núna. Kannski er ég kærulaus. Ég verð að hugsa nánar um þetta.” „Ég mæli eindregið með því,” sagði Dubois. „Betra þó,” bætti Gerald við, „að þú gleymdir því.” Jan stóð upp. „Það er best að ég fari.” Mennirnir tveir horfðust í augu, svo snöggt að Jan var ekki viss um hvort hún hefði séð það, og Gerald stóð upp. „Ég kem með þér í kofann,” sagði hann brosandi, „sem snöggvast.” Ljósin á sand-bílnum fylgdu henni þegar hún ók hægt og varlega eftir mjó- um veginum. Köld af ótta reyndi Jan að losna við nagandi kvíðann, án verulegs árangurs. í fyrsta skipti var hún hrædd og hún vissi ekki hvernig — eða á hverj- um — hún ætti að vara sig. III. HLUTI „Þú varst fljót að gefast upp,” sagði Gerald. „Hvers vegna?” Þau sátu á pallbrúninni. Það var ekk- ert tunglskin og mjög dimmt. En langt úti á víkinni sást dauft Ijós. Hún benti. „Sjáðu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég verð vör við ljós i hafinu hérna. Hvað heldur þú að það sé?” Hann yppti öxlum. „Þegar aflinn er lítill, fara þorpsbúar stundum út á næt- urnar. Ljósið laðar að sér fiskinn. Ekki skipta um umræðuefni. Hvers vegna hættir þú svona skyndilega?” Jan fékk sér stóran sopa af rauðvíninu sem Gerald hafði komið með. „Ég veit það ekki. Það þjónaði engum tilgangi að halda áfram — hvorugur ykkar-var reiðubúinn að fallast á hugmyndina.” „Ég vildi að ég heillaði þig eins mikið ...” Hann lagði handlegginn utan um hana. Hún setti frá sér glasið og sneri sér að honum. Skyndilega hringsnerist allt fyrir henni. Hún hallaði sér að honum en hneig svo niður í kjöltu hans. Gerald horfði á hana smástund og andvarpaði síðan. Hann tók hana upp, bar hana inn og lagði hana i rúmið. Jan andaði ótt þar sem hún lá eins og skilið hafði verið við hana. Á hillu á veggnum á móti henni var lítið kerti, sem brann niður, nær og nær olíublautri tusku sem lá fast við það. Það kviknaði í tuskunni — lítill logi sem hvarf næstum því en lifnaði svo aftur með miklum reykjarmekki. Hann seildist í þunn gluggatjöldin og skreið upp í stráþakið. Jan hóstaði þegar reykurinn varð þykkari en hún hreyfði sig ekki. Það fór að snarka í þakskegginu. Eld- urinn las sig eftir vel bundnum stráun- um og þau duttu eins og logandi kyndl- ar. Ekkert hljóð heyrðist, engin hreyfing sást i kofaþyrpingunni í þorpinu. Ekkert hljóð og engin hreyfing neins staðar, nema mjúkt skvamp — litlar öldur sem voru klofnar úti i víkinni. Jan vaknaði með martröð, altekin ofsahræðslu. Hún var í niðamyrkri og það var þröngt um hana. Hún hafði enga hugmynd um hvar hún var. Það var mikill hávaði sem blandaðist höfuðverknum. Hvað drakk ég mikið? hugsaði hún — þetta geta ekki verið venjulegir timburmenn. Hún hóstaði, skyndilega, hörðum, sárum hósta og fann sterka reykjarlykt. „Er allt I lagi með þig?” Hún stirðnaði við að heyra óvænta ókunna rödd. Hönd snart öxl hennar laust. „Hver ert þú?” „Hank, Hank Rudman.” það var enn of dimmt til þess aö sjá nokkuð en hún þurfti þess ekki. Hún hlaut að vera í koju i bátnum hans og þau voru á ferð. Nú kannaðist hún við hávaðann, sefandi vatnshljóð og marr í reiða. Framhald í næsta blaði. Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Spítalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. Vj. tbl. VlKan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.