Vikan


Vikan - 26.04.1979, Side 48

Vikan - 26.04.1979, Side 48
Vikan prófar léttu vínin 17. Suðurfrönsk rauðvín Tugir berjateg- unda í einni rauðvínsflösku Rhone-dalur er elst af hinum kunnu vínræktarsvæðum Frakklands. Þar ræktuðu Rómverjar vin löngu fyrir Krists burð. Fram eftir öldum komu heimsins bestu vin frá þessu svæði. Og fyrir aðeins hundrað árum var Rhone talin jafnoki Bordeaux og Búrgundar. Síðan hefur heldur sigið á ógæfu- hliðina hjá vínbændum þessa forna svæðis. Bordeaux og Búrgund hafa tekiö örugga forustu og Rhone-dalur situr eftir ásamt Loire-dal I þriðja til fjórða sæti. Rhone-vínin hafa ekki versnað, en þau hafa staðið i stað. Cote Rotie og Hermitagc vantar Frægust eru þrjú svæði við Rhone. Nyrst eru Cote Rotie og Condrieu. I miðjunni er Hermitage. Og syðst, suður undir Avignon, er Chateauneuf-du- Pape. Frá því svæði fæst eitt vín í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, en ekkert frá hinum tveimur. Samtals eru það 15 svæði við ána Rhone, sem hafa eigin staðsetningu i gæðakerfi franska ríkisins. Næst á eftir í virðingarstiganum eru 14 svæði, sem hafa leyfi til að bera hið sameiginlega nafn: Cotes-du-Rhone-Villages. Siðust koma svo 150 svæði eða hreppar, sem mega kalla vín sín: Cotes-du-Rhone. Af siðasta flokknum eru þrjú vín i Ríkinu. 1 gæðaprófun Vikunnar kom í ljós, að þau voru ekki þekkjanleg í sundur. Af því mætti ætla, að eitt slíkt vín mundi nægja. Hafa mætti í staðinn fyrir hin tvö vínin eitt frá Cote Rotie og annað frá Hermitage. 13,5$ áfengisinnihald Vínih frá Rhone eru mestmegnis rauðvin, andstætt við vinin frá Loire, sem eru aðallega hvítvín. Þessi rauðu vín eru oft svört og bitur, þegar þau eru ung, en verða mjúk og bragðdjúp með aldrinum. Ilmur þeirra er yfirleitt góður. Nyrst á svæðinu eru rauðvínin fremur fínleg, en syðst eru þau öflug og höfug. Chateauneuf-du-Pape er aldrei innan við 12,5% að áfengisstyrk og sú tegund, sem hér fæst, er 13,5 %. 1 Þýskalandi og Búrgund er yfirleitt 48 Vlkan 17, tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.