Vikan


Vikan - 06.09.1979, Page 15

Vikan - 06.09.1979, Page 15
Ég varð ofsakát, en gleði mín var skammvinn. Sennilega var þetta aðeins refur. Það brast nú í grein og þrátt fyrir vonleysið hrópaði ég aftur: „Hjálp, hjálp!” og horfði stöðugt á bakkann. Kannski væri þetta veiðiþjófur að leggja gildrur sínar en ég yrði þakklát fyrir að sjá hvern sem var. Síðan sá ég eitthvað hreyfast á milli trjánna, eitthvað rauð- gullið og siðan! Þvílík dásamleg sjón! Simon birtist á milli trjánna. „Simon, Simon, ég er hér,” hrópaði ég. Hann stansaði og hlustaði. Síðan leit hann i kringum sig, hann leit jafnvel upp til himins þar sem rauð skýin geystust kæruleysislega um. En hann leit aldrei á mig. „Ég er hér, á vatninu. Hjálpaðu mér,” hrópaði ég. Þá skyggði hann fyrir sólina með hendinni, sá mig og lyfti hendinni i kveðjuskyni. „Ó Simon," sagði ég þegar hann kom að bakkanum, „ég er svo fegin að sjá þig. Ég var orðin hrædd um að þurfa að eyða nóttinni hér.” „Og það hefði vel getað gerst þvi ég kom hingað aðeins fyrir tilviljun,” svar- aði hann. „Clive sagði að þú hefðir farið út að leita að mér og þar sem ég hafði ekki séð þig, og tekið var að kvölda, ákvað ég að athuga þessa leið. Það var hreinasta heppni.” „Hvort það var því að ég er föst i gróðrinum. Ég býst við að ég hefði reynt að hoppa ef enginn hefði komið.” Rödd Simons var hræðsluleg. „Þakk- aðu þínum sæla fyrir að þú reyndir það ekki. Gróðurinn er stórhættulegur og hér hafa margir drukknað.” Hann athugaði aðstöðu mina og styrkleika bakkans. Loksins virtist hann vera ánægður, en ég gat ómögulega séð hvernig hann ætti að geta hjálpað mér. Síðan fór hann eins langt fram á bakk- ann og hann gat og sagði mér siðan hvað ég ætti aðgera. „Hlustaðu nú vandlega á það sem ég segi þér, Della. Haltu fast I árina og réttu hana eins langt og þú getur I áttina til mín. Ég mun grípa hana og reyna að draga þig að landi. En i hamingjunnar bænum passaðu að þú dettir ekki út- byrðis.” Árin reyndist ótrúlega þung þegar hún var komin upp úr vatninu og hvernig svo sem ég teygði mig eða sneri náði ég ekki að koma henni að útréttri hendi Simonar. Ég reyndi aftur og aftur en lét að lokum fallast uppgefin niður I bátinn. „Hvað eigum við að gera, Simon?” andvarpaði ég. „Ég ætla að reyna að komast nær,” svaraði hann. Hann fetaði sig enn lengra út á bakkann og greip i nokkrar hríslur til að halda I. En þær brustu undan þunga hans og ég varð frávita af skelf- ingu. Eg óttaðist að vatnið myndi ná einu fórnardýrinu enn. „Nei Simon, nei!” hrópaði ég. Siðan neytti ég allra þeirra krafta sem ég átti eftir og kastaði árinni eins langt og ég 36. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.