Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 17
mögulega gat. Hún sveif í löngum boga og hafnaði síðan á höfði Simonar sem með óhugnanlegum dynki féll til jarðar. Ó Guð, láttu hann ekki falla i vatnið, bað ég, þvi að ég vissi að ég gæti ekki bjargað honum. Og þótt ótrúlegt væri féll hann aftur fyrir sig og inn á bakk- ann. En hve lengi yrði hann öruggur þar? Þegar hann rankaði við sér gæti að- eins örlítil hreyfing orðið til þess að hann félli i vatnið. Ég sá að ljótt sár var á gagnauga hans. Skyldi það geta komið af stað kasti? Síðan greip enn hræðilegri hugsun mig. Skyldi ég hafa drepið hann? Þó að ég væri frávita af ótta vissi ég að ég yrði að fá hjálp og það fljótt. Ég ýtti reiðilega lil gróðrinum með árinni og tárin runnu niður kinnar mínar um leið og ég bað í hljóði um hjálp. Allt i einu var báturinn laus! Það tók aðeins örfáar mínútur að komast að landi. Ég lagðist á hnén við hlið Simons, tók um úlnliðinn á honum og fann að ég titraði óstjórnlega um leið og ég reyndi að telja æðaslög hans. Hann var lifandi! Ég vætti vasaklút minn í vatninu og lagði hann á enni hans en hann var hreyfing- arlaus eftir sem áður. Ég vissi að ég gat ekki tafið lengur, ég varð að sækja hjálp. Ég tók á öllum þeim styrk sem ég átti, lagði handleggina undir hann og dró hann lengra frá bakkanum. Ég fann þó að mér myndi ekki takast aðdraga hann nógu langt svo að ég safnaði saman greinum, og byggði einhvers konar vegg milli hans og vatnsins. Siðan lyfti ég pils- unum mínum og byrjaði að hlaupa í átt- ina aðklaustrinu Óttinn léði mér vængi og mig bar hratt yfir ógreiðfæran stiginn þar sem fallnar greinar og sprek urðu þess næstum valdandi að ég dytti. Ég stans- aði allt í einu. Hljóp ég I rétta átt? Eða var ég að fjarlægjast klaustrið? Ég horfði í kringum mig á sjóndeildarhringinn en gat ekki séð neina reykháfa. Að lokum ákvað ég þó að halda áfram stiginn því að ég óttaðist að annars kynni ég að fara í hringi. Ég fann sting í siðunni og neyddist þess vegna til að ganga hægar. Þar sem ég æddi þarna áfram sá ég nokkuð sem undir eðlilegum kringum- stæðum hefði fyllt mig ánægju og hrifn- ingu en gerði mig nú aðeins óttaslegna. Eyrir fótum mér sá ég aragrúa af kastan- iuhnetum og ég var viss um að ef þær hefðu orðið á vegi mínum áður hefði ég tekið eftir þeim. Ég stansaði aftur og leit í kringum mig að einhverju lifsmarki en án árangurs. Mér varð hugsað til Simons sem lá hjálparvana á bakkanum og tók aftur til fótanna þvi að stigurinn hlaut að liggja að einhverjum mannabyggð- um? Hjarta mitt barðist svo ört í brjósti mér við þessa óvæntu áreynslu að ég heyrði ekki fótatakið sem nálgaðist. Þegar Manning stóð svo allt í einu fyrir framan mig, stór, ófriður og þögull eins og villt dýr, hrópaði ég ósjálfrátt upp yfir mig. En umhyggjan fyrir Simoni varð óttanum yfirsterkari og ég fylltist þakk- læti því ég vissi að Manning var annt um velferð Simonar. En hvernig átti ég að tala við hann. Ég baðaði út annarri hendinni, um leið og ég benti með hinni í áttinasemég kom úr. „Simon er við vatnið. Hann er slas- aður,” sagði ég og hreyfði varimar eins greinilega og ég gat, eins og það hjálpaði eitthvað. Hann starði sviplaus á mig dauflegum augum. Ég greip örvæntingarfull i hand- legg hans og endurtók: „Simon. Hann þarf hjálp.” Hann hristi hönd mina af sér eins og hún væri óhrein. En það skipti engu máli því mér til mikils léttis lagði hann af stað i áttina að vatninu og ég elti hann til að vera viss um að hann myndi finna Simon. Eg hafði þó ekki við löng- um skrefum hans og þegar ég kom að vatninu sá ég að Simon sat uppi með handlegg Mannings við bakið. Ég flýtti mér seinasta spölinn og sá mér til mikils léttis að augnhár Simonar titruðu á vöngum hans. Allt I einu opnaði hann augun undr- andi og leit af Manning á mig. „Hvað i ósköpunum gerðist eiginlega?” Síðan varð allt í einu sem ský drægi fyrir andlit hans og svipurinn lýsti ótta og viðbjóði. Hann sneri sér undan og tautaði örvænt- ingarfullur: „Svo aðégfékk kast?” „Nei, Simon, nei,” sagði ég áköf. „Þetta var mér að kenna. Ég rotaði þig með árinni og þú misstir meðvitund. Ég . .. ég gat ekki vakið þig upp, svo að ég varð að hlaupa til klaustursins; þá mætti ég Manning." Simon hristi af sér visnar greinar og laufblöð um leið og Manning hjálpaði honum að standa upp. Allt I einu fór hann að hlæja. „Jæja, svo að þú slóst mig niður litla vatnanornin þín? Hafði ég móðgað þig?” „Ó, Simon. Þú heldur þó varla að ég- hafi slegið þig viljandi?" mótmælti ég, og vissi innst inni að i stað þess að gera honum mein vildi ég ekkert fremur en faðma hann að mér, hugga hann og fá hann til að gleyma martröðum bernsku- ára sinna og heilsuleysi sinu. „Ég var um borð í árabátnum sem festist í gróðr- inum og þú reyndir að hjálpa mér í land. Ég kastaði til þín árinni svo að þú gætir náð henni og dregið mig að landi. En árin var svo þung að ég missti vald á henni og hún lenti á höfðinu á þér.” Um leið og ég sagði þetta sá ég á undr- uninni í andliti Simonar að hann mundi ekki eftir hvernig þetta hefði atvikast og vissi ekkert um slysið. Eg vonaði inni lega að þetta yrði ekki til að hann yrði veikari. Manning gekk rétt á eftir okkur þar sem við héldum í áttina að klaustrinu. Þótt undarlegt væri þá virtist leiðin miklu styttri núna og mér fannst ég einnig þekkja hana betur. Stundum ræddum við saman en þögðum þó að mestu leyti og eina hljóðið var skrjáfið í laufunum sem brustu undan fótum okk- Leyndarilómar gamla klaustursins 36. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.